Erlent

Fréttamynd

Samdráttur hjá J. C. Penny

Hagnaður bandarísku verslanakeðjunnar J.C. Penny nam 261 milljón dala, jafnvirði 15,6 milljörðum íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi samanborið við 287 milljónir dala á sama tíma í fyrra. Þetta er níu prósenta samdráttur á milli ára. Stjórnendur verslunarinnar segja sölu hafa dregist saman á fjórðungnum og séu horfur á að efnahagurinn muni versna frekar á yfirstandandi fjórðungi þar sem ljóst þyki að neytendur haldi að sér höndum þessa dagana.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Komdu Skjalda, flýjum

Hvað gera bandarískar kýr þegar gripaflutningabíllinn þeirra stoppar fyrir framan McDonalds veitingastað við þjóðveginn.

Erlent
Fréttamynd

Vísa samrunaviðræðum á bug

Orðrómur hefur verið uppi um að bandarísku flugfélögin Delta og United Airlines eigi í viðræðum sem geti leitt til samruna þeirra. Gengi það eftir yrði til stærsta flugfélag í heimi. Forstjórar flugfélaganna vísa því hins vegar á bug að samrunaviðræður eigi sér stað.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sprakk og brann til kaldra kola

Hús í Limhamn - í útjaðri Malmö - brann til kaldra kola í gær eftir mikla sprengingu. Konu og hundi hennar sem í húsinu voru tókst að forða sér og komust ómeidd frá eldinum.

Erlent
Fréttamynd

Lindgren 100 ára

Sænska skáldkonan Astrid Lindgren hefði orðið 100 ár í gær ef hún hefði lifað. Af því tilefni var slegið til veislu í Smálöndum þar sem höfundur bókanna um Línu Langsokk og Emil í Kattholti fæddist og var alin upp.

Erlent
Fréttamynd

Leitar víðtæks stuðnings

Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, leitar eftir stuðningi allra flokka á danska þinginu í mikilvægum málaflokkum nú þegar þriðja ríkisstjórn hans er í burðarliðnum. Meirihlutinn er naumur - stendur og fellur með Færeyingi og sýrlenskum innflytjanda.

Erlent
Fréttamynd

Umferðaröngþveiti um allt Frakkland

Samgöngukerfi Frakklands er lamað annan daginn í röð vegna verkfalls hjá starfsmönnum almenningssamgöngufyrirtækja. Umferðaröngþveiti er mikið og kannanir sýna að meirihluti Frakka hefur enga samúð með þeim sem lagt hafa niður vinnu.

Erlent
Fréttamynd

Japanar hunsa Dalai Lama

Enginn japanskur embættismaður mun hitta Dalai Lama, trúarleiðtoga Tíbeta, sem er kominn til landsins í níu daga heimsókn.

Erlent
Fréttamynd

Dýrkeypt gæludýr

Einn maður lét lífið og annar slasaðist alvarlega þegar þeir reyndu að ná kakadúa niður úr tré í Ástralíu.

Erlent
Fréttamynd

Verðbólga eykst á evrusvæðinu

Verðbólga mældist 2,6 prósent á evrusvæðinu í síðasta mánuði samanborið við 2,1 prósent í september, samkvæmt útreikningum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Helstu liðir til hækkunar liggja í hærra eldsneytis- og matvælaverði, ekki síst á mjólkur- og kornvörum sem hefur hækkað mjög í verði víða um heim.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Macy's spáir minni einkaneyslu

Gengi hlutabréfa tók að lækka skyndilega í Bandaríkjunum í gær eftir að bandaríska verslanakeðjan Macy's skilaði inn uppgjörstölum sínum fyrir þriðja ársfjórðung. Verslunin skilaði 33 milljóna dala hagnaði, sem jafngildir tæpum tveimur milljörðum íslenskra króna, á tímabilinu. Þetta er á pari við væntingar markaðsaðila.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

John Thain í forstjórastól Merrill Lynch

Talsverðar líkur eru taldar á því að John Thain, forstjóri NYSE Euronext, hinnar tiltölulega nýsameinuðu kauphallar New York í Bandaríkjunum og samevrópsku kauphallarsamstæðunnar Euronext, verði veittur forstjórastóllinn hjá bandaríska fjárfestingabankanum Merrill Lynch.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Gaman í vinnunni

Það má ekki teikna mynd af krónprinsi Spánar í samförum við eiginkonu sína.

Erlent
Fréttamynd

Játaði kúrdamorð yfir kaffibolla

Þegar Bandaríkjamenn yfirheyrðu Saddam Hussein fóru þeir mjúku leiðina. Alríkislögreglumaðurinn George Piro eyddi fimm klukkustundum á dag í sjö mánuði við að yfirheyra einræðisherrann.

Erlent
Fréttamynd

Smásöluverslun jókst lítillega í Bandaríkjunum

Smásöluverslun jókst um 0,2 prósent á milli mánaða í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Til samanburðar jókst verslun um 0,7 prósent á milli mánaða í september. Fjármálaskýrendur segja greinilegt að slæmar aðstæður á fasteignamarkaði í Bandaríkjunum, hátt raforkuverð og erfiðara aðgengi að lánsfé nú um stundir hafi sett mark sitt á einkaneyslu vestanhafs.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Móðir látins barns fundin

Það vakti mikinn óhug í Danmörku þegar hálft lík af nýfæddu barni fannst í vörubílsfarmi af gróðurmold í grennd við Álaborg í síðasta mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Það á að hengja homma

Íranskur ráðherra sagði á einkafundi með breskum þingmönnum í maí síðastliðnum að það ætti að hengja samkynhneigða.

Erlent
Fréttamynd

Toyota Hilux aftur í sölu

Toyota umboðið í Noregi er aftur byrjað að selja Toyota Hilux pallbíla. Tilkynnt var um sölustopp í gær eftir að bíllinn hafði næstum oltið í elgsprufu sænska bílablaðsins Teknikens Värld.

Erlent
Fréttamynd

Fjárfestar bjartsýnir víða um heim

Gengi helstu hlutabréfavísitalna hafa hækkað talsvert í Asíu og Evrópu í dag eftir mikla hækkun í Bandaríkjunum í gær. Fjárfestar þykja bjartsýnir á að fjármálakrísan sé ekki eins slæm og af var látið þrátt fyrir að fasteignalán hafi sett skarð í afkomu bandarískra og japanskra fjármálastofnana.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Konan mín er tík

Þrjátíu og þriggja ára gamall Indverji hefur gengið að eiga tík. Með því vill hann létta af sér bölvun vegna tveggja hunda sem hann grýtti í hel fyrir fimmtán árum.

Erlent
Fréttamynd

Óbreyttir stýrivextir í Japan

Japanski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,5 prósentum. Í rökstuðningi bankastjórnarinnar koma fram áhyggjur vegna fjármálakrísunnar á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum og hægari hagvöxtur í Bandaríkjunum sem gæti skilað sér í minni útflutningi frá Japan til Bandaríkjanna.

Viðskipti erlent