Fíkn Handtekin eftir að kókaín fannst í smábarni Foreldrar barns sem er um eins árs gamalt voru handteknir á jóladag eftir að kókaín fannst í blóði barnsins, samkvæmt heimildum fréttastofu. Barnið hafði verið flutt í alvarlegu ástandi á spítala. Innlent 27.12.2019 11:33 Margir fegnir að fá loksins að komast inn á Vog um jólin Á sjöunda hundrað manns bíða eftir að komast í meðferð á Vogi og vantar stofnunina um 200 milljónir til að stytta þann lista. Innlent 22.12.2019 17:10 Ferðafélaginn slapp ekki í Landsrétti og fékk fimm ár Jerzy Wlodzimierz Lubaszka var í Landsrétti í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot við annan mann í október 2017. Um var að ræða smygl á 11,5 lítrum af amfetamínbasa með Norrænu. Innlent 20.12.2019 16:36 Spænsk kona tekin með kókaín í Leifsstöð: „Þetta er algjör sprenging“ Sjö eru í haldi lögreglunnar á Suðurnesjum í sjö aðskildum málum fyrir smygl á hörðum fíkniefnum til landsins. Embættið hefur aldrei lagt hald á eins mikið af sterkum efnum og í ár, eða 63 kíló. Innlent 17.12.2019 18:24 2,7 milljóna króna sekt fyrir brot undir stýri Rúmlega þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur til að greiða 2.689.000 krónur í sekt innan fjögurra vikna ella sitja í fangelsi í 68 daga. Maðurinn hefur ítrekað gerst brotlegur á lögum fyrir fíkniefna- og umferðarlagabrot. Innlent 16.12.2019 15:35 Leynilegar greiðslur í Heiðmörk, rafmagni stolið og gjaldeyrir keyptur fyrir hátt í fimmtíu milljónir króna Fimm karlmenn frá Litháen hafa verið dæmdir í fangelsi fyrir kannabisræktun, sölu á efnum og peningaþvætti á Suðurlandi. Tveir mannanna eru bræður en mennirnir fá allt frá sex til fimmtán mánaða fangelsi fyrir brot sín. Þrír mánuðir eru óskilorðsbundnir í öllum tilfellum. Innlent 12.12.2019 17:08 Erfitt að horfa upp á fangana í neyslu Spice Kallað var til fundar fangelsismálayfirvalda og Landlæknis um mikla neyslu Spice í fangelsum landsins í vikunni. Innlent 8.12.2019 22:26 Fleiri grunnskólabörn tekin með fíkniefnið Spice Neysla grunnskólabarna á fíkniefninu Spice er mun meiri en áður var talið. Þó nokkur mál eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 6.12.2019 19:01 Vilja skaðaminnkun á sérgang á Litla-Hrauni Afstaða, félag fanga, leggur til að sérstakur skaðaminnkunargangur verði á Litla-Hrauni. Félagið segir þá sem neyta vímuefna í flestum tilvikum vera sjúklinga en ekki afbrotamenn og því viðfangsefni heilbrigðiskerfisins. Innlent 30.11.2019 03:04 Fimmtugar hollenskar konur neita sök í kókaínmáli Tvær rúmlega fimmtugar hollenskar konur neita sök í máli héraðssaksóknara á hendur þeim fyrir innflutning á rúmlega kílói af kókaíni til landsins þann 29. ágúst síðastliðinn. Konurnar eru par og voru með stóran hluta efnisins innvortis. Innlent 28.11.2019 11:14 Enn einu sinni undir áhrifum við akstur en nú á vespu Kona á fertugsaldri hefur verið dæmd í þrjátíu daga fangelsi og svipt ökuréttindum ævilangt eftir að hafa verið stöðvuð endurtekið án réttinda eða undir áhrifum við akstur. Innlent 27.11.2019 11:06 Skaðaminnkun Frú Ragnheiðar bergmálar í bíó Skaðaminnkunarúrræðið Frú Ragnheiður kemur við örsögu í Bergmáli eftir Rúnar Rúnarsson. Atriðið snart aðstandendur myndarinnar svo djúpt að þau ákváðu að styrkja sprautubílinn góða með sérstakri sýningu í Háskólabíói annað kvöld. Lífið 26.11.2019 07:26 Náðist með tvö kíló af kókaíni í Leifsstöð Íslenskur karlmaður er nú í gæsluvarðhaldi fyrir að hafa reynt að smygla tæplega tveimur kílóum af kókaíni til landsins fyrr í mánuðinum. Lögreglan á Suðurnesjum hefur haldlagt á fimmta tug kílóa af sterkum fíkniefnum það sem af er ári. Innlent 25.11.2019 18:19 Tuttugu mánuðir í fangelsi fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning Pólskur karlmaður hefur verið dæmdur í tuttugu mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og tolla-, lyfsölu- og lyfjalagabrot. Hann var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku fyrir innflutning á 900 millilítrum af amfetamínbasa, 95 steratengdum töflum og 120 millilítra af steravökva. Innlent 25.11.2019 16:46 Sjö hundruð bíða meðferðar á Vogi Síðustu tvö ár hafa um og yfir sjö hundruð manns verið á biðlista eftir meðferð á Vogi og þurft að bíða í allt að hálft ár. Þó greiðir SÁÁ um tvö hundruð milljónir á ári til að geta veitt hundruðum meðferð sem ríkið greiðir ekki með. Innlent 24.11.2019 16:19 Telja að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið Rannsóknarlögreglumaður óttast að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið. Efnið sé stórhættulegt og meðal annars valdið dauða. Hann segir áhyggjuefni að efnið hafi fundist í meðförum unglinga nýverið. Innlent 20.11.2019 16:46 Staðfesta niðurfellingu á máli ungu konunnar sem lést eftir handtöku lögreglu Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun héraðssaksóknara að fella niður mál ungrar konu sem lést í apríl síðastliðnum eftir að hafa verið handtekin af lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 20.11.2019 15:55 Alþingi mátti ekki veita skólastjóra aðgang að upptökum af krökkum í kannabisneyslu Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að skrifstofu Alþingis hafi ekki verið heimilt að veita skólastjóra í grunnskóla nokkrum aðgang að myndefni úr eftirlitsmyndavél árið 2018. Innlent 20.11.2019 14:36 Íslenskir unglingar veipuðu spice Fíkniefnið spice fannst nýverið í rafrettum hjá unglingum á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 19.11.2019 17:50 Fleiri nota kókaín í æð: Rauði krossinn fagnar viðhorfi dómsmálaráðherra til afglæpavæðingar Skjólstæðingar Frú Ragnheiðar nota kókaín í æð í auknum mæli. Verkefnastjóri segir þá þurfa að hafa mikið fyrir því að fjármagna efnið. Gríðarlega mikilvægt sé að frumvarp um afglæpavæðingu á neysluskömmtum verði að lögum svo fólkið veigri sér ekki við að leita sér hjálpar af ótta við að efnin verði tekin af því. Innlent 18.11.2019 18:26 Sjö prósent Íslendinga hafa verið í meðferð á Vogi SÁÁ hefur gefið út viðamikið upplýsingarit um heilbrigðisþjónustu samtakanna síðustu fjörutíu ár eða frá 1977 til 2018. Innlent 18.11.2019 14:19 Karlmaður lést í vikunni vegna ofskammts af kókaíni í æð Karlmaður á fertugsaldri lést í vikunni eftir að hafa verið sprautaður með kókaíni. Lögregla og læknar á Vogi merkja fjölgun þeirra sem sprauta sig með efninu. Innlent 17.11.2019 17:42 „Bannstefnan hefur einfaldlega ekki virkað“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kallar eftir endurskoðun á íslenskri fíkniefnalöggjöf og segir að bannstefnan hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Mikilvægt sé að líta á fíkniefnaneytendur í auknum mæli sem sjúklinga fremur en glæpamenn. Innlent 17.11.2019 15:19 Nýtt neyðarskýli opnað við Grandagarð Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, opnaði í dag nýtt neyðarskýli fyrir unga heimilislausa karlmenn sem glíma við áfengis- og vímuefnavanda. Innlent 13.11.2019 20:40 Handtekin með þrjátíu pakkningar af kókaíni innvortis Konan var úrskurðuð í gæsluvarðhald á meðan rannsókn málsins fór fram en að sögn Lögreglustjórans á Suðurnesjum er rannsóknin á lokastigum. Innlent 12.11.2019 14:17 Spice ólíkt öllum öðrum fíkniefnum Spice er eitt erfiðasta efni sem fangelsisyfirvöld og lögregla fást við. Notendurnir tala um að fara í froskinn, þegar þeir fá krampaköst af ofneyslu og margítrekað hefur þurft að kalla til sjúkrabíl. Innlent 9.11.2019 17:04 Fá rítalín eða Contalgin í skiptum fyrir að taka lyfin sín Hópur langt leiddra fíkla með alvarlega smitsjúkdóma fær að gera samning um að fá töflu af Ritalin Uno eða Contalgin í skiptum fyrir að taka veirulyfin sín. Borgarfulltrúi og sóttvarnalæknir ósammála um fyrirkomulagið. Innlent 8.11.2019 02:02 Kallar eftir því að fólk í valdastöðum vandi málflutning um vímuefnanotendur Elísabet Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Frú Ragnheiði – skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, gagnrýnir ummæli Baldurs Borgþórssonar varaborgarfulltrúa Miðflokksins um neyslurými. Innlent 7.11.2019 21:11 Mælt fyrir frumvarpi um neyslurými í annað sinn Landlæknir getur veitt sveitarfélagi leyfi til að stofna og reka neyslurými þar sem varsla og meðferð ávana- og fíkniefna er heimil, eða svo kölluð neyslurými, samkvæmt frumvarpi sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mælti fyrir í dag. Innlent 5.11.2019 20:36 Flugvallarstarfsmaður áfram í einangrun Gæsluvarðhald yfir starfsmanni Airport Associates sem grunaður er um aðild að stóru fíkniefnamáli sem kom upp á Suðurnesjum fyrir viku var framlengt í gær um viku auk þess honum er gert að sæta einangrun. Lögmaður mannsins hefur kært úrskurðinn til Landsréttar. Innlent 1.11.2019 11:24 « ‹ 19 20 21 22 23 24 … 24 ›
Handtekin eftir að kókaín fannst í smábarni Foreldrar barns sem er um eins árs gamalt voru handteknir á jóladag eftir að kókaín fannst í blóði barnsins, samkvæmt heimildum fréttastofu. Barnið hafði verið flutt í alvarlegu ástandi á spítala. Innlent 27.12.2019 11:33
Margir fegnir að fá loksins að komast inn á Vog um jólin Á sjöunda hundrað manns bíða eftir að komast í meðferð á Vogi og vantar stofnunina um 200 milljónir til að stytta þann lista. Innlent 22.12.2019 17:10
Ferðafélaginn slapp ekki í Landsrétti og fékk fimm ár Jerzy Wlodzimierz Lubaszka var í Landsrétti í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot við annan mann í október 2017. Um var að ræða smygl á 11,5 lítrum af amfetamínbasa með Norrænu. Innlent 20.12.2019 16:36
Spænsk kona tekin með kókaín í Leifsstöð: „Þetta er algjör sprenging“ Sjö eru í haldi lögreglunnar á Suðurnesjum í sjö aðskildum málum fyrir smygl á hörðum fíkniefnum til landsins. Embættið hefur aldrei lagt hald á eins mikið af sterkum efnum og í ár, eða 63 kíló. Innlent 17.12.2019 18:24
2,7 milljóna króna sekt fyrir brot undir stýri Rúmlega þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur til að greiða 2.689.000 krónur í sekt innan fjögurra vikna ella sitja í fangelsi í 68 daga. Maðurinn hefur ítrekað gerst brotlegur á lögum fyrir fíkniefna- og umferðarlagabrot. Innlent 16.12.2019 15:35
Leynilegar greiðslur í Heiðmörk, rafmagni stolið og gjaldeyrir keyptur fyrir hátt í fimmtíu milljónir króna Fimm karlmenn frá Litháen hafa verið dæmdir í fangelsi fyrir kannabisræktun, sölu á efnum og peningaþvætti á Suðurlandi. Tveir mannanna eru bræður en mennirnir fá allt frá sex til fimmtán mánaða fangelsi fyrir brot sín. Þrír mánuðir eru óskilorðsbundnir í öllum tilfellum. Innlent 12.12.2019 17:08
