Erlent

Norskir biskupar skera upp herör gegn samkynhneigðum

Óli Tynes skrifar
Enga homma hér, takk.
Enga homma hér, takk.

Níu af ellefu biskupum Noregs hafa hótað að hætta að gifta fólk í kirkjum landsins ef ný lög um vígslu samkynhneigðra verða samþykkt. Jafnréttisráð Noregs ætlar að leggja frumvarp um vígslu samkynhneigðra fyrir stórþingið fyrir jól.

Ef biskuparnir láta verða af hótun sinni þýðir það að borgaraleg vígsla verður eina úrræði þeirra sem vilja lögfesta sambúð sína.

Trond Giske, kirkjumálaráðherra Noregs segir viðbrögð biskupanna of hörð. Með nýju lögunum sé aðeins verið að heimila kirkjunni að gifta samkynhneigða. Það sé ekki verið að skylda hana til þess. Ákvörðun um framhaldið verði svo tekin á kirkjuþingi.

Fyrir tveim viku samþykktu norskir biskupar með naumum meirihluta að samkynhneigðir sem væru í sambúð fengu að vinna í kirkjum landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×