Aðeins Írar fá þjóðaratkvæðagreiðslu Guðjón Helgason skrifar 19. október 2007 19:12 Aðeins Írar fá að greiða atkvæði um nýjan sáttmála Evrópusambandsins sem samþykktur var í nótt og kemur í stað umdeildrar stjórnarskrár. Ekki þarf að bera hann undir þjóðaratkvæði í öðrum ríkjum. Margir stjórnmálaskýrendur segja að verið sé að lauma útvatnaðri stjórnarskrá - sem Hollendingar og Frakkar höfnuðu 2005 - bakdyramegin inn í ESB. Írar fá að segja sitt áliti á nýja samkomulaginu í þjóðaratkvæðagreiðslu - það er bundið í lög. Í mörgum hinna aðildarríkjanna tuttugu og sex er þrýst á um atkvæðagreiðslu - sér í lagi í Bretlandi - en flest ríkin vilja forðast vandræðalega og erfiða niðurstöðu líkt og fyrir um þremur árum. Sáttmálinn var samþykktur laust eftir miðnætti í nótt og batt enda á einhvern erfiðasta kafla í sögu Evrópusamstarfsins. Samkvæmt nýja sáttmálanum er skiplagi stjórnkerfis ESB breytt nokkuð og ákvarðanatökuferli einnig. Stærri ríkin fá aukið valdi en smærri ríki geta þó nokkur saman tafið ákvarðanatökuferli. Fallið er frá hugmyndum um eins konar Bandaríki Evrópu sem var að finna í stjórnarskrárdrögunum umdeildu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir þetta mikilvægt skref í stækkun ESB. Sambandið sé nú aftur starfhæft og geti einbeitt sér að því sem skipti máli fyrir framvindu vísinda og samfélagsins í heild. Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti, segir Frakka fara þess á leit við þing landsins að það staðfesti sáttmálann og hann voni að það gerist sem fyrst. Helst í desember næstkomandi. Erlent Fréttir Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Fleiri fréttir Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Sjá meira
Aðeins Írar fá að greiða atkvæði um nýjan sáttmála Evrópusambandsins sem samþykktur var í nótt og kemur í stað umdeildrar stjórnarskrár. Ekki þarf að bera hann undir þjóðaratkvæði í öðrum ríkjum. Margir stjórnmálaskýrendur segja að verið sé að lauma útvatnaðri stjórnarskrá - sem Hollendingar og Frakkar höfnuðu 2005 - bakdyramegin inn í ESB. Írar fá að segja sitt áliti á nýja samkomulaginu í þjóðaratkvæðagreiðslu - það er bundið í lög. Í mörgum hinna aðildarríkjanna tuttugu og sex er þrýst á um atkvæðagreiðslu - sér í lagi í Bretlandi - en flest ríkin vilja forðast vandræðalega og erfiða niðurstöðu líkt og fyrir um þremur árum. Sáttmálinn var samþykktur laust eftir miðnætti í nótt og batt enda á einhvern erfiðasta kafla í sögu Evrópusamstarfsins. Samkvæmt nýja sáttmálanum er skiplagi stjórnkerfis ESB breytt nokkuð og ákvarðanatökuferli einnig. Stærri ríkin fá aukið valdi en smærri ríki geta þó nokkur saman tafið ákvarðanatökuferli. Fallið er frá hugmyndum um eins konar Bandaríki Evrópu sem var að finna í stjórnarskrárdrögunum umdeildu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir þetta mikilvægt skref í stækkun ESB. Sambandið sé nú aftur starfhæft og geti einbeitt sér að því sem skipti máli fyrir framvindu vísinda og samfélagsins í heild. Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti, segir Frakka fara þess á leit við þing landsins að það staðfesti sáttmálann og hann voni að það gerist sem fyrst. Helst í desember næstkomandi.
Erlent Fréttir Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Fleiri fréttir Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Sjá meira