Erlent

Fréttamynd

Íranar hóta eldflaugaregni

Íranar segjast munu skjóta 11 þúsund eldflaugum á óvinaskotmörk á fyrstu mínútunni eftir að ráðist verður á landið.

Erlent
Fréttamynd

Óttast stjórnarskipti

Ráðamenn í Washington fylgjast uggandi með pólsku þingkosningunum á morgun. Verði sitjandi stjórn felld gætu áætlanir um eldflaugavarnarkefi Bandaríkjamanna í Austur-Evrópu verið í uppnámi.

Erlent
Fréttamynd

Blóðugt fjöldamorð í Kanada

Kanadamenn eru sem þrumu lostnir eftir að sex blóðug og illa farin lík fundust í íbúð í háhýsi í bænum Surrey í Bresku Kólumbíu. Það er skammt frá Vancouver.

Erlent
Fréttamynd

Kjarnorkusprengjur yfir Bandaríkjunum

Bandaríski flugherinn hefur rekið sjötíu liðsmenn flugsveitar - þar af fjóra háttsetta foringja- eftir að B-52 sprengjuflugvél var flogið með sex kjarnorkusprengjur yfir bandarískt landsvæði í lok ágúst.

Erlent
Fréttamynd

Verkfall stöðvar ekki ferð þeirra

Breskir rúgbí áhugamenn láta verkfall starfsmanna almenningssamgöngufyrirtækja í Frakklandi ekki stöðva sig og flykkjast til Parísar. Þar keppa Englendingar til úrslita á heimsmeistaramótinu í rúgbí á morgun.

Erlent
Fréttamynd

Grunaður níðingur handtekinn

Grunaður barnaníðingur sem eftirlýstur hefur verið um allan heim í þrjú ár var handtekinn í Taílandi í dag. Það var aðstoð almennings um allan heim sem réð því að hægt var að hafa hendur í hári hans.

Erlent
Fréttamynd

Aðeins Írar fá þjóðaratkvæðagreiðslu

Aðeins Írar fá að greiða atkvæði um nýjan sáttmála Evrópusambandsins sem samþykktur var í nótt og kemur í stað umdeildrar stjórnarskrár. Ekki þarf að bera hann undir þjóðaratkvæði í öðrum ríkjum.

Erlent
Fréttamynd

Föðurmorðingjar aftur á ferð

Benazir Bhúttó, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, segir forna fjendur fjölskyldu sinnar hafa reynt að ráða sig af dögum í gærkvöldi. Minnst 130 manns týndu lífi í tveimur sprengingum nærri bílalest Bhúttó í Karachi.

Erlent
Fréttamynd

Verkfall heldur áfram í París

Búist er við miklum töfum á lestarsamgöngum í Frakklandi í dag vegna verkfalls starfsmanna almenningssamgöngufyrirtækja sem hófst í gær. Upphaflega var um um sólahringsverkfall að ræða um allt land. Verkalýðsfélög í París hafa hins vegar ákveðið að framlengja það.

Erlent
Fréttamynd

Dómur fyrir vikulokin

Dómarinn í máli Gísla Þorkelssonar, sem var myrtur í Suður-Afríku sumarið 2005, gagnrýnir lögreglu í Jóhannesarborg fyrir handvömm. Dóm á að kveða upp yfir meintum morðingjum Gísla fyrir vikulokin.

Erlent
Fréttamynd

Lítið undir ökuníðingum ?

Ástralir hafa hrundið af stað herferð gegn hraðakstri, sem virðist virka á unga menn. Stúlkur eru hvattar til að gefa þeim litla fingurinn, og er þar verið að vísa til fjölskyldudjásna þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Hlutabréf lækka í Bandaríkjunum

Gengi hlutabréfa lækkaði almennt á fjármálamörkuðum í Bandaríkjunum í dag í kjölfar lélegs uppgjörs bandaríska risabankans Bank of America á þriðja ársfjórðungi. Hlutabréfavísitölur er víða á niðurleið í dag, þar á meðal hér á landi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Skellur hjá Bank of America

Bank of America, næststærsti banki Bandaríkjanna, varð fyrir skelli á þriðja ársfjórðungi en hagnaður bankans dróst saman um rúm þrjátíu prósent vegna vandræða á bandarískum fasteignalánamarkaði sem leitt hefur af sér óróleika á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.

Viðskipti erlent