Innlent

Sýknaður en dæmdur í öryggisgæslu

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag karlmann á fertugsaldri af refsikröfu ákæruvaldsins, fyrir að ráðast á prófessor í réttarlæknisfræði fyrir utan heimili hans í apríl. Manninum er hins vegar gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun, vegna andlegs ástands hans. Dómurinn segir orðrétt að ekki sé varhugavert að slá föstu, að andlegt ástand mannsins hafi verið það sjúkt á verknaðarstundu að hann hafi þá verið ófær um að stjórna gerðum sínum og sé því ósakhæfur. Maðurinn var hins vegar dæmdur til að greiða lækninum rúmar 310 þúsund krónur í bætur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×