Greiða kostnað vegna kynsjúkdóma 12. september 2005 00:01 Veikist íslenskir sjómenn af klamidíu, sárasótt, lekanda, herpes eða öðrum kynsjúkdómum er það skráð í lög að sameiginlegir sjóðir landsmanna skuli greiða ferða- og sjúkrakostnað þeirra. Kynsjúkdómur sjómanns í útlöndum er þannig ekkert einkamál hans heldur mál allra skattborgara. Ekki er vitað til að aðrar stéttir njóti slíkra sérkjara. Í Sjómannalögum segir að ef skipverji, sem er heimilisfastur á Íslandi, sé haldinn berklum eða kynsjúkdómi greiði ríkissjóður kostnað við umönnun og heimferð skipverjans. Sjómennskan er ekkert grín og hafa sjómannsins ástir og ævintýr orðið mörgum yrkisefni og einhverra hluta vegna er í því sambandi iðulega minnst á kærustur í hverri höfn. Erfitt er að segja til um hvort umrætt lagaákvæði hafa eitthvað með þá þjóðsögu að gera að sjómenn séu fjölþreifnari en til dæmis tannlæknar eða kennarar. Að sögn Helga Jóhannessonar, lögfræðings hjá Siglingastofnun, er þetta gamalt lagaákvæði, tekið beint úr dönskum lögum þar sem það er enn í gildi líkt og hér og svo hefur verið a.m.k frá því á fyrri hluta síðustu aldar. Það er á huldu af hverju kynsjúkdómar eru tilteknir sérstaklega, en Helgi segist geta sér til um að það sé vegna þess að á árum áður hafi kynsjúkdómar grasserað og dregið menn til dauða. Minnugustu menn segjast ekki muna til þess að á þetta lagaákvæði hafi reynt og litlar líkur eru á að það verði í bráð. Það á eingöngu við um sjómenn á íslenskum skipum sem orðin eru fá í alþjóðasiglingum. Til dæmis er allur floti Eimskipa og Samskipa skráður erlendis. Hins vegar má velta því fyrir sér hvort jafnræðisregla stjórnsýslulaga sem kveður á um að óheimilit sé að mismuna aðilum við úrlausn mála, meðal annars á grundvelli þjóðfélagsstöðu, geri það að verkum að það sama gildi um alla Íslendinga sem næla sér í kynsjúkdóm í útlöndum. Hvort ríkissjóði beri ekki að greiða kostnað við umönnun þeirra og ferðina heim. Samkvæmt upplýsingum frá samgönguráðuneytinu er það þó ekki svo gott. Aðstoðarmaður ráðherra segir að um sérlög sé að ræða sem eingöngu taki til sjómanna líkt og ákvæði um sjómannaafslátt sem ekki verða túlkuð yfir aðrar stéttir. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Veikist íslenskir sjómenn af klamidíu, sárasótt, lekanda, herpes eða öðrum kynsjúkdómum er það skráð í lög að sameiginlegir sjóðir landsmanna skuli greiða ferða- og sjúkrakostnað þeirra. Kynsjúkdómur sjómanns í útlöndum er þannig ekkert einkamál hans heldur mál allra skattborgara. Ekki er vitað til að aðrar stéttir njóti slíkra sérkjara. Í Sjómannalögum segir að ef skipverji, sem er heimilisfastur á Íslandi, sé haldinn berklum eða kynsjúkdómi greiði ríkissjóður kostnað við umönnun og heimferð skipverjans. Sjómennskan er ekkert grín og hafa sjómannsins ástir og ævintýr orðið mörgum yrkisefni og einhverra hluta vegna er í því sambandi iðulega minnst á kærustur í hverri höfn. Erfitt er að segja til um hvort umrætt lagaákvæði hafa eitthvað með þá þjóðsögu að gera að sjómenn séu fjölþreifnari en til dæmis tannlæknar eða kennarar. Að sögn Helga Jóhannessonar, lögfræðings hjá Siglingastofnun, er þetta gamalt lagaákvæði, tekið beint úr dönskum lögum þar sem það er enn í gildi líkt og hér og svo hefur verið a.m.k frá því á fyrri hluta síðustu aldar. Það er á huldu af hverju kynsjúkdómar eru tilteknir sérstaklega, en Helgi segist geta sér til um að það sé vegna þess að á árum áður hafi kynsjúkdómar grasserað og dregið menn til dauða. Minnugustu menn segjast ekki muna til þess að á þetta lagaákvæði hafi reynt og litlar líkur eru á að það verði í bráð. Það á eingöngu við um sjómenn á íslenskum skipum sem orðin eru fá í alþjóðasiglingum. Til dæmis er allur floti Eimskipa og Samskipa skráður erlendis. Hins vegar má velta því fyrir sér hvort jafnræðisregla stjórnsýslulaga sem kveður á um að óheimilit sé að mismuna aðilum við úrlausn mála, meðal annars á grundvelli þjóðfélagsstöðu, geri það að verkum að það sama gildi um alla Íslendinga sem næla sér í kynsjúkdóm í útlöndum. Hvort ríkissjóði beri ekki að greiða kostnað við umönnun þeirra og ferðina heim. Samkvæmt upplýsingum frá samgönguráðuneytinu er það þó ekki svo gott. Aðstoðarmaður ráðherra segir að um sérlög sé að ræða sem eingöngu taki til sjómanna líkt og ákvæði um sjómannaafslátt sem ekki verða túlkuð yfir aðrar stéttir.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira