Stríðið sem við getum stoppað Viggó Örn Jónsson skrifar 19. maí 2021 07:30 Hið svokallaða stríð gegn fíkniefnum hefur nú staðið í hálfa öld. Á þeim tíma hefur fíkniefnaneysla stóraukist, glæpir tengdir fíkniefnum vaxið ár frá ári og kostnaðurinn í mannslífum hækkar stöðugt. Ef tilgangurinn er að koma í veg fyrir neyslu hefur þessi stefna fullkomlega mistekist. Íslenskir fíkniefnasalar hafa opið allan sólarhringinn og eru með heimsendingarþjónustu. Ef tilgangurinn er að koma í veg fyrir glæpi getur hvert mannsbarn séð hvers konar þrot þetta er. Hér á Íslandi hefur okkur tekist að laða til okkar tug erlendra glæpahópa sem lifa hér góðu lífi á sölu fíkniefna. Eftir 50 ár er það allur árangurinn. Nú tala þingmenn af miklum kosningamóð um að leysa þetta vandamál sem glæpahóparnir eru. Það er næstum spaugilegt í ljósi þess að þingið bjó vandamálið til. Hvað er glæpur? Það er mikilvægt að skilja að það voru lögin sem bjuggu til glæpina. Þegar við gerum neyslu sumra fíkniefna að glæp, gerum við ekki aðeins þá sem neyta fíkniefna að glæpamönnum, við erum líka að búa til heilt hagkerfi af glæpum sem lifir á þessu fólki. Þannig bjó áfengisbannið í Bandaríkjunum til Mafíuna. Við bjuggum til gríðarlega ábatasama ólöglega atvinnugrein fyrir glæpamenn sem lifa eins og sníkjudýr á þeim sem við þykjumst vilja vernda. Allir glæpamennirnir sem selja fíkniefni, innheimta með ofbeldi og senda ungt skuldsett fólk sem burðardýr á milli landa - ungt fólk að stunda þjófnað og vændi til að fjármagna neyslu - við bjuggum þetta allt til með vondri löggjöf. Við bjuggum til þann hrylling sem erlendir glæpahópar eru. Ef bannið væri ekki til staðar væri ekkert hér fyrir fíkniefnasalana að gera. Til að bæta gráu ofan á svart eru sömu þingmenn og tala af mestri hörku gegn mildari löggjöf nú að nota erlendu glæpahópana til að ala á tortryggni gegn innflytjendum. Fíkn er ekki löggæsluvandamál Fíkn er heilbrigðisvandamál. Fíkniefni - lögleg sem ólögleg - eru leið til að flýja og gleyma daglegu amstri. Fyrir marga er það lítið annað en skemmtun um helgar eða afslappandi hvítvínsglas eftir vinnu. Fyrir suma er hins vegar aðeins of gott að flýja sársauka lífsins. Hjá sumum taka efnin smátt og smátt völdin. Löggjöfin okkar ætti að vernda þetta fólk en í staðinn gera lögin neyslu þeirra glæpsamlega og senda þau í fangið á glæpamönnum. Fólkið sem lögin ættu að vernda eru fólkið sem lögin vilja refsa. Hvað eigum við þá að „gera“? Nálgun okkar að öllum fíkniefnum ætti að byggja á einni grundvallarspurningu: Hvernig getum við lágmarkað þann skaða sem áfengi og önnur fíkniefni valda? Við eigum að hætta að hugsa um fíkn og fíkniefni sem glæpi og hætta að breyta fíklum í glæpamenn. Við eigum að hætta að jaðarsetja viðkvæmasta fólk samfélagsins. Við þurfum að hjálpa börnunum okkar og hætta að senda þau í fangelsi. Við eigum að gera efnin sjálf minna skaðleg. Spírinn sem er keyptur úr skottinu á bíl og bruggaður við misjöfn skilyrði er mun hættulegri en það áfengi sem er selt út í búð. Það sama gildir um fíkniefnin sem eru ólögleg. Þau eru hættulegri vegna þess hvernig þau eru framleidd og seld. Fíkniefni hverfa ekki þegar þau eru bönnuð og þau hverfa ekki þegar þau eru leyfð en við getum losað okkur við glæpamennina. Á undanförnum árum hefur stjórnvöldum víða um heim orðið þetta ljóst og í hverju landinu á fætur öðru hefur löggjöfin breyst. Bannið leysir engin vandamál en býr til mörg ný sem versna og versna. Þannig hefur þetta gengið í 50 ár. Eigum við þá að halda banninu áfram og búast við einhverri annarri niðurstöðu? Stríðið sem við getum stoppað Við horfum reið og döpur á óbreytta borgara falla í átökum í Sýrlandi, Palestínu og Lýbíu. Hversu aum eru stjórnmálin að þetta skuli vera niðurstaðan? Og við erum full vanmáttar yfir því að geta ekkert gert til að stöðva mannfallið. Við getum hins vegar hætt stríðinu gegn okkur sjálfum. Það er pólitísk ákvörðun sem við getum tekið á morgun. Við getum breytt þessari ömurlögu löggjöf og byrjað að hjálpa fólki sem þarf á hjálp að halda í stað þess að breyta þeim í óvini. Nú þegar við sjáum ofbeldið magnast á götum borgarinnar þá er tækifæri til að hugsa þetta upp á nýtt. Þegar þú ert í stríði sem hefur staðið í heilan mannsaldur en situr uppi með ekkert nema ósigra og fórnarlömb, er þá ekki kominn tími til að leggja niður vopn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Lögreglan Viggó Örn Jónsson Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Hið svokallaða stríð gegn fíkniefnum hefur nú staðið í hálfa öld. Á þeim tíma hefur fíkniefnaneysla stóraukist, glæpir tengdir fíkniefnum vaxið ár frá ári og kostnaðurinn í mannslífum hækkar stöðugt. Ef tilgangurinn er að koma í veg fyrir neyslu hefur þessi stefna fullkomlega mistekist. Íslenskir fíkniefnasalar hafa opið allan sólarhringinn og eru með heimsendingarþjónustu. Ef tilgangurinn er að koma í veg fyrir glæpi getur hvert mannsbarn séð hvers konar þrot þetta er. Hér á Íslandi hefur okkur tekist að laða til okkar tug erlendra glæpahópa sem lifa hér góðu lífi á sölu fíkniefna. Eftir 50 ár er það allur árangurinn. Nú tala þingmenn af miklum kosningamóð um að leysa þetta vandamál sem glæpahóparnir eru. Það er næstum spaugilegt í ljósi þess að þingið bjó vandamálið til. Hvað er glæpur? Það er mikilvægt að skilja að það voru lögin sem bjuggu til glæpina. Þegar við gerum neyslu sumra fíkniefna að glæp, gerum við ekki aðeins þá sem neyta fíkniefna að glæpamönnum, við erum líka að búa til heilt hagkerfi af glæpum sem lifir á þessu fólki. Þannig bjó áfengisbannið í Bandaríkjunum til Mafíuna. Við bjuggum til gríðarlega ábatasama ólöglega atvinnugrein fyrir glæpamenn sem lifa eins og sníkjudýr á þeim sem við þykjumst vilja vernda. Allir glæpamennirnir sem selja fíkniefni, innheimta með ofbeldi og senda ungt skuldsett fólk sem burðardýr á milli landa - ungt fólk að stunda þjófnað og vændi til að fjármagna neyslu - við bjuggum þetta allt til með vondri löggjöf. Við bjuggum til þann hrylling sem erlendir glæpahópar eru. Ef bannið væri ekki til staðar væri ekkert hér fyrir fíkniefnasalana að gera. Til að bæta gráu ofan á svart eru sömu þingmenn og tala af mestri hörku gegn mildari löggjöf nú að nota erlendu glæpahópana til að ala á tortryggni gegn innflytjendum. Fíkn er ekki löggæsluvandamál Fíkn er heilbrigðisvandamál. Fíkniefni - lögleg sem ólögleg - eru leið til að flýja og gleyma daglegu amstri. Fyrir marga er það lítið annað en skemmtun um helgar eða afslappandi hvítvínsglas eftir vinnu. Fyrir suma er hins vegar aðeins of gott að flýja sársauka lífsins. Hjá sumum taka efnin smátt og smátt völdin. Löggjöfin okkar ætti að vernda þetta fólk en í staðinn gera lögin neyslu þeirra glæpsamlega og senda þau í fangið á glæpamönnum. Fólkið sem lögin ættu að vernda eru fólkið sem lögin vilja refsa. Hvað eigum við þá að „gera“? Nálgun okkar að öllum fíkniefnum ætti að byggja á einni grundvallarspurningu: Hvernig getum við lágmarkað þann skaða sem áfengi og önnur fíkniefni valda? Við eigum að hætta að hugsa um fíkn og fíkniefni sem glæpi og hætta að breyta fíklum í glæpamenn. Við eigum að hætta að jaðarsetja viðkvæmasta fólk samfélagsins. Við þurfum að hjálpa börnunum okkar og hætta að senda þau í fangelsi. Við eigum að gera efnin sjálf minna skaðleg. Spírinn sem er keyptur úr skottinu á bíl og bruggaður við misjöfn skilyrði er mun hættulegri en það áfengi sem er selt út í búð. Það sama gildir um fíkniefnin sem eru ólögleg. Þau eru hættulegri vegna þess hvernig þau eru framleidd og seld. Fíkniefni hverfa ekki þegar þau eru bönnuð og þau hverfa ekki þegar þau eru leyfð en við getum losað okkur við glæpamennina. Á undanförnum árum hefur stjórnvöldum víða um heim orðið þetta ljóst og í hverju landinu á fætur öðru hefur löggjöfin breyst. Bannið leysir engin vandamál en býr til mörg ný sem versna og versna. Þannig hefur þetta gengið í 50 ár. Eigum við þá að halda banninu áfram og búast við einhverri annarri niðurstöðu? Stríðið sem við getum stoppað Við horfum reið og döpur á óbreytta borgara falla í átökum í Sýrlandi, Palestínu og Lýbíu. Hversu aum eru stjórnmálin að þetta skuli vera niðurstaðan? Og við erum full vanmáttar yfir því að geta ekkert gert til að stöðva mannfallið. Við getum hins vegar hætt stríðinu gegn okkur sjálfum. Það er pólitísk ákvörðun sem við getum tekið á morgun. Við getum breytt þessari ömurlögu löggjöf og byrjað að hjálpa fólki sem þarf á hjálp að halda í stað þess að breyta þeim í óvini. Nú þegar við sjáum ofbeldið magnast á götum borgarinnar þá er tækifæri til að hugsa þetta upp á nýtt. Þegar þú ert í stríði sem hefur staðið í heilan mannsaldur en situr uppi með ekkert nema ósigra og fórnarlömb, er þá ekki kominn tími til að leggja niður vopn?
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar