Erlent

Lítið undir ökuníðingum ?

Óli Tynes skrifar
Ungar stúlkur gefa ökuníðingum litla fingurinn. Virkar vel.
Ungar stúlkur gefa ökuníðingum litla fingurinn. Virkar vel.

Ástralir hafa hrundið af stað herferð gegn hraðakstri, sem virðist virka á unga menn. Stúlkur eru hvattar til að gefa þeim litla fingurinn, og er þar verið að vísa til fjölskyldudjásna þeirra. Það hefur lengi verið grínast með að því stærri bíl sem karlmenn frá sér þeim mun minna sé.....þið vitið.

Í sjónvarpsauglýsingum í Ástralíu eru ungar stúlkur sýndar gefa hraðaksturskónum litla fingurinn. Og stúlkur eru hvattar til þess að gera það sama á götum úti þegar þær mæta einhverjum reykspólandi fávita. Könnun á virkni herferðarinnar bendir til þess að 60 prósent ungra karlmanna taki þetta nærri sér.

Danska blaðið Nyhedsavisen segir frá þessu og talar við danska mannfræðinga og sérfræðinga danska umferðarráðsins. Allir eru hrifnir af þessu framtaki Ástrala.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×