Björgólfur Thor og Davíð taka stökk á milljarðamæringalista Forbes Eiður Þór Árnason skrifar 6. apríl 2022 10:35 Björgólfur Thor Björgólfsson og Davíð Helgason þurfa ekki að brjóta sparibaukinn á næstunni. Samsett Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir tekur stökk á nýjum milljarðamæringalista Forbes og hækkar úr 1.444. sæti í það 1.238. milli ára. Forbes metur nú auðæfi Björgólfs Thors á 2,5 milljarða bandaríkjadala eða um 323 milljarða íslenskra króna. Aukast þau um 300 milljónir bandaríkjadala milli ára. Davíð Helgason, fjárfestir og einn stofnenda Unity Technologies, hækkar sömuleiðis á lista Forbes milli ára og fer úr 2.674. sæti í 2.448. en Forbes metur auð hans á 1,1 milljarð bandaríkjadala eða um 142 milljarðar íslenskrar króna. Davíð kom nýr inn á milljarðamæringalista Forbes í fyrra en áður prýddi Björgólfur Thor listann einn Íslendinga. Forbes áætlar að auður Davíðs aukist úr 1,0 milljarði í 1,1 milljarð bandaríkjadala milli ára en greint hefur verið frá því að hann hafi selt hluti í Unity fyrir fleiri milljarða króna í fyrra. Davíð stofnaði Unity ásamt Joachim og Dananum Nicholas Francis árið 2004. Í dag þróar fyrirtækið vinsælt leikjaumhverfi sem notað er til að þróa tölvuleiki og annan hugbúnað. Fyrirtækið hefur vaxið gríðarlega frá stofnun og er í dag eitt það stærsta á sínu sviði. Elon í fyrsta sinn á toppi listans Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX, situr efst á lista Forbes þetta árið með 219 milljarða bandaríkjadali en hann var í öðru sæti listans fyrir ári síðan og 31. árið 2020. Þetta er í fyrsta sinn sem Musk leiðir listann en á sama tíma fellur Jeff Bezos, stofnandi Amazon, niður í annað sæti með 171 milljarð bandaríkjadala. Í þriðja sæti situr Bernard Arnault og fjölskylda, eigendur tísku- og verslunarveldisins LVMH sem inniheldur meðal annars Louis Vuitton og Sephora. Næst á lista Forbes er Bill Gates, stofnandi Microsoft, en tvö ár eru síðan hann prýddi annað sæti listans. Fjárfestirinn Warren Buffett er fimmti ríkasti maður heims að mati Forbes og hækkar um eitt sæti. Hann er sagður hafa auðgast um 22 milljarða bandaríkjadali milli ára, eða andvirði um 2.840 milljarða íslenskra króna. Íslendingar erlendis Tækni Tengdar fréttir Davíð seldi í Unity fyrir 4,3 milljarða og hyggst nýta auðæfin í þágu loftslagsins Davíð Helgason, fjárfestir og einn stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, seldi hluti í félaginu fyrir um 1,7 milljarða króna í lok ágúst. 10. september 2021 14:22 Fyrirtæki Davíðs kaupir fyrirtæki Peters Jackson Hugbúnaðarfyrirtækið Unity Technologies ætlar að kaupa hluta tæknibrellufyrirtækisins WETA Digital. Leikstjórinn Peter Jackson stofnaði Weta á árum áður og fyrirtækið er hvað þekktast fyrir að hafa komið að tæknibrellunum í Lord of the Rings kvikmyndunum. 10. nóvember 2021 13:51 Davíð í Unity keypti glæsihýsi Skúla Mogensen af Arion Davíð Helgason, einn af stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, hefur keypt glæsihýsið við Hrólfsskálavör 2 á Seltjarnarnesi af Arion banka. Húsið, sem er eitt verðmætasta íbúðarhús landsins, var áður í eigu Skúla Mogensen, stofnanda og fyrrverandi forstjóra WOW air. 2. desember 2020 08:16 Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Sjá meira
Davíð Helgason, fjárfestir og einn stofnenda Unity Technologies, hækkar sömuleiðis á lista Forbes milli ára og fer úr 2.674. sæti í 2.448. en Forbes metur auð hans á 1,1 milljarð bandaríkjadala eða um 142 milljarðar íslenskrar króna. Davíð kom nýr inn á milljarðamæringalista Forbes í fyrra en áður prýddi Björgólfur Thor listann einn Íslendinga. Forbes áætlar að auður Davíðs aukist úr 1,0 milljarði í 1,1 milljarð bandaríkjadala milli ára en greint hefur verið frá því að hann hafi selt hluti í Unity fyrir fleiri milljarða króna í fyrra. Davíð stofnaði Unity ásamt Joachim og Dananum Nicholas Francis árið 2004. Í dag þróar fyrirtækið vinsælt leikjaumhverfi sem notað er til að þróa tölvuleiki og annan hugbúnað. Fyrirtækið hefur vaxið gríðarlega frá stofnun og er í dag eitt það stærsta á sínu sviði. Elon í fyrsta sinn á toppi listans Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX, situr efst á lista Forbes þetta árið með 219 milljarða bandaríkjadali en hann var í öðru sæti listans fyrir ári síðan og 31. árið 2020. Þetta er í fyrsta sinn sem Musk leiðir listann en á sama tíma fellur Jeff Bezos, stofnandi Amazon, niður í annað sæti með 171 milljarð bandaríkjadala. Í þriðja sæti situr Bernard Arnault og fjölskylda, eigendur tísku- og verslunarveldisins LVMH sem inniheldur meðal annars Louis Vuitton og Sephora. Næst á lista Forbes er Bill Gates, stofnandi Microsoft, en tvö ár eru síðan hann prýddi annað sæti listans. Fjárfestirinn Warren Buffett er fimmti ríkasti maður heims að mati Forbes og hækkar um eitt sæti. Hann er sagður hafa auðgast um 22 milljarða bandaríkjadali milli ára, eða andvirði um 2.840 milljarða íslenskra króna.
Íslendingar erlendis Tækni Tengdar fréttir Davíð seldi í Unity fyrir 4,3 milljarða og hyggst nýta auðæfin í þágu loftslagsins Davíð Helgason, fjárfestir og einn stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, seldi hluti í félaginu fyrir um 1,7 milljarða króna í lok ágúst. 10. september 2021 14:22 Fyrirtæki Davíðs kaupir fyrirtæki Peters Jackson Hugbúnaðarfyrirtækið Unity Technologies ætlar að kaupa hluta tæknibrellufyrirtækisins WETA Digital. Leikstjórinn Peter Jackson stofnaði Weta á árum áður og fyrirtækið er hvað þekktast fyrir að hafa komið að tæknibrellunum í Lord of the Rings kvikmyndunum. 10. nóvember 2021 13:51 Davíð í Unity keypti glæsihýsi Skúla Mogensen af Arion Davíð Helgason, einn af stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, hefur keypt glæsihýsið við Hrólfsskálavör 2 á Seltjarnarnesi af Arion banka. Húsið, sem er eitt verðmætasta íbúðarhús landsins, var áður í eigu Skúla Mogensen, stofnanda og fyrrverandi forstjóra WOW air. 2. desember 2020 08:16 Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Sjá meira
Davíð seldi í Unity fyrir 4,3 milljarða og hyggst nýta auðæfin í þágu loftslagsins Davíð Helgason, fjárfestir og einn stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, seldi hluti í félaginu fyrir um 1,7 milljarða króna í lok ágúst. 10. september 2021 14:22
Fyrirtæki Davíðs kaupir fyrirtæki Peters Jackson Hugbúnaðarfyrirtækið Unity Technologies ætlar að kaupa hluta tæknibrellufyrirtækisins WETA Digital. Leikstjórinn Peter Jackson stofnaði Weta á árum áður og fyrirtækið er hvað þekktast fyrir að hafa komið að tæknibrellunum í Lord of the Rings kvikmyndunum. 10. nóvember 2021 13:51
Davíð í Unity keypti glæsihýsi Skúla Mogensen af Arion Davíð Helgason, einn af stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, hefur keypt glæsihýsið við Hrólfsskálavör 2 á Seltjarnarnesi af Arion banka. Húsið, sem er eitt verðmætasta íbúðarhús landsins, var áður í eigu Skúla Mogensen, stofnanda og fyrrverandi forstjóra WOW air. 2. desember 2020 08:16