Börn fái ranghugmyndir og neikvæðar hugsanir eftir neyslu á Spice Nadine Guðrún Yaghi skrifar 10. maí 2021 19:00 Forstöðumaður á Stuðlum hefur áhyggjur af þróuninni og segir að börnin fái ranghugmyndir, sjái alls kyns hluti og fái svo neikvæðar hugsanir eftir neysluna. vísir/Sigurjón Um fjögur prósent tólf til sextán ára barna á Íslandi hafa notað efnið Spice eða rúmlega fjögur hundruð börn. Forstöðumaður á Stuðlum hefur áhyggjur af þróuninni og segir að börnin fái ranghugmyndir, sjái alls kyns hluti og fái svo neikvæðar hugsanir eftir neysluna. Fréttastofa greindi frá því í lok síðustu viku að dæmi séu um að börn niður í 12 ára séu að reykja Spice. Börnin veipa efnið, sem er hraðvirkandi og mörgum sinnum sterkara en kannabis. Varðstjóri hjá lögreglunni í Hafnarfirði sagði merki um að yngri börn væru farin að nota Spice. Funi Sigurðsson, forstöðumaður á Stuðlum, tekur undir áhyggjur lögreglu. „Svona síðustu þrjá mánuði hefur þetta verið aðalefnið hjá krökkunum sem eru að koma til okkar,“ segir Funi. Um sé að ræða fjórtán til átján ára börn. Börnin séu með hugmyndir um að Spice sé saklaust efni og minni á kannabis. Það sé ekki raunin. Um sé að ræða hugbreytandi efni. „Þetta er svona meira í anda sýru eða LSD, þau fá ranghugmyndir, sjá hluti, það er eins og eitthvað sé að skríða á manni og fá alls konar skrítnar hugmyndir,“ segir Funi. Þá séu eftirköstin mjög erfið. „Þau verða mjög þung og döpur og fá neikvæðar hugsanir. Við höfum líka séð talsvert aukið ofbeldi og síðan eru jafnvel uppköst og slíkt þegar þau eru í fráhvörfum,“ segir Funi. Ný rannsókn Rannsóknar-og greiningar sýnir að 3,8 prósent barna í 8., 9., og 10. bekk hafi prófað Spice eða um fjögur hundruð börn. Könnunin var lögð fyrir rúmlega ellefu þúsund nemendur í öllum grunnskólum landsins í febrúar. Funi segir að það sé auðvelt að fela neysluna í upphafi. Efnið er lyktalaust og ekki er hægt að greina það með hefðbundinni þvagprufu. „Það þarf sérstök Spice próf sem eru mjög viðkvæm, þannig ef efnasamsetningunni er breytt mælist það ekki. Það er tillögulega auðvelt að fela þetta fyrir mömmu og pabba til dæmis,“ segir Funi. Þessi þróun sé áhyggjuefni. „Þau virðast líka vera talsvert fljót að fara í mikla neyslu á þessu,“ segir Funi. Í kvöldfréttum kom fram að börnin væru um eitt þúsund en hið rétta er að þau eru rúmlega fjögur hundruð. Börn og uppeldi Fíkn Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Fréttastofa greindi frá því í lok síðustu viku að dæmi séu um að börn niður í 12 ára séu að reykja Spice. Börnin veipa efnið, sem er hraðvirkandi og mörgum sinnum sterkara en kannabis. Varðstjóri hjá lögreglunni í Hafnarfirði sagði merki um að yngri börn væru farin að nota Spice. Funi Sigurðsson, forstöðumaður á Stuðlum, tekur undir áhyggjur lögreglu. „Svona síðustu þrjá mánuði hefur þetta verið aðalefnið hjá krökkunum sem eru að koma til okkar,“ segir Funi. Um sé að ræða fjórtán til átján ára börn. Börnin séu með hugmyndir um að Spice sé saklaust efni og minni á kannabis. Það sé ekki raunin. Um sé að ræða hugbreytandi efni. „Þetta er svona meira í anda sýru eða LSD, þau fá ranghugmyndir, sjá hluti, það er eins og eitthvað sé að skríða á manni og fá alls konar skrítnar hugmyndir,“ segir Funi. Þá séu eftirköstin mjög erfið. „Þau verða mjög þung og döpur og fá neikvæðar hugsanir. Við höfum líka séð talsvert aukið ofbeldi og síðan eru jafnvel uppköst og slíkt þegar þau eru í fráhvörfum,“ segir Funi. Ný rannsókn Rannsóknar-og greiningar sýnir að 3,8 prósent barna í 8., 9., og 10. bekk hafi prófað Spice eða um fjögur hundruð börn. Könnunin var lögð fyrir rúmlega ellefu þúsund nemendur í öllum grunnskólum landsins í febrúar. Funi segir að það sé auðvelt að fela neysluna í upphafi. Efnið er lyktalaust og ekki er hægt að greina það með hefðbundinni þvagprufu. „Það þarf sérstök Spice próf sem eru mjög viðkvæm, þannig ef efnasamsetningunni er breytt mælist það ekki. Það er tillögulega auðvelt að fela þetta fyrir mömmu og pabba til dæmis,“ segir Funi. Þessi þróun sé áhyggjuefni. „Þau virðast líka vera talsvert fljót að fara í mikla neyslu á þessu,“ segir Funi. Í kvöldfréttum kom fram að börnin væru um eitt þúsund en hið rétta er að þau eru rúmlega fjögur hundruð.
Börn og uppeldi Fíkn Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira