Skógareldar á Tenerife: „Þetta er búið að breiðast svo hratt út í dag“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. ágúst 2023 19:11 Svali eða Sigvaldi Kaldalóns rekur ferðaþjónustu á Tenerife. Hann segir hræðilegt að horfa upp á furuskóginn brenna. vísir/Magnús Hlynur Stjórnlausir skógareldar loga á Tenerife og Íslendingur á eyjunni segist fá illt í hjartað þegar hann hugsar til bænda og íbúa á svæðinu sem brennur. Fólk í „ferðamannabúbblunni“ á suðurhluta Tenerife verði þó ekki vart við ástandið. Eldarnir loga við fjallið Teide á norðausturhluta eyjunnar, líkt og sést á þessu kortinu hér fyrir neðan. Þeir eru því ansi langt frá Amerísku ströndinni þar sem talið er að um tvö þúsund Íslendingar séu að jafnaði í viku hverri. Ekki er talin hætta á því að eldurinn breiðist þangað. „Eldurinn er fyrst og fremst í furuskóginum sem er töluvert ofar, alveg í þúsund metra hæð. Það er mikið minna fyrir eldinn til að brenna hérna suður frá,“ segir Sigvaldi Kaldalóns, sem er búsettur á Tenerife og rekur þar ferðaþjónustu. Hann segir hafa fengið fjölmargar fyrirspurnir frá Íslendingum á leið til eyjunnar sem hafi áhyggjur af stöðu mála en bendir á að eldarnir hafi lítil sem engin áhrif á fólk í „ferðamannabúbblunni“ á suðurhluta Tenerife. Skógurinn lífæð fyrir eyjuna Eldurinn virðist stjórnlaus upp til fjalla og um fjögur þúsund íbúar nokkurra þorpa hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Slökkvistörf eru flókin þar sem eldurinn logar í bröttum gilum og jaðar skógareldanna mældist í dag um þrjátíu kílómetrar. „Þetta er búið að breiðast svo hratt út í dag. Það er svo ofboðslega heitt, það er um þrjátíu stiga hiti og enginn raki í loftinu. Og vindáttin er óhagstæð fyrir slökkvilið og herinn og alla þá sem eru að berjast við eldana. Þannig þeir hafa raunverulegar áhyggjur af því að fólk í þessum litlu þorpum og sveitarbæjum uppi í fjöllum sé bara í stórkostlegri hættu,“ segir Svali. Jaðar skógareldanna mælist um þrjátíu kílómetra langur.Vísir/AP Vegna hitans gufar vatnið upp sem kastað er úr þyrlum áður en það lendir og yfirvöld hafa óskað eftir aukinni aðstoð. Svali segir viðbúið að mun stærra svæði verði eldi að bráð. Hræðilegt sé að horfa upp á furuskóginn brenna. „Hann er svona ákveðin lífæð fyrir eyjuna því fururnar safna svo miklu vatni. Svo eru allir bændurnir í kring og uppskeran, þannig það er verið að leggja allt kapp á að bjarga því og maður fær auðvitað sting í hjartað þegar maður sér þetta,“ segir Svali. Kanaríeyjar Spánn Íslendingar erlendis Gróðureldar Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Eldarnir loga við fjallið Teide á norðausturhluta eyjunnar, líkt og sést á þessu kortinu hér fyrir neðan. Þeir eru því ansi langt frá Amerísku ströndinni þar sem talið er að um tvö þúsund Íslendingar séu að jafnaði í viku hverri. Ekki er talin hætta á því að eldurinn breiðist þangað. „Eldurinn er fyrst og fremst í furuskóginum sem er töluvert ofar, alveg í þúsund metra hæð. Það er mikið minna fyrir eldinn til að brenna hérna suður frá,“ segir Sigvaldi Kaldalóns, sem er búsettur á Tenerife og rekur þar ferðaþjónustu. Hann segir hafa fengið fjölmargar fyrirspurnir frá Íslendingum á leið til eyjunnar sem hafi áhyggjur af stöðu mála en bendir á að eldarnir hafi lítil sem engin áhrif á fólk í „ferðamannabúbblunni“ á suðurhluta Tenerife. Skógurinn lífæð fyrir eyjuna Eldurinn virðist stjórnlaus upp til fjalla og um fjögur þúsund íbúar nokkurra þorpa hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Slökkvistörf eru flókin þar sem eldurinn logar í bröttum gilum og jaðar skógareldanna mældist í dag um þrjátíu kílómetrar. „Þetta er búið að breiðast svo hratt út í dag. Það er svo ofboðslega heitt, það er um þrjátíu stiga hiti og enginn raki í loftinu. Og vindáttin er óhagstæð fyrir slökkvilið og herinn og alla þá sem eru að berjast við eldana. Þannig þeir hafa raunverulegar áhyggjur af því að fólk í þessum litlu þorpum og sveitarbæjum uppi í fjöllum sé bara í stórkostlegri hættu,“ segir Svali. Jaðar skógareldanna mælist um þrjátíu kílómetra langur.Vísir/AP Vegna hitans gufar vatnið upp sem kastað er úr þyrlum áður en það lendir og yfirvöld hafa óskað eftir aukinni aðstoð. Svali segir viðbúið að mun stærra svæði verði eldi að bráð. Hræðilegt sé að horfa upp á furuskóginn brenna. „Hann er svona ákveðin lífæð fyrir eyjuna því fururnar safna svo miklu vatni. Svo eru allir bændurnir í kring og uppskeran, þannig það er verið að leggja allt kapp á að bjarga því og maður fær auðvitað sting í hjartað þegar maður sér þetta,“ segir Svali.
Kanaríeyjar Spánn Íslendingar erlendis Gróðureldar Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira