Íslendingar erlendis

Fréttamynd

Alexandra Sif í tökum með lagahöfundi Beyoncé

Alexandra Sif Tryggvadóttir vinnur hjá stórfyrirtækinu Spotify og er búsett í sólríku Los Angeles. Hún er að gera öfluga hluti vestanhafs í ýmsum verkefnum og öðlaðist það eftirsótta tækifæri að fá að sækja sérstakan fjölmiðla dag fyrir Óskarsverðlaunahátíðina. Blaðamaður hafði samband við Alexöndru og tók púlsinn á stemningunni svona rétt fyrir Óskarinn. 

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Stökkið: Vírusinn reyndist vera atvinnutilboð

Axel Þorsteinsson er búsettur í Kúveit eftir að hafa upphaflega flutt til Dubai árið 2016 þar sem hann starfar sem sérhæfður bakari. Axel býr úti með hundinum sínum Murphy og hélt fyrst að um vírus væri að ræða þegar hann var uppgötvaður á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Björn Ingi keypti sér miða til Úkraínu aðra leið

Björn Ingi Hrafnsson blaðamaður er kominn til Úkraínu. Tilgangur fararinnar er að kynna sér aðstæður, viða að sér efni sem hann mun gera grein fyrir á miðli sínum Viljanum, samfélagsmiðlum eftir atvikum og jafnvel fjalla um þetta í bók ef vill.

Innlent
Fréttamynd

Lýsir svakalegri sprengingu um fimmleytið

Úkraínumenn höfnuðu í morgun kröfu Rússa um að leggja niður vopn í Mariupól og láta borgina af hendi. Minnst sex eru sagðir hafa látist í árás Rússa á verslunarmiðstöð í Kænugarði í nótt, þar sem útgöngubanni verður komið á í kvöld. Íslendingur í Kænugarði segir borgarbúa enn þá fulla baráttuanda, þrátt fyrir nær linnulausar sprengingar.

Erlent
Fréttamynd

Má ekki yfirgefa háskólasvæðið nema í brýnni neyð vegna Covid

Heilu hverfunum í stórborgum Kína hefur verið lokað af vegna ómíkron bylgju sem ríður yfir landið og ógnar markmiðum um að koma algjörlega í veg fyrir útbreiðslu veirunnar. Íslensk kona í Shanghai má ekki yfirgefa háskólasvæðið nema í brýnni neyð og segir engan í kringum sig hafa smitast af covid.

Innlent
Fréttamynd

Íslenska súrdeigsveldið í Prag stækkar

„Við vorum næstum því í þeim sporum að geta orðið gjaldþrota áður en við opnum,” segir Davíð Arnórsson bakari sem á og rekur bakarískeðjuna Artic bakehouse í Prag ásamt viðskiptafélaga sínum Guðbjarti Guðbjartssyni.

Lífið
Fréttamynd

Jóhannes Björn er látinn

Jóhannes Björn Lúðvíksson, rithöfundur og samfélagsrýnir, varð bráðkvaddur á heimili sínu í New York borg í Bandaríkjunum að morgni sunnudagsins 13. mars síðastliðinn. 

Innlent
Fréttamynd

Stökkið: „Ég gæti aldrei flutt aftur til Íslands“

Al­ex­andra Björg­vins­dótt­ir er búsett í Zürich í Sviss þar sem hún hefur verið í tæp tvö ár og segir þau bestu tvö ár lífs síns. Í dag rekur hún fyrirtækið Travel By ABB þar sem hún hjálpar öðrum að skoða heiminn og uppgötva nýja staði.

Lífið
Fréttamynd

Loks á heim­­leið eftir langa bið og flutning á hræði­legt hótel

Fimmtán kvenna hópur sem lagði af stað í hjólaferð til Spánar fyrir tæpum tveimur vikum segir farir sínar hreint ekki sléttar eftir viðskipti við flugfélagið Vueling. Hópurinn átti að koma heim til Íslands síðasta mánudag en flugi þeirra var ítrekað frestað vegna veðurs. Steininn tók síðan úr í dag þegar flugfélagið flutti hópinn á hótel í skötulíki, mun fjær flugvellinum en hótelið sem hann hafði dvalið á fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Fann vel fyrir skjálftanum og segir hann hafa rifjað upp slæmar minningar

Fjórir létust og rúmlega hundrað særðust þegar skjálfti af stærðinni 7,4 reið yfir norðausturhluta Japans í gær en skjálftinn fannst víða í Japan. Íslendingur sem hefur verið búsettur í Japan í nokkur ár fann fyrir skjálftanum í Tókýó og segir hann hafa minnt marga á skjálftann stóra árið 2011, enda aðeins vika síðan ellefu ár voru liðin frá skjálftanum.

Erlent
Fréttamynd

Ræddu jafn­rétti á Íslandi og forsetinn hringdi í móður Elizu

Eliza Reid hitti forsetahjónin Jill og Joe Biden þar sem jafnréttismál voru í brennidepli en forsetinn bauð henni til að mynda upp á svið til að ræða jafnréttismál á viðburði í Hvíta húsinu. Hún segir hjónin hafa verið mjög vingjarnleg en Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi til að mynda í móður Elizu. 

Innlent
Fréttamynd

Nökkvi Fjalar og Embla Wigum í paraferð í París

Parið Nökkvi Fjalar og Embla Wigum skelltu sér í paraferð til Parísar þar sem þau eru stödd þessa dagana að njóta borg ástarinnar. Parið byrjaði nýlega saman eftir að hafa upphaflega flutt til London sem vinir og viðskiptafélagar. 

Lífið
Fréttamynd

For­seta­frúin fundaði með Joe og Jill Biden

Eliza Reid forsetafrú fundaði með Jill Biden, forsetafrú Bandaríkjanna um jafnréttismál í Hvíta húsinu í Washington í dag. Eiginmaður Jill, sjálfur Bandaríkjaforseti, kom einnig til fundarins og ræddi við Elizu.

Innlent
Fréttamynd

Vöknuðu við mestu sprengingarnar í rúma viku

Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og íbúi í Kænugarði og eiginkona hans Mariika vöknuðu við miklar sprengingar og læti klukkan fimm í nótt. Hann segir þetta mestu sprengingarnar í borginni í heila viku. 

Innlent
Fréttamynd

„Úkraínumönnum gengur mjög vel þegar þeir fá að vera í friði“

Margeir Pétursson, hluthafi í úkraínska bankanum Bank Lviv til sextán ára, segir að Úkraínu gangi vel þegar landið er laust við ytri áföll. Töluverður árangur, einkum vegna aðhalds frá alþjóðastofnunum, hefur náðst í því að draga úr spillingu, sem er að hans sögn stærsta efnahagslega vandamál Úkraínu.

Innherji
Fréttamynd

Lífið þarf að vera spennandi áskorun

„Maður þarf náttúrlega að hafa einhvern tilgang í lífinu en það þarf að vera eitthvað sem er spennandi, sem er áskorun eða áhætta til að þetta verði ekki alltaf sami hversdagurinn,“ svaraði Egill Þorri Steingrímsson þegar hann var spurður um hvað veitti honum hamingju.

Lífið
Fréttamynd

Lokaður inni í átta fermetra gámi í viku

Eftir þrotlausa vinnu, undirbúning og æfingar mátti skíðakappinn Sturla Snær Snorrason sætta sig við að verja meirihluta tíma síns á Ólympíuleikunum lokaður inni í átta fermetra gluggalausum gámi eftir að hafa greinst með covid smit á versta mögulega tíma.

Lífið