Lög og regla Hafi bjargað lífi foreldra sinna Svo virðist sem snarræði tíu ára drengs hafi bjargað lífi foreldra hans í sjóslysinu við Skarfaklett aðfaranótt laugardags. Björgunarsveitarmenn leita enn manns sem er saknað eftir slysið en sambýliskona hans fórst þegar báturinn sökk. Innlent 14.10.2005 06:42 21 rúða brotin í grunnskóla Sautján ára piltur braut 21 rúðu í Grunnskólanum í Borgarnesi. Guðbergur Guðmundsson, varðstjóri lögreglunnar í Borgarnesi, segir ákveðin ummerki í kringum skólann hafa gefið vísbendingar um hver hafi verið að verki. Innlent 14.10.2005 06:42 Ákveðið með frekari leit í dag Maðurinn sem saknað er eftir að skemmtibátur steytti á Skarfaskeri er enn ófundinn. Ákveðið verður með frekari leit með morgninum. Í gær leitaði fjöldi fólks mannsins. Björgunarskip sigldu um sundin og björgunarsveitarmenn gengu fjörur, allt frá Gróttu að Kjalarnesi. Þá leitaði fjöldi fólks á tugum smábáta á sundunum fyrir utan Reykjavík. Innlent 14.10.2005 06:41 Má ekki dreifa Enska boltanum einn Íslenska sjónvarpsfélagið braut gegn ákvörðun samkeppnisráðs frá því í vor með því að neita að afhenda Íslandsmiðli og Tengi hf. sjónvarpsmerki Enska boltans samkvæmt bráðabrigðaniðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Landssíminn hefur því ekki einkarétt til þess að dreifa Enska boltanum í fjarskiptakerfum fyrirtækisins. Innlent 14.10.2005 06:42 Greiða kostnað vegna kynsjúkdóma Veikist íslenskir sjómenn af klamidíu, sárasótt, lekanda, herpes eða öðrum kynsjúkdómum er það skráð í lög að sameiginlegir sjóðir landsmanna skuli greiða ferða- og sjúkrakostnað þeirra. Kynsjúkdómur sjómanns í útlöndum er þannig ekkert einkamál hans heldur mál allra skattborgara. Ekki er vitað til að aðrar stéttir njóti slíkra sérkjara. Innlent 14.10.2005 06:42 Leita þar sem báturinn sökk Leit að manninum sem saknað er eftir sjóslysið við Skarfaklett stendur enn yfir. Áherslan núna er á að leita neðansjávar þar sem báturinn sökk. Innlent 14.10.2005 06:41 Kærður fyrir að kasta vatni Skömmu fyrir miðnætti í gær veitti lögreglan því athygli þar sem maður var að kasta af sér vatni á miðri gangstétt við fjölfarna götu í Grindavík. Þegar lögregla gerði athugasemd við hann um hátternið kom í ljós að manninum þótti þetta ekki athugavert. Innlent 14.10.2005 06:41 Hrapaði ofan í Laxá Maður fékk höfuðáverka í gærdag er hann hrapaði í Laxá í Laxárdal. Jóhannes Björgvinsson, varðstjóri í Búðardal, fór á slysstað auk læknis og sjúkrabíls. Hann segir manninum hafa orðið fótaskortur ofarlega í brekku. Innlent 14.10.2005 06:41 Kviknaði í skála út frá kerti Kona fékk reykeitrun er eldur kviknaði í svefnskála fjórtan kvenna á Kárahnjúkum rétt eftir miðnætti í fyrrinótt. Á annan tug manna, sumar kvennanna og gestir þeirra, voru í skálanum. Innlent 14.10.2005 06:41 Mikill erill hjá lögreglu Mikill erill var hjá lögreglunni í Reykjavík í nótt og margir voru látnir gista fangageymslur. Að sögn lögreglunnar var í öllum tilvikum um minniháttar mál að ræða, fyrst og fremst ölvun og minniháttar pústra. Innlent 14.10.2005 06:41 Tvær líkamsárásir á Fáskrúðsfirði Tennur voru kýldar úr ungum manni sem stóð fyrir utan unglingadansleik á Fáskrúðsfirði aðfaranótt sunnudags. Lögreglan varð vitni að árásinni sem virtist tilhæfulaus. Innlent 14.10.2005 06:41 Tekinn með amfetamín Lögreglan í Keflavík hafði í nótt afskipti af gesti á veitingahúsi í Keflavík. Var hann grunaður um fíkniefnamisferli en við leit á honum fannst lítilræði af meintu amfetamíni. Honum var sleppt að lokinni skýrslutöku. Innlent 14.10.2005 06:41 Ölvaður á bíl með þýfi Sautján ára sjáanlega ölvaður ökumaður var handtekinn í Borgarnesi í gærmorgun eftir smávægilegt umferðaróhapp. Hann keyrði á umferðarskilti. Innlent 14.10.2005 06:41 Franskur ferðamaður fannst látinn Franskur ferðamaður sem leitað hafði verið að Fjallabaki fannst látinn um klukkan þrjú í gær. Í tilkynningu frá Landsbjörgu kemur fram að komið hafi verið auga á líkið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar í Markarfljóti fyrir neðan Húsadal í Þórsmörk. Innlent 14.10.2005 06:41 Sluppu vel úr árekstri í Njarðvík Allharður árekstur tveggja bíla varð á Njarðarbraut í Njarðvík um klukkan eitt aðfararnótt föstudags. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Keflavík voru ökumenn og farþegar bílanna fluttir með sjúkrabifreið á Heilbrigðsstofnun Suðurnesja til skoðunar, en meiðsl þeirra voru ekki talin alvarleg. Innlent 14.10.2005 06:41 Þrennt handtekið fyrir þjófnað Tveir menn voru handteknir fyrir þjófnað af lögreglunni í Reykjavík í nótt. Þá var kona handtekin af tveimur óeinkennisklæddum lögreglumönnum í sjoppu á bensínstöð í nótt en þeim þótti grunsamlegt hversu mikið hún verslaði þar. Innlent 14.10.2005 06:41 16 ára í haldi fram í október Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gær sextán ára pilt í gæsluvarðhald til 21. október eða þar til dómur fellur í máli hans. Pilturinn rændi ásamt fjórum öðrum tæplega tvítugum starfsmanni Bónuss á föstudaginn fyrir viku og daginn eftir voru þeir úrskurðaðir í sex daga gæsluvarðhald. Hinum fjórum hefur verið sleppt. Innlent 14.10.2005 06:41 Mátti berja mann Ísfirðingi á þrítugsaldri var ekki gerð refsing í Héraðsdómi Vestfjarða í gær fyrir að hafa slegið mann nokkrum sinnum í andlitið aðfaranótt sunnudagsins 13. febrúar síðastliðins. Innlent 14.10.2005 06:41 Bíleigandi fær ekki bætt tjón Maður á fertugsaldri fær ekki bætta rúmlega 2,5 milljón króna Audi-bifreið sem hann lánaði öðrum um mitt sumar árið 2002. Sá sem fékk bílinn lánaðan gjöreyðilagði hann með ofsaakstri um vegþrenginu á Laugavegi fyrir ofan Hlemm og skemmdi fjölda annarra bíla í leiðinni. Innlent 14.10.2005 06:41 Greiði kostnað vegna fingurbits Kona sem ákærð var fyrir að hafa bitið aðra manneskju í baugfingur á Ísafirði í mars var dæmd til að greiða 9.200 krónur í sakarkostnað í Héraðsdómi Vestfjarða í gær en þar sem hún hefur ekki gerst brotleg við lög áður var ákvörðun refsingar frestað skilorðsbundið í tvö ár. Innlent 14.10.2005 06:41 Þjófar gripnir glóðvolgir Tveir menn voru handteknir í Reykjavík á aðfararnótt föstudags fyrir árvekni starfsmanna Ríkislögreglustjóra sem tekið höfðu eftir golfsetti við bílageymsludyr embættisins. Innlent 14.10.2005 06:41 Beit konu í baugfingur Ákvörðun um refsingu rétt tæplega 26 ára gamallar konu var í gær frestað í Héraðsdómi Vestfjarða, en hún hafði verið kærð fyrir líkamsárás. Haldi konan skilorð í tvö ár fellur refsingin niður. Innlent 14.10.2005 06:41 Enginn áfellisdómur "Ég lít svo á að athugasemdir þær er dómendur hafa gert sé engin áfellisdómur yfir ákæruvaldinu enda vanda þeir til sinna verka," segir Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra. Innlent 14.10.2005 06:41 Góður dagur fyrir íslensku þjóðina "Þetta er góður dagur fyrir alla íslensku þjóðina og sérstaklega þá sem starfa innan Landhelgisgæslunar," sagði Georg Lárusson, forstjóri Landshelgisgæslunnar, en í gær tilkynnti Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, formlega um þriggja milljarða króna fjárstyrk til handa Gæslunni. Innlent 14.10.2005 06:41 Sýknaður en dæmdur í öryggisgæslu Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag karlmann á fertugsaldri af refsikröfu ákæruvaldsins, fyrir að ráðast á prófessor í réttarlæknisfræði fyrir utan heimili hans í apríl. Manninum er hins vegar gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun, vegna andlegs ástands hans. Innlent 14.10.2005 06:41 Ósakhæfur fluttur á Sogn Maður sem í apríl réðst á prófessor í réttarlæknisfræði eftir að hafa hótað honum og setið um hann var í gær dæmdur í öryggisgæslu og fluttur á réttargeðdeildina að Sogni í Ölfusi. Hann var talinn ósakhæfur og refsikröfum í málinu vísað frá. Innlent 14.10.2005 06:41 Dæmdur í gæsluvarðhaldi Sá sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið manni að bana á Hverfisgötu í ágúst var, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi fyrir skjalafals og hylmingu. Maðurinn er tuttugu og þriggja ára og hefur töluverðan sakaferil að baki. Innlent 14.10.2005 06:41 Íkveikjur í borginni í rannsókn Lögregla rannsakar enn íkveikjur í Reykjavík um síðustu helgi með tilliti til þess hvort brennuvargur eða brennuvargar hafi verið á ferð. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir íkveikjurannsóknir þess eðlis að það borgi sig að gefa sem minnst upp um gang þeirra meðan á þeim stendur. Innlent 14.10.2005 06:41 Drápsfangi fær 18 mánaða dóm Sigurður Freyr Kristmundsson, 23 ára gamall maður sem játað hefur að hafa banað manni með hnífi að morgni 19. ágúst, var í gær dæmdur í 18 mánaða fangelsi og sviptur ökuréttindum í mánuð fyrir margvísleg önnur brot. Sigurður situr í gæsluvarðhaldi vegna manndrápsins. Innlent 14.10.2005 06:41 Konu enn haldið sofandi Konu sem hlaut alvarleg brunasár og varð fyrir reykeitrun í eldsvoða í Stigahlíð í Reykjavík 27 ágúst síðastliðinn er enn haldið sofandi í öndunarvél. Innlent 14.10.2005 06:41 « ‹ 34 35 36 37 38 39 40 41 42 … 120 ›
Hafi bjargað lífi foreldra sinna Svo virðist sem snarræði tíu ára drengs hafi bjargað lífi foreldra hans í sjóslysinu við Skarfaklett aðfaranótt laugardags. Björgunarsveitarmenn leita enn manns sem er saknað eftir slysið en sambýliskona hans fórst þegar báturinn sökk. Innlent 14.10.2005 06:42
21 rúða brotin í grunnskóla Sautján ára piltur braut 21 rúðu í Grunnskólanum í Borgarnesi. Guðbergur Guðmundsson, varðstjóri lögreglunnar í Borgarnesi, segir ákveðin ummerki í kringum skólann hafa gefið vísbendingar um hver hafi verið að verki. Innlent 14.10.2005 06:42
Ákveðið með frekari leit í dag Maðurinn sem saknað er eftir að skemmtibátur steytti á Skarfaskeri er enn ófundinn. Ákveðið verður með frekari leit með morgninum. Í gær leitaði fjöldi fólks mannsins. Björgunarskip sigldu um sundin og björgunarsveitarmenn gengu fjörur, allt frá Gróttu að Kjalarnesi. Þá leitaði fjöldi fólks á tugum smábáta á sundunum fyrir utan Reykjavík. Innlent 14.10.2005 06:41
Má ekki dreifa Enska boltanum einn Íslenska sjónvarpsfélagið braut gegn ákvörðun samkeppnisráðs frá því í vor með því að neita að afhenda Íslandsmiðli og Tengi hf. sjónvarpsmerki Enska boltans samkvæmt bráðabrigðaniðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Landssíminn hefur því ekki einkarétt til þess að dreifa Enska boltanum í fjarskiptakerfum fyrirtækisins. Innlent 14.10.2005 06:42
Greiða kostnað vegna kynsjúkdóma Veikist íslenskir sjómenn af klamidíu, sárasótt, lekanda, herpes eða öðrum kynsjúkdómum er það skráð í lög að sameiginlegir sjóðir landsmanna skuli greiða ferða- og sjúkrakostnað þeirra. Kynsjúkdómur sjómanns í útlöndum er þannig ekkert einkamál hans heldur mál allra skattborgara. Ekki er vitað til að aðrar stéttir njóti slíkra sérkjara. Innlent 14.10.2005 06:42
Leita þar sem báturinn sökk Leit að manninum sem saknað er eftir sjóslysið við Skarfaklett stendur enn yfir. Áherslan núna er á að leita neðansjávar þar sem báturinn sökk. Innlent 14.10.2005 06:41
Kærður fyrir að kasta vatni Skömmu fyrir miðnætti í gær veitti lögreglan því athygli þar sem maður var að kasta af sér vatni á miðri gangstétt við fjölfarna götu í Grindavík. Þegar lögregla gerði athugasemd við hann um hátternið kom í ljós að manninum þótti þetta ekki athugavert. Innlent 14.10.2005 06:41
Hrapaði ofan í Laxá Maður fékk höfuðáverka í gærdag er hann hrapaði í Laxá í Laxárdal. Jóhannes Björgvinsson, varðstjóri í Búðardal, fór á slysstað auk læknis og sjúkrabíls. Hann segir manninum hafa orðið fótaskortur ofarlega í brekku. Innlent 14.10.2005 06:41
Kviknaði í skála út frá kerti Kona fékk reykeitrun er eldur kviknaði í svefnskála fjórtan kvenna á Kárahnjúkum rétt eftir miðnætti í fyrrinótt. Á annan tug manna, sumar kvennanna og gestir þeirra, voru í skálanum. Innlent 14.10.2005 06:41
Mikill erill hjá lögreglu Mikill erill var hjá lögreglunni í Reykjavík í nótt og margir voru látnir gista fangageymslur. Að sögn lögreglunnar var í öllum tilvikum um minniháttar mál að ræða, fyrst og fremst ölvun og minniháttar pústra. Innlent 14.10.2005 06:41
Tvær líkamsárásir á Fáskrúðsfirði Tennur voru kýldar úr ungum manni sem stóð fyrir utan unglingadansleik á Fáskrúðsfirði aðfaranótt sunnudags. Lögreglan varð vitni að árásinni sem virtist tilhæfulaus. Innlent 14.10.2005 06:41
Tekinn með amfetamín Lögreglan í Keflavík hafði í nótt afskipti af gesti á veitingahúsi í Keflavík. Var hann grunaður um fíkniefnamisferli en við leit á honum fannst lítilræði af meintu amfetamíni. Honum var sleppt að lokinni skýrslutöku. Innlent 14.10.2005 06:41
Ölvaður á bíl með þýfi Sautján ára sjáanlega ölvaður ökumaður var handtekinn í Borgarnesi í gærmorgun eftir smávægilegt umferðaróhapp. Hann keyrði á umferðarskilti. Innlent 14.10.2005 06:41
Franskur ferðamaður fannst látinn Franskur ferðamaður sem leitað hafði verið að Fjallabaki fannst látinn um klukkan þrjú í gær. Í tilkynningu frá Landsbjörgu kemur fram að komið hafi verið auga á líkið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar í Markarfljóti fyrir neðan Húsadal í Þórsmörk. Innlent 14.10.2005 06:41
Sluppu vel úr árekstri í Njarðvík Allharður árekstur tveggja bíla varð á Njarðarbraut í Njarðvík um klukkan eitt aðfararnótt föstudags. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Keflavík voru ökumenn og farþegar bílanna fluttir með sjúkrabifreið á Heilbrigðsstofnun Suðurnesja til skoðunar, en meiðsl þeirra voru ekki talin alvarleg. Innlent 14.10.2005 06:41
Þrennt handtekið fyrir þjófnað Tveir menn voru handteknir fyrir þjófnað af lögreglunni í Reykjavík í nótt. Þá var kona handtekin af tveimur óeinkennisklæddum lögreglumönnum í sjoppu á bensínstöð í nótt en þeim þótti grunsamlegt hversu mikið hún verslaði þar. Innlent 14.10.2005 06:41
16 ára í haldi fram í október Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gær sextán ára pilt í gæsluvarðhald til 21. október eða þar til dómur fellur í máli hans. Pilturinn rændi ásamt fjórum öðrum tæplega tvítugum starfsmanni Bónuss á föstudaginn fyrir viku og daginn eftir voru þeir úrskurðaðir í sex daga gæsluvarðhald. Hinum fjórum hefur verið sleppt. Innlent 14.10.2005 06:41
Mátti berja mann Ísfirðingi á þrítugsaldri var ekki gerð refsing í Héraðsdómi Vestfjarða í gær fyrir að hafa slegið mann nokkrum sinnum í andlitið aðfaranótt sunnudagsins 13. febrúar síðastliðins. Innlent 14.10.2005 06:41
Bíleigandi fær ekki bætt tjón Maður á fertugsaldri fær ekki bætta rúmlega 2,5 milljón króna Audi-bifreið sem hann lánaði öðrum um mitt sumar árið 2002. Sá sem fékk bílinn lánaðan gjöreyðilagði hann með ofsaakstri um vegþrenginu á Laugavegi fyrir ofan Hlemm og skemmdi fjölda annarra bíla í leiðinni. Innlent 14.10.2005 06:41
Greiði kostnað vegna fingurbits Kona sem ákærð var fyrir að hafa bitið aðra manneskju í baugfingur á Ísafirði í mars var dæmd til að greiða 9.200 krónur í sakarkostnað í Héraðsdómi Vestfjarða í gær en þar sem hún hefur ekki gerst brotleg við lög áður var ákvörðun refsingar frestað skilorðsbundið í tvö ár. Innlent 14.10.2005 06:41
Þjófar gripnir glóðvolgir Tveir menn voru handteknir í Reykjavík á aðfararnótt föstudags fyrir árvekni starfsmanna Ríkislögreglustjóra sem tekið höfðu eftir golfsetti við bílageymsludyr embættisins. Innlent 14.10.2005 06:41
Beit konu í baugfingur Ákvörðun um refsingu rétt tæplega 26 ára gamallar konu var í gær frestað í Héraðsdómi Vestfjarða, en hún hafði verið kærð fyrir líkamsárás. Haldi konan skilorð í tvö ár fellur refsingin niður. Innlent 14.10.2005 06:41
Enginn áfellisdómur "Ég lít svo á að athugasemdir þær er dómendur hafa gert sé engin áfellisdómur yfir ákæruvaldinu enda vanda þeir til sinna verka," segir Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra. Innlent 14.10.2005 06:41
Góður dagur fyrir íslensku þjóðina "Þetta er góður dagur fyrir alla íslensku þjóðina og sérstaklega þá sem starfa innan Landhelgisgæslunar," sagði Georg Lárusson, forstjóri Landshelgisgæslunnar, en í gær tilkynnti Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, formlega um þriggja milljarða króna fjárstyrk til handa Gæslunni. Innlent 14.10.2005 06:41
Sýknaður en dæmdur í öryggisgæslu Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag karlmann á fertugsaldri af refsikröfu ákæruvaldsins, fyrir að ráðast á prófessor í réttarlæknisfræði fyrir utan heimili hans í apríl. Manninum er hins vegar gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun, vegna andlegs ástands hans. Innlent 14.10.2005 06:41
Ósakhæfur fluttur á Sogn Maður sem í apríl réðst á prófessor í réttarlæknisfræði eftir að hafa hótað honum og setið um hann var í gær dæmdur í öryggisgæslu og fluttur á réttargeðdeildina að Sogni í Ölfusi. Hann var talinn ósakhæfur og refsikröfum í málinu vísað frá. Innlent 14.10.2005 06:41
Dæmdur í gæsluvarðhaldi Sá sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið manni að bana á Hverfisgötu í ágúst var, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi fyrir skjalafals og hylmingu. Maðurinn er tuttugu og þriggja ára og hefur töluverðan sakaferil að baki. Innlent 14.10.2005 06:41
Íkveikjur í borginni í rannsókn Lögregla rannsakar enn íkveikjur í Reykjavík um síðustu helgi með tilliti til þess hvort brennuvargur eða brennuvargar hafi verið á ferð. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir íkveikjurannsóknir þess eðlis að það borgi sig að gefa sem minnst upp um gang þeirra meðan á þeim stendur. Innlent 14.10.2005 06:41
Drápsfangi fær 18 mánaða dóm Sigurður Freyr Kristmundsson, 23 ára gamall maður sem játað hefur að hafa banað manni með hnífi að morgni 19. ágúst, var í gær dæmdur í 18 mánaða fangelsi og sviptur ökuréttindum í mánuð fyrir margvísleg önnur brot. Sigurður situr í gæsluvarðhaldi vegna manndrápsins. Innlent 14.10.2005 06:41
Konu enn haldið sofandi Konu sem hlaut alvarleg brunasár og varð fyrir reykeitrun í eldsvoða í Stigahlíð í Reykjavík 27 ágúst síðastliðinn er enn haldið sofandi í öndunarvél. Innlent 14.10.2005 06:41