Var nýmættur til Hong Kong þegar fellibylurinn skall á Bjarki Sigurðsson skrifar 2. september 2023 19:11 Óttar Ómarsson er staddur í Hong Kong sem skiptinemi. Einn er látinn eftir að fellibylurinn Saola gekk yfir suðausturströnd Kína. Íslenskur skiptinemi í Hong Kong segist aldrei hafa séð annað eins veður og síðastliðna nótt. Allt sem ekki var fest niður með keðju hafi flogið af stað, meira að segja tré. Fellibylurinn Saola gekk yfir suðausturströnd Kína í gær og síðastliðna nótt. Gefin var út svokölluð T10 viðvörun vegna hans en um er að ræða hæstu viðvörun kínverskra yfirvalda vegna fellibylja. Óttar Ómarsson er skiptinemi við Polytechnic-háskólann í sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong sem er á suðausturströndinni. Hann kom til borgarinnar á mánudaginn og því ekki búinn með fyrstu vikuna þegar bylurinn skall á. Klippa: Veðurofsi „Í gærkvöldi þá fór maður virkilega að sjá tré fljúga út um allt, enginn var á vappi. Eina sem maður sá voru sjúkrabílar að fara á milli. Allt sem var ekki fest með keðju eða reipi, það var bara á flugi um bæinn allan. Sérstaklega tré,“ segir Óttar. Allt það besta í búðinni klárað Hann er búsettur á sextándu hæð í blokk og fann vel fyrir því þegar vindurinn skall á húsinu. Sem betur fer brotnaði þó enginn gluggi en nemendur skólans höfðu verið varaðir við því. Svona leit borgin út í morgun eftir fellibylinn.Óttar Ómarsson „Svo var okkur sagt að fara að kaupa í matinn daginn áður, svipað eins og þetta var í Covid. Þá forum við á fimmtudagskvöld og það var alveg pakkað í búðunum. Tvö hundruð manna raðir og allir ávextirnir búnir. Það var reyndar nóg af klósettpappír. En allir núðlupakkarnir voru búnir, góðu „dumplings-arnir“ og bananarnir voru búnir. Ég var mjög leiður yfir því. Svo hamstrar maður í rauninni og gerir það sem manni var sagt,“ segir Óttar. Einhver tré höfðu verið rifin upp með rótum.Óttar Ómarsson Byggingin hreyfðist Honum tókst að sofa ágætlega í nótt þrátt fyrir að hafa vaknað nokkrum sinnum. „Maður hugsaði alveg, vó getur byggingin ekki staðist. Hún var smá að hreyfast. En það gerðist ekkert. Ég vaknaði einu sinni eða tvisvar. Maður dottaði aðeins en þetta var verst um miðja nótt,“ segir Óttar. Kína Íslendingar erlendis Hong Kong Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Sjá meira
Fellibylurinn Saola gekk yfir suðausturströnd Kína í gær og síðastliðna nótt. Gefin var út svokölluð T10 viðvörun vegna hans en um er að ræða hæstu viðvörun kínverskra yfirvalda vegna fellibylja. Óttar Ómarsson er skiptinemi við Polytechnic-háskólann í sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong sem er á suðausturströndinni. Hann kom til borgarinnar á mánudaginn og því ekki búinn með fyrstu vikuna þegar bylurinn skall á. Klippa: Veðurofsi „Í gærkvöldi þá fór maður virkilega að sjá tré fljúga út um allt, enginn var á vappi. Eina sem maður sá voru sjúkrabílar að fara á milli. Allt sem var ekki fest með keðju eða reipi, það var bara á flugi um bæinn allan. Sérstaklega tré,“ segir Óttar. Allt það besta í búðinni klárað Hann er búsettur á sextándu hæð í blokk og fann vel fyrir því þegar vindurinn skall á húsinu. Sem betur fer brotnaði þó enginn gluggi en nemendur skólans höfðu verið varaðir við því. Svona leit borgin út í morgun eftir fellibylinn.Óttar Ómarsson „Svo var okkur sagt að fara að kaupa í matinn daginn áður, svipað eins og þetta var í Covid. Þá forum við á fimmtudagskvöld og það var alveg pakkað í búðunum. Tvö hundruð manna raðir og allir ávextirnir búnir. Það var reyndar nóg af klósettpappír. En allir núðlupakkarnir voru búnir, góðu „dumplings-arnir“ og bananarnir voru búnir. Ég var mjög leiður yfir því. Svo hamstrar maður í rauninni og gerir það sem manni var sagt,“ segir Óttar. Einhver tré höfðu verið rifin upp með rótum.Óttar Ómarsson Byggingin hreyfðist Honum tókst að sofa ágætlega í nótt þrátt fyrir að hafa vaknað nokkrum sinnum. „Maður hugsaði alveg, vó getur byggingin ekki staðist. Hún var smá að hreyfast. En það gerðist ekkert. Ég vaknaði einu sinni eða tvisvar. Maður dottaði aðeins en þetta var verst um miðja nótt,“ segir Óttar.
Kína Íslendingar erlendis Hong Kong Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Sjá meira