Flæðir yfir klóakið og ráðstafanir gerðar til að bjarga skautahöllinni Ólafur Björn Sverrisson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 12. ágúst 2023 14:58 Þau Arnþór og Linda Mjöll tóku myndir í bænum Brummunddal við vatnið Mjösa í dag. arnþór Hupfeldt Íslendingur í Brumunddal í Noregi segir vandræðin halda áfram að hrannast upp á flóðasvæði þrátt fyrir að rigningunni hafi lokið. Í bænum Hamar flæðir nú yfir klóakið og hafa ráðstafanir verið gerðar til að bjarga skautahöllinni. Arnþór Hupfeldt býr við vatnið Mjösa þar sem flætt hefur yfir hafnarsvæðið og inn í bæinn síðustu daga. Rætt var við hann hér á Vísi þegar hann aðstoðaði vin sinn við að bjarga helstu verðmætum úr strandbar sem hann rekur í bænum. Óveðrið Hans hefur valdið miklum usla í suðausturhluta Noregs. Um fjögur þúsund hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Rigning hefur gengið niður en vötn halda áfram að rísa. „Vatnið er er komið í 7,13 metra og á eftir að stíga enn þá. Flæðið í það hefur minnkað en toppurinn er ekki fyrr en annað kvöld, það þýðir 50 sentimetra ofan á það sem fyrir er,“ segir Arnþór í samtali við fréttastofu. Vandræðin hrannast upp Hann segir að á næsta bæ, í Hamar, séu menn því áhyggjufullir meðal annars vegna mögulegs tjóns á 20 þúsund manna skautahöll. Arnþór Hupfeldt og Linda Mjöll.arnþór hupfeldt „Þar hafa menn fyllt höllina með fersku vatni innan frá til að múrinn haldi við þrýstingi frá vatninu þegar það mætir höllinni. Það eru svona vandræði núna.“ Arnþór segir að ekki hafi reynt á nútíma mannvirki í flóði sambærilegu þessu. „Nema 1995 en við erum að ná því flóði, og náum því sennilega á morgun. Þá kemur í ljós hvað gerist. Klóakstöðin í Hamar er að fara á kaf núna og þá fer allt klóak beint út í vatnið.“ „Rigningin kláraðist fyrir þremur dögum en vandræðin eru enn að hrannast upp. Þetta er komið upp fyrir hné á göngustígunum,“ segir Arnþór sem fór í sundbuxur og óð út í vatnið til að ná eftirfarandi myndum: Arnþór náði myndum af sölubásum veitingasvæðis hafnarinnar sem eru nú á bólakafi.arnþór hupfeldt Arnþór segir álíka flóð ekki hafi ekki hafa myndast lengi.arnþór hupfeldt Vandræðin halda áfram að hrannast upp, þrátt fyrir að rigningunni sé lokið. arnþór hupfeldt Arnþór segir strandgarðinn hafa verið einn þann flottasta í landinu.arnþór hupfeldt Allt á flotiarnþór Hupfeldt Flætt hefur yfir bekki og leiksvæði við Mjösparkenvísir Noregur Náttúruhamfarir Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Reyna að bjarga verðmætum áður en vatn flæðir yfir Íslendingur í Brumunddal í Noregi á von á miklu tjóni vegna flóða næstu daga. Versta veðrið gekk yfir nokkru frá þeim en nú rennur vatn niður úr fjöllum og yfir bæinn. 200 milljóna skemmtigarður fer að öllum líkindum undir vatn seinni part í dag. 10. ágúst 2023 13:00 Vatnselgurinn heldur áfram að aukast og frekari rýmingar mögulegar Norsk yfirvöld íhuga nú að rýma fleiri svæði í suðvestanverðu landinu vegna vatnselgsins þar eftir rigningar undanfarinna daga. Ár sem eru þegar barmafullar halda áfram að vaxa þrátt fyrir að úrkomulaust hafi verið í tvo daga. 11. ágúst 2023 13:52 Þurfti að yfirgefa heimili sitt með tvö börn vegna aurskriða í heimabænum Íslensk kona sem hefur þurft að yfirgefa heimili sitt í Noregi vegna flóða dvelur nú á hóteli ásamt fjölda annarra sem eru í sömu stöðu, og bíður þess að geta komist heim með börnin sín tvö. 9. ágúst 2023 20:01 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Arnþór Hupfeldt býr við vatnið Mjösa þar sem flætt hefur yfir hafnarsvæðið og inn í bæinn síðustu daga. Rætt var við hann hér á Vísi þegar hann aðstoðaði vin sinn við að bjarga helstu verðmætum úr strandbar sem hann rekur í bænum. Óveðrið Hans hefur valdið miklum usla í suðausturhluta Noregs. Um fjögur þúsund hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Rigning hefur gengið niður en vötn halda áfram að rísa. „Vatnið er er komið í 7,13 metra og á eftir að stíga enn þá. Flæðið í það hefur minnkað en toppurinn er ekki fyrr en annað kvöld, það þýðir 50 sentimetra ofan á það sem fyrir er,“ segir Arnþór í samtali við fréttastofu. Vandræðin hrannast upp Hann segir að á næsta bæ, í Hamar, séu menn því áhyggjufullir meðal annars vegna mögulegs tjóns á 20 þúsund manna skautahöll. Arnþór Hupfeldt og Linda Mjöll.arnþór hupfeldt „Þar hafa menn fyllt höllina með fersku vatni innan frá til að múrinn haldi við þrýstingi frá vatninu þegar það mætir höllinni. Það eru svona vandræði núna.“ Arnþór segir að ekki hafi reynt á nútíma mannvirki í flóði sambærilegu þessu. „Nema 1995 en við erum að ná því flóði, og náum því sennilega á morgun. Þá kemur í ljós hvað gerist. Klóakstöðin í Hamar er að fara á kaf núna og þá fer allt klóak beint út í vatnið.“ „Rigningin kláraðist fyrir þremur dögum en vandræðin eru enn að hrannast upp. Þetta er komið upp fyrir hné á göngustígunum,“ segir Arnþór sem fór í sundbuxur og óð út í vatnið til að ná eftirfarandi myndum: Arnþór náði myndum af sölubásum veitingasvæðis hafnarinnar sem eru nú á bólakafi.arnþór hupfeldt Arnþór segir álíka flóð ekki hafi ekki hafa myndast lengi.arnþór hupfeldt Vandræðin halda áfram að hrannast upp, þrátt fyrir að rigningunni sé lokið. arnþór hupfeldt Arnþór segir strandgarðinn hafa verið einn þann flottasta í landinu.arnþór hupfeldt Allt á flotiarnþór Hupfeldt Flætt hefur yfir bekki og leiksvæði við Mjösparkenvísir
Noregur Náttúruhamfarir Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Reyna að bjarga verðmætum áður en vatn flæðir yfir Íslendingur í Brumunddal í Noregi á von á miklu tjóni vegna flóða næstu daga. Versta veðrið gekk yfir nokkru frá þeim en nú rennur vatn niður úr fjöllum og yfir bæinn. 200 milljóna skemmtigarður fer að öllum líkindum undir vatn seinni part í dag. 10. ágúst 2023 13:00 Vatnselgurinn heldur áfram að aukast og frekari rýmingar mögulegar Norsk yfirvöld íhuga nú að rýma fleiri svæði í suðvestanverðu landinu vegna vatnselgsins þar eftir rigningar undanfarinna daga. Ár sem eru þegar barmafullar halda áfram að vaxa þrátt fyrir að úrkomulaust hafi verið í tvo daga. 11. ágúst 2023 13:52 Þurfti að yfirgefa heimili sitt með tvö börn vegna aurskriða í heimabænum Íslensk kona sem hefur þurft að yfirgefa heimili sitt í Noregi vegna flóða dvelur nú á hóteli ásamt fjölda annarra sem eru í sömu stöðu, og bíður þess að geta komist heim með börnin sín tvö. 9. ágúst 2023 20:01 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Reyna að bjarga verðmætum áður en vatn flæðir yfir Íslendingur í Brumunddal í Noregi á von á miklu tjóni vegna flóða næstu daga. Versta veðrið gekk yfir nokkru frá þeim en nú rennur vatn niður úr fjöllum og yfir bæinn. 200 milljóna skemmtigarður fer að öllum líkindum undir vatn seinni part í dag. 10. ágúst 2023 13:00
Vatnselgurinn heldur áfram að aukast og frekari rýmingar mögulegar Norsk yfirvöld íhuga nú að rýma fleiri svæði í suðvestanverðu landinu vegna vatnselgsins þar eftir rigningar undanfarinna daga. Ár sem eru þegar barmafullar halda áfram að vaxa þrátt fyrir að úrkomulaust hafi verið í tvo daga. 11. ágúst 2023 13:52
Þurfti að yfirgefa heimili sitt með tvö börn vegna aurskriða í heimabænum Íslensk kona sem hefur þurft að yfirgefa heimili sitt í Noregi vegna flóða dvelur nú á hóteli ásamt fjölda annarra sem eru í sömu stöðu, og bíður þess að geta komist heim með börnin sín tvö. 9. ágúst 2023 20:01