Sturluð stemning á HM íslenska hestsins í Hollandi Telma Tómasson skrifar 11. ágúst 2023 10:25 Elvar og Fjalladís urðu tvöfaldir heimsmeistarar í gær. Áætlað er að allt að ellefu þúsund verði samankomin á Heimsmeistaramóti íslenska hestins í Oirschot í Hollandi um helgina, þar af um 1500 Íslendingar. Mótið hefur staðið yfir alla vikuna en nær hámarki á laugardag og sunnudag þegar úrslit verða riðin í öllum keppnisgreinum á hringvelli. Gríðarleg stemning er á áhorfendapöllunum eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi, þegar Jóhanna Margrét Snorradóttir, ein skærasta stjarnan í íslandshestaheiminum, reið í braut á sínum drifhvíta hesti, Bárði frá Melabergi. Þjóðarhátíðarsmellur Emmsje Gauta Þúsund hjörtu var viðeigandi val á lagi undir sýningu Jóhönnu Margrétar og Bárðs, enda er spenningurinn er ekki aðeins hjá knapanum heldur lifa áhorfendur sig inn í sýninguna, sem þarf að vera hárnákvæm til að komast í úrslit og á toppinn. Samkeppnin er hörð, enda er mikill fjöldi topphesta á meginlandinu. Afreksknapinn Viðar Ingólfsson á glæsihestinum Þór frá Stóra-Hofi, sem einnig má sjá í myndbandinu, fór mikinn, en allir íslensku keppendurnir hafa til þessa náð góðum árangri og miklar væntingar eru gerðar til liðsins. Alls eru 17 knapar í íslenska liðinu, sem keppa í fullorðinsflokki, ungmennaflokki og sýna kynbótahross. Frekari fréttir af gengi þess má sjá á vef Landssambands hestamannafélaga. Nær hámarki um helgina Um 200 keppendur frá 17 löndum taka þátt í mótinu. Úrhellis rigning gerði mótshöldurum erfitt fyrir í undirbúningnum, en svo fór fór sólin að skína og nú þarf að vökva vellina. Um 450 sjálboðaliðar auk framkvæmdastjórnar gæta þess að allt fari fram eins og áætlað er. Vinnudagarnir eru langir, um 18 klukkustundir á dag. Stemningin nær svo hámarki um helgina. Talið er að um 8500 manns séu á svæðinu nú á föstudegi, en fólk er enn að drífa að og gert ráð fyrir að fjölga muni í allt að ellefu þúsund þegar líður á. Hestar Hestaíþróttir Íslendingar erlendis Holland Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfysingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Sjá meira
Gríðarleg stemning er á áhorfendapöllunum eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi, þegar Jóhanna Margrét Snorradóttir, ein skærasta stjarnan í íslandshestaheiminum, reið í braut á sínum drifhvíta hesti, Bárði frá Melabergi. Þjóðarhátíðarsmellur Emmsje Gauta Þúsund hjörtu var viðeigandi val á lagi undir sýningu Jóhönnu Margrétar og Bárðs, enda er spenningurinn er ekki aðeins hjá knapanum heldur lifa áhorfendur sig inn í sýninguna, sem þarf að vera hárnákvæm til að komast í úrslit og á toppinn. Samkeppnin er hörð, enda er mikill fjöldi topphesta á meginlandinu. Afreksknapinn Viðar Ingólfsson á glæsihestinum Þór frá Stóra-Hofi, sem einnig má sjá í myndbandinu, fór mikinn, en allir íslensku keppendurnir hafa til þessa náð góðum árangri og miklar væntingar eru gerðar til liðsins. Alls eru 17 knapar í íslenska liðinu, sem keppa í fullorðinsflokki, ungmennaflokki og sýna kynbótahross. Frekari fréttir af gengi þess má sjá á vef Landssambands hestamannafélaga. Nær hámarki um helgina Um 200 keppendur frá 17 löndum taka þátt í mótinu. Úrhellis rigning gerði mótshöldurum erfitt fyrir í undirbúningnum, en svo fór fór sólin að skína og nú þarf að vökva vellina. Um 450 sjálboðaliðar auk framkvæmdastjórnar gæta þess að allt fari fram eins og áætlað er. Vinnudagarnir eru langir, um 18 klukkustundir á dag. Stemningin nær svo hámarki um helgina. Talið er að um 8500 manns séu á svæðinu nú á föstudegi, en fólk er enn að drífa að og gert ráð fyrir að fjölga muni í allt að ellefu þúsund þegar líður á.
Hestar Hestaíþróttir Íslendingar erlendis Holland Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfysingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Sjá meira