Björgólfur Thor og Davíð taka stökk á milljarðamæringalista Forbes Eiður Þór Árnason skrifar 6. apríl 2022 10:35 Björgólfur Thor Björgólfsson og Davíð Helgason þurfa ekki að brjóta sparibaukinn á næstunni. Samsett Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir tekur stökk á nýjum milljarðamæringalista Forbes og hækkar úr 1.444. sæti í það 1.238. milli ára. Forbes metur nú auðæfi Björgólfs Thors á 2,5 milljarða bandaríkjadala eða um 323 milljarða íslenskra króna. Aukast þau um 300 milljónir bandaríkjadala milli ára. Davíð Helgason, fjárfestir og einn stofnenda Unity Technologies, hækkar sömuleiðis á lista Forbes milli ára og fer úr 2.674. sæti í 2.448. en Forbes metur auð hans á 1,1 milljarð bandaríkjadala eða um 142 milljarðar íslenskrar króna. Davíð kom nýr inn á milljarðamæringalista Forbes í fyrra en áður prýddi Björgólfur Thor listann einn Íslendinga. Forbes áætlar að auður Davíðs aukist úr 1,0 milljarði í 1,1 milljarð bandaríkjadala milli ára en greint hefur verið frá því að hann hafi selt hluti í Unity fyrir fleiri milljarða króna í fyrra. Davíð stofnaði Unity ásamt Joachim og Dananum Nicholas Francis árið 2004. Í dag þróar fyrirtækið vinsælt leikjaumhverfi sem notað er til að þróa tölvuleiki og annan hugbúnað. Fyrirtækið hefur vaxið gríðarlega frá stofnun og er í dag eitt það stærsta á sínu sviði. Elon í fyrsta sinn á toppi listans Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX, situr efst á lista Forbes þetta árið með 219 milljarða bandaríkjadali en hann var í öðru sæti listans fyrir ári síðan og 31. árið 2020. Þetta er í fyrsta sinn sem Musk leiðir listann en á sama tíma fellur Jeff Bezos, stofnandi Amazon, niður í annað sæti með 171 milljarð bandaríkjadala. Í þriðja sæti situr Bernard Arnault og fjölskylda, eigendur tísku- og verslunarveldisins LVMH sem inniheldur meðal annars Louis Vuitton og Sephora. Næst á lista Forbes er Bill Gates, stofnandi Microsoft, en tvö ár eru síðan hann prýddi annað sæti listans. Fjárfestirinn Warren Buffett er fimmti ríkasti maður heims að mati Forbes og hækkar um eitt sæti. Hann er sagður hafa auðgast um 22 milljarða bandaríkjadali milli ára, eða andvirði um 2.840 milljarða íslenskra króna. Íslendingar erlendis Tækni Tengdar fréttir Davíð seldi í Unity fyrir 4,3 milljarða og hyggst nýta auðæfin í þágu loftslagsins Davíð Helgason, fjárfestir og einn stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, seldi hluti í félaginu fyrir um 1,7 milljarða króna í lok ágúst. 10. september 2021 14:22 Fyrirtæki Davíðs kaupir fyrirtæki Peters Jackson Hugbúnaðarfyrirtækið Unity Technologies ætlar að kaupa hluta tæknibrellufyrirtækisins WETA Digital. Leikstjórinn Peter Jackson stofnaði Weta á árum áður og fyrirtækið er hvað þekktast fyrir að hafa komið að tæknibrellunum í Lord of the Rings kvikmyndunum. 10. nóvember 2021 13:51 Davíð í Unity keypti glæsihýsi Skúla Mogensen af Arion Davíð Helgason, einn af stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, hefur keypt glæsihýsið við Hrólfsskálavör 2 á Seltjarnarnesi af Arion banka. Húsið, sem er eitt verðmætasta íbúðarhús landsins, var áður í eigu Skúla Mogensen, stofnanda og fyrrverandi forstjóra WOW air. 2. desember 2020 08:16 Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Davíð Helgason, fjárfestir og einn stofnenda Unity Technologies, hækkar sömuleiðis á lista Forbes milli ára og fer úr 2.674. sæti í 2.448. en Forbes metur auð hans á 1,1 milljarð bandaríkjadala eða um 142 milljarðar íslenskrar króna. Davíð kom nýr inn á milljarðamæringalista Forbes í fyrra en áður prýddi Björgólfur Thor listann einn Íslendinga. Forbes áætlar að auður Davíðs aukist úr 1,0 milljarði í 1,1 milljarð bandaríkjadala milli ára en greint hefur verið frá því að hann hafi selt hluti í Unity fyrir fleiri milljarða króna í fyrra. Davíð stofnaði Unity ásamt Joachim og Dananum Nicholas Francis árið 2004. Í dag þróar fyrirtækið vinsælt leikjaumhverfi sem notað er til að þróa tölvuleiki og annan hugbúnað. Fyrirtækið hefur vaxið gríðarlega frá stofnun og er í dag eitt það stærsta á sínu sviði. Elon í fyrsta sinn á toppi listans Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX, situr efst á lista Forbes þetta árið með 219 milljarða bandaríkjadali en hann var í öðru sæti listans fyrir ári síðan og 31. árið 2020. Þetta er í fyrsta sinn sem Musk leiðir listann en á sama tíma fellur Jeff Bezos, stofnandi Amazon, niður í annað sæti með 171 milljarð bandaríkjadala. Í þriðja sæti situr Bernard Arnault og fjölskylda, eigendur tísku- og verslunarveldisins LVMH sem inniheldur meðal annars Louis Vuitton og Sephora. Næst á lista Forbes er Bill Gates, stofnandi Microsoft, en tvö ár eru síðan hann prýddi annað sæti listans. Fjárfestirinn Warren Buffett er fimmti ríkasti maður heims að mati Forbes og hækkar um eitt sæti. Hann er sagður hafa auðgast um 22 milljarða bandaríkjadali milli ára, eða andvirði um 2.840 milljarða íslenskra króna.
Íslendingar erlendis Tækni Tengdar fréttir Davíð seldi í Unity fyrir 4,3 milljarða og hyggst nýta auðæfin í þágu loftslagsins Davíð Helgason, fjárfestir og einn stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, seldi hluti í félaginu fyrir um 1,7 milljarða króna í lok ágúst. 10. september 2021 14:22 Fyrirtæki Davíðs kaupir fyrirtæki Peters Jackson Hugbúnaðarfyrirtækið Unity Technologies ætlar að kaupa hluta tæknibrellufyrirtækisins WETA Digital. Leikstjórinn Peter Jackson stofnaði Weta á árum áður og fyrirtækið er hvað þekktast fyrir að hafa komið að tæknibrellunum í Lord of the Rings kvikmyndunum. 10. nóvember 2021 13:51 Davíð í Unity keypti glæsihýsi Skúla Mogensen af Arion Davíð Helgason, einn af stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, hefur keypt glæsihýsið við Hrólfsskálavör 2 á Seltjarnarnesi af Arion banka. Húsið, sem er eitt verðmætasta íbúðarhús landsins, var áður í eigu Skúla Mogensen, stofnanda og fyrrverandi forstjóra WOW air. 2. desember 2020 08:16 Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Davíð seldi í Unity fyrir 4,3 milljarða og hyggst nýta auðæfin í þágu loftslagsins Davíð Helgason, fjárfestir og einn stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, seldi hluti í félaginu fyrir um 1,7 milljarða króna í lok ágúst. 10. september 2021 14:22
Fyrirtæki Davíðs kaupir fyrirtæki Peters Jackson Hugbúnaðarfyrirtækið Unity Technologies ætlar að kaupa hluta tæknibrellufyrirtækisins WETA Digital. Leikstjórinn Peter Jackson stofnaði Weta á árum áður og fyrirtækið er hvað þekktast fyrir að hafa komið að tæknibrellunum í Lord of the Rings kvikmyndunum. 10. nóvember 2021 13:51
Davíð í Unity keypti glæsihýsi Skúla Mogensen af Arion Davíð Helgason, einn af stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, hefur keypt glæsihýsið við Hrólfsskálavör 2 á Seltjarnarnesi af Arion banka. Húsið, sem er eitt verðmætasta íbúðarhús landsins, var áður í eigu Skúla Mogensen, stofnanda og fyrrverandi forstjóra WOW air. 2. desember 2020 08:16