Ólíklegt að það verði af afglæpavæðingu neysluskammta Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. júní 2021 10:10 Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata og Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/samsett Ólíklegt er að frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta nái í gegnum þingið á lokadögum þess að mati Birgis Ármanssonar, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. Píratar hyggjast þá leggja fram eigið frumvarp í staðinn. Starfsáætlun Alþingis var tekin úr sambandi í gær og fjölda þingfunda verður nú háttað eftir þörfum. Lokadagar þingsins verða nýttir til þess að afgreiða ókláruð mál en um fimmtíu stjórnarfrumvörp eru enn í nefndum. Þingflokksformenn funduðu tvisvar í gær þar sem reynt var að ná samkomulagi um þinglok og þau mál sem á að klára. Ekki er komin niðurstaða og fundað verður aftur í dag. Eitt ókláraðra mála er frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta og sagði Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, að ólíklegt væri að það yrði klárað. „Eins og staðan er núna er nú ólíklegt að það nái í gegn vegna þess að það er ágreiningur í nefndinni. Það er búið að fá töluverða umfjöllun en það hefur ekki náðst niðurstaða sem samstaða er um,“ sagði Birgir Örfáir þingfundir eru eftir og mörg stór eru enn óafgreidd.vísir/Egill „Við auðvitað erum með langan lista af málum. Mörg þeirra og kannski flest eru í tiltölulega góðu samkomulagi og við vonumst til þess að klára þau á næstu dögum en svo eru nokkur álitamál sem við erum að glíma við og það er ekki komin niðurstaða í þau. En það er auðvitað ljóst að öll þau mál sem ríkisstjórnin hefur lagt fram verða ekki kláruð.“ Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, tók fram að ágreiningur um frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta væri meðal stjórnarliða, en ekki stjórnarandstöðunnar. „Sem er súrt, vegna þess að þegar málið okkar var fellt í fyrra var gefið loforð um að málið yrði klárað nú á vorþingi,“ sagði Halldóra og vísaði til sambærilegs frumvarps Pírata sem var lagt fram og fellt í fyrra. „Það er orðið ljósara núna að það hafi aldrei staðið til að samþykkja þetta mál.“ Verði málið ekki afgreitt segir Halldóra að Píratar hyggist leggja fram eigið frumvarp. „Við erum með mál tilbúið, afglæpavæðingarmálið, sem við erum tilbúin að leggja fram og við viljum bara leggja það fram í staðinn,“ segir Halldóra. Fíkn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Sjá meira
Starfsáætlun Alþingis var tekin úr sambandi í gær og fjölda þingfunda verður nú háttað eftir þörfum. Lokadagar þingsins verða nýttir til þess að afgreiða ókláruð mál en um fimmtíu stjórnarfrumvörp eru enn í nefndum. Þingflokksformenn funduðu tvisvar í gær þar sem reynt var að ná samkomulagi um þinglok og þau mál sem á að klára. Ekki er komin niðurstaða og fundað verður aftur í dag. Eitt ókláraðra mála er frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta og sagði Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, að ólíklegt væri að það yrði klárað. „Eins og staðan er núna er nú ólíklegt að það nái í gegn vegna þess að það er ágreiningur í nefndinni. Það er búið að fá töluverða umfjöllun en það hefur ekki náðst niðurstaða sem samstaða er um,“ sagði Birgir Örfáir þingfundir eru eftir og mörg stór eru enn óafgreidd.vísir/Egill „Við auðvitað erum með langan lista af málum. Mörg þeirra og kannski flest eru í tiltölulega góðu samkomulagi og við vonumst til þess að klára þau á næstu dögum en svo eru nokkur álitamál sem við erum að glíma við og það er ekki komin niðurstaða í þau. En það er auðvitað ljóst að öll þau mál sem ríkisstjórnin hefur lagt fram verða ekki kláruð.“ Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, tók fram að ágreiningur um frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta væri meðal stjórnarliða, en ekki stjórnarandstöðunnar. „Sem er súrt, vegna þess að þegar málið okkar var fellt í fyrra var gefið loforð um að málið yrði klárað nú á vorþingi,“ sagði Halldóra og vísaði til sambærilegs frumvarps Pírata sem var lagt fram og fellt í fyrra. „Það er orðið ljósara núna að það hafi aldrei staðið til að samþykkja þetta mál.“ Verði málið ekki afgreitt segir Halldóra að Píratar hyggist leggja fram eigið frumvarp. „Við erum með mál tilbúið, afglæpavæðingarmálið, sem við erum tilbúin að leggja fram og við viljum bara leggja það fram í staðinn,“ segir Halldóra.
Fíkn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Sjá meira