Erfitt að horfa upp á fangana í neyslu Spice Kallað var til fundar fangelsismálayfirvalda og Landlæknis um mikla neyslu Spice í fangelsum landsins í vikunni. Innlent 8.12.2019 22:26
Fleiri grunnskólabörn tekin með fíkniefnið Spice Neysla grunnskólabarna á fíkniefninu Spice er mun meiri en áður var talið. Þó nokkur mál eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 6.12.2019 19:01
Vilja skaðaminnkun á sérgang á Litla-Hrauni Afstaða, félag fanga, leggur til að sérstakur skaðaminnkunargangur verði á Litla-Hrauni. Félagið segir þá sem neyta vímuefna í flestum tilvikum vera sjúklinga en ekki afbrotamenn og því viðfangsefni heilbrigðiskerfisins. Innlent 30.11.2019 03:04
Fimmtugar hollenskar konur neita sök í kókaínmáli Tvær rúmlega fimmtugar hollenskar konur neita sök í máli héraðssaksóknara á hendur þeim fyrir innflutning á rúmlega kílói af kókaíni til landsins þann 29. ágúst síðastliðinn. Konurnar eru par og voru með stóran hluta efnisins innvortis. Innlent 28.11.2019 11:14
Enn einu sinni undir áhrifum við akstur en nú á vespu Kona á fertugsaldri hefur verið dæmd í þrjátíu daga fangelsi og svipt ökuréttindum ævilangt eftir að hafa verið stöðvuð endurtekið án réttinda eða undir áhrifum við akstur. Innlent 27.11.2019 11:06
Skaðaminnkun Frú Ragnheiðar bergmálar í bíó Skaðaminnkunarúrræðið Frú Ragnheiður kemur við örsögu í Bergmáli eftir Rúnar Rúnarsson. Atriðið snart aðstandendur myndarinnar svo djúpt að þau ákváðu að styrkja sprautubílinn góða með sérstakri sýningu í Háskólabíói annað kvöld. Lífið 26.11.2019 07:26
Náðist með tvö kíló af kókaíni í Leifsstöð Íslenskur karlmaður er nú í gæsluvarðhaldi fyrir að hafa reynt að smygla tæplega tveimur kílóum af kókaíni til landsins fyrr í mánuðinum. Lögreglan á Suðurnesjum hefur haldlagt á fimmta tug kílóa af sterkum fíkniefnum það sem af er ári. Innlent 25.11.2019 18:19
Tuttugu mánuðir í fangelsi fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning Pólskur karlmaður hefur verið dæmdur í tuttugu mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og tolla-, lyfsölu- og lyfjalagabrot. Hann var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku fyrir innflutning á 900 millilítrum af amfetamínbasa, 95 steratengdum töflum og 120 millilítra af steravökva. Innlent 25.11.2019 16:46
Sjö hundruð bíða meðferðar á Vogi Síðustu tvö ár hafa um og yfir sjö hundruð manns verið á biðlista eftir meðferð á Vogi og þurft að bíða í allt að hálft ár. Þó greiðir SÁÁ um tvö hundruð milljónir á ári til að geta veitt hundruðum meðferð sem ríkið greiðir ekki með. Innlent 24.11.2019 16:19
Telja að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið Rannsóknarlögreglumaður óttast að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið. Efnið sé stórhættulegt og meðal annars valdið dauða. Hann segir áhyggjuefni að efnið hafi fundist í meðförum unglinga nýverið. Innlent 20.11.2019 16:46
Staðfesta niðurfellingu á máli ungu konunnar sem lést eftir handtöku lögreglu Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun héraðssaksóknara að fella niður mál ungrar konu sem lést í apríl síðastliðnum eftir að hafa verið handtekin af lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 20.11.2019 15:55
Alþingi mátti ekki veita skólastjóra aðgang að upptökum af krökkum í kannabisneyslu Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að skrifstofu Alþingis hafi ekki verið heimilt að veita skólastjóra í grunnskóla nokkrum aðgang að myndefni úr eftirlitsmyndavél árið 2018. Innlent 20.11.2019 14:36
Íslenskir unglingar veipuðu spice Fíkniefnið spice fannst nýverið í rafrettum hjá unglingum á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 19.11.2019 17:50
Fleiri nota kókaín í æð: Rauði krossinn fagnar viðhorfi dómsmálaráðherra til afglæpavæðingar Skjólstæðingar Frú Ragnheiðar nota kókaín í æð í auknum mæli. Verkefnastjóri segir þá þurfa að hafa mikið fyrir því að fjármagna efnið. Gríðarlega mikilvægt sé að frumvarp um afglæpavæðingu á neysluskömmtum verði að lögum svo fólkið veigri sér ekki við að leita sér hjálpar af ótta við að efnin verði tekin af því. Innlent 18.11.2019 18:26
Sjö prósent Íslendinga hafa verið í meðferð á Vogi SÁÁ hefur gefið út viðamikið upplýsingarit um heilbrigðisþjónustu samtakanna síðustu fjörutíu ár eða frá 1977 til 2018. Innlent 18.11.2019 14:19
Karlmaður lést í vikunni vegna ofskammts af kókaíni í æð Karlmaður á fertugsaldri lést í vikunni eftir að hafa verið sprautaður með kókaíni. Lögregla og læknar á Vogi merkja fjölgun þeirra sem sprauta sig með efninu. Innlent 17.11.2019 17:42
„Bannstefnan hefur einfaldlega ekki virkað“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kallar eftir endurskoðun á íslenskri fíkniefnalöggjöf og segir að bannstefnan hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Mikilvægt sé að líta á fíkniefnaneytendur í auknum mæli sem sjúklinga fremur en glæpamenn. Innlent 17.11.2019 15:19
Nýtt neyðarskýli opnað við Grandagarð Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, opnaði í dag nýtt neyðarskýli fyrir unga heimilislausa karlmenn sem glíma við áfengis- og vímuefnavanda. Innlent 13.11.2019 20:40
Handtekin með þrjátíu pakkningar af kókaíni innvortis Konan var úrskurðuð í gæsluvarðhald á meðan rannsókn málsins fór fram en að sögn Lögreglustjórans á Suðurnesjum er rannsóknin á lokastigum. Innlent 12.11.2019 14:17
Spice ólíkt öllum öðrum fíkniefnum Spice er eitt erfiðasta efni sem fangelsisyfirvöld og lögregla fást við. Notendurnir tala um að fara í froskinn, þegar þeir fá krampaköst af ofneyslu og margítrekað hefur þurft að kalla til sjúkrabíl. Innlent 9.11.2019 17:04
Fá rítalín eða Contalgin í skiptum fyrir að taka lyfin sín Hópur langt leiddra fíkla með alvarlega smitsjúkdóma fær að gera samning um að fá töflu af Ritalin Uno eða Contalgin í skiptum fyrir að taka veirulyfin sín. Borgarfulltrúi og sóttvarnalæknir ósammála um fyrirkomulagið. Innlent 8.11.2019 02:02
Kallar eftir því að fólk í valdastöðum vandi málflutning um vímuefnanotendur Elísabet Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Frú Ragnheiði – skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, gagnrýnir ummæli Baldurs Borgþórssonar varaborgarfulltrúa Miðflokksins um neyslurými. Innlent 7.11.2019 21:11
Mælt fyrir frumvarpi um neyslurými í annað sinn Landlæknir getur veitt sveitarfélagi leyfi til að stofna og reka neyslurými þar sem varsla og meðferð ávana- og fíkniefna er heimil, eða svo kölluð neyslurými, samkvæmt frumvarpi sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mælti fyrir í dag. Innlent 5.11.2019 20:36
Flugvallarstarfsmaður áfram í einangrun Gæsluvarðhald yfir starfsmanni Airport Associates sem grunaður er um aðild að stóru fíkniefnamáli sem kom upp á Suðurnesjum fyrir viku var framlengt í gær um viku auk þess honum er gert að sæta einangrun. Lögmaður mannsins hefur kært úrskurðinn til Landsréttar. Innlent 1.11.2019 11:24
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent