Íslendingar erlendis

Fréttamynd

Ein stærstu félagsskipti Íslendinga í sögunni: „Eins og karlkyns leikmaður færi í Barcelona“

„Þetta er bara risastórt, maður óskar Söru innilega til hamingju með þetta og frábært fyrir okkur Íslendinga að eiga leikmann á þessu risastóra sviði. Þetta er besta félagslið í heimi í kvennaboltanum í dag, væri eins og einhver íslenskur karlleikmaður færi í Barcelona. Eins og Eiður Smári gerði á sínum tíma, segir Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi.

Fótbolti
Fréttamynd

Martin þýskur meistari

Martin Hermannsson og félagar hans í Alba Berlín eru þýskir meistarar í körfubolta eftir sigur á Ludwigsburg í síðari úrslitaleiknum, 75-74.

Körfubolti
Fréttamynd

Sara Björk þýskur meistari

Sara Björk Gunnarsdóttir er þýskur meistari enn eitt árið en liðið tryggði sér titilinn í dag með 2-0 sigri á Freiburg í 20. umferðinni en alls eru leiknar 22 umferðir.

Fótbolti
Fréttamynd

Finnar bjóða Ís­lendinga vel­komna

Finnsk stjórnvöld hafa opnað á ferðir einstaklinga frá sex löndum til Finnlands frá og með 15. júní næstkomandi. Ísland er eitt þeirra ríkja, en athygli vekur að grannlandið Svíþjóð er ekki á lista.

Erlent
Fréttamynd

Jón Axel fremstur allra Villikatta

Körfuboltamaðurinn Jón Axel Guðmundsson hlaut mikla viðurkenningu í dag þegar hann var valinn íþróttamaður ársins í Davidson-háskólanum í Bandaríkjunum.

Körfubolti