Var nýmættur til Hong Kong þegar fellibylurinn skall á Bjarki Sigurðsson skrifar 2. september 2023 19:11 Óttar Ómarsson er staddur í Hong Kong sem skiptinemi. Einn er látinn eftir að fellibylurinn Saola gekk yfir suðausturströnd Kína. Íslenskur skiptinemi í Hong Kong segist aldrei hafa séð annað eins veður og síðastliðna nótt. Allt sem ekki var fest niður með keðju hafi flogið af stað, meira að segja tré. Fellibylurinn Saola gekk yfir suðausturströnd Kína í gær og síðastliðna nótt. Gefin var út svokölluð T10 viðvörun vegna hans en um er að ræða hæstu viðvörun kínverskra yfirvalda vegna fellibylja. Óttar Ómarsson er skiptinemi við Polytechnic-háskólann í sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong sem er á suðausturströndinni. Hann kom til borgarinnar á mánudaginn og því ekki búinn með fyrstu vikuna þegar bylurinn skall á. Klippa: Veðurofsi „Í gærkvöldi þá fór maður virkilega að sjá tré fljúga út um allt, enginn var á vappi. Eina sem maður sá voru sjúkrabílar að fara á milli. Allt sem var ekki fest með keðju eða reipi, það var bara á flugi um bæinn allan. Sérstaklega tré,“ segir Óttar. Allt það besta í búðinni klárað Hann er búsettur á sextándu hæð í blokk og fann vel fyrir því þegar vindurinn skall á húsinu. Sem betur fer brotnaði þó enginn gluggi en nemendur skólans höfðu verið varaðir við því. Svona leit borgin út í morgun eftir fellibylinn.Óttar Ómarsson „Svo var okkur sagt að fara að kaupa í matinn daginn áður, svipað eins og þetta var í Covid. Þá forum við á fimmtudagskvöld og það var alveg pakkað í búðunum. Tvö hundruð manna raðir og allir ávextirnir búnir. Það var reyndar nóg af klósettpappír. En allir núðlupakkarnir voru búnir, góðu „dumplings-arnir“ og bananarnir voru búnir. Ég var mjög leiður yfir því. Svo hamstrar maður í rauninni og gerir það sem manni var sagt,“ segir Óttar. Einhver tré höfðu verið rifin upp með rótum.Óttar Ómarsson Byggingin hreyfðist Honum tókst að sofa ágætlega í nótt þrátt fyrir að hafa vaknað nokkrum sinnum. „Maður hugsaði alveg, vó getur byggingin ekki staðist. Hún var smá að hreyfast. En það gerðist ekkert. Ég vaknaði einu sinni eða tvisvar. Maður dottaði aðeins en þetta var verst um miðja nótt,“ segir Óttar. Kína Íslendingar erlendis Hong Kong Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Fellibylurinn Saola gekk yfir suðausturströnd Kína í gær og síðastliðna nótt. Gefin var út svokölluð T10 viðvörun vegna hans en um er að ræða hæstu viðvörun kínverskra yfirvalda vegna fellibylja. Óttar Ómarsson er skiptinemi við Polytechnic-háskólann í sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong sem er á suðausturströndinni. Hann kom til borgarinnar á mánudaginn og því ekki búinn með fyrstu vikuna þegar bylurinn skall á. Klippa: Veðurofsi „Í gærkvöldi þá fór maður virkilega að sjá tré fljúga út um allt, enginn var á vappi. Eina sem maður sá voru sjúkrabílar að fara á milli. Allt sem var ekki fest með keðju eða reipi, það var bara á flugi um bæinn allan. Sérstaklega tré,“ segir Óttar. Allt það besta í búðinni klárað Hann er búsettur á sextándu hæð í blokk og fann vel fyrir því þegar vindurinn skall á húsinu. Sem betur fer brotnaði þó enginn gluggi en nemendur skólans höfðu verið varaðir við því. Svona leit borgin út í morgun eftir fellibylinn.Óttar Ómarsson „Svo var okkur sagt að fara að kaupa í matinn daginn áður, svipað eins og þetta var í Covid. Þá forum við á fimmtudagskvöld og það var alveg pakkað í búðunum. Tvö hundruð manna raðir og allir ávextirnir búnir. Það var reyndar nóg af klósettpappír. En allir núðlupakkarnir voru búnir, góðu „dumplings-arnir“ og bananarnir voru búnir. Ég var mjög leiður yfir því. Svo hamstrar maður í rauninni og gerir það sem manni var sagt,“ segir Óttar. Einhver tré höfðu verið rifin upp með rótum.Óttar Ómarsson Byggingin hreyfðist Honum tókst að sofa ágætlega í nótt þrátt fyrir að hafa vaknað nokkrum sinnum. „Maður hugsaði alveg, vó getur byggingin ekki staðist. Hún var smá að hreyfast. En það gerðist ekkert. Ég vaknaði einu sinni eða tvisvar. Maður dottaði aðeins en þetta var verst um miðja nótt,“ segir Óttar.
Kína Íslendingar erlendis Hong Kong Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira