Morðið á Dando endurskoðað - Jakob Frímann fagnar Óli Tynes skrifar 15. nóvember 2007 13:30 Barry George. Þrír æðstu dómarar Bretlands hafa fallist á að taka aftur upp málið gegn Barry George sem var fangelsaður fyrir morðið á Jill Dando, kynni hjá BBC sjónvarpsstöðinni. Dando var skotin til bana á tröppunum að húsi sínu árið 1999. „Þetta eru góðar fréttir," segir Jakob Frímann Magnússon, tónlistarmaður.Lögmaður Barrys sagði fyrir áfrýjunardómstólnum að sönnunargögn gegn honum hefðu verið ófullnægjandi. Meðal annars hefði verið lögð of mikil áhersla á púðurleifar sem fundust í vasa á yfirhöfn hans. Púðurleifarnar voru aðeins einn þúsundasti úr þumlungi að stærð.Dómsforsetinn, Philips lávarður, var sama sinnis. Hann sagði að það væri alveg jafn líklegt og ekki að púðurögnin hefði verið frá einhverju öðru en byssu. Hann sagði einnig að dómurinn hefði komist að þeirri niðurstöðu að ef kviðdóminum hefði verið gerð grein fyrir þessu væri alls ekki víst að Barry hefði verið sakfelldur.Barry George er nú 47 ára gamall. Hann á góða íslenska kunningja sem alltaf hafa verið sannfærðir um sakleysi hans. Einn þeirra er Jakob Frímann Magnússon. Hann var í hópi Íslendinga sem sóttu kaffihús í Lundúnum á þessum árum þar sem Barry var einskonar vikapiltur.„Það var eindóma álit okkar allra að það væri útilokað að Barry hefði framið þennan verknað," sagði Jakob Frímann í samtali við Vísi. „Hann var einn af okkar smærri bræðrum, það sem hefði verið kallað þroskaheftur á árum áður.Barry var mesta gæðablóð og það er af og frá að honum hefði dottið í hug að gera nokkurri manneskju mein. Ég er mjög feginn að heyra að mál hans verði tekið upp aftur. Ég vona að í þetta skipti standi breska dómskerfið sig og að Barry blessaður geti aftur frjálst um höfuð strokið."Ekki hefur verið ákveðið hvenær ný réttarhöld fara fram en þangað til verður Barry George geymdur á bak við lás og slá. Erlent Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Þrír æðstu dómarar Bretlands hafa fallist á að taka aftur upp málið gegn Barry George sem var fangelsaður fyrir morðið á Jill Dando, kynni hjá BBC sjónvarpsstöðinni. Dando var skotin til bana á tröppunum að húsi sínu árið 1999. „Þetta eru góðar fréttir," segir Jakob Frímann Magnússon, tónlistarmaður.Lögmaður Barrys sagði fyrir áfrýjunardómstólnum að sönnunargögn gegn honum hefðu verið ófullnægjandi. Meðal annars hefði verið lögð of mikil áhersla á púðurleifar sem fundust í vasa á yfirhöfn hans. Púðurleifarnar voru aðeins einn þúsundasti úr þumlungi að stærð.Dómsforsetinn, Philips lávarður, var sama sinnis. Hann sagði að það væri alveg jafn líklegt og ekki að púðurögnin hefði verið frá einhverju öðru en byssu. Hann sagði einnig að dómurinn hefði komist að þeirri niðurstöðu að ef kviðdóminum hefði verið gerð grein fyrir þessu væri alls ekki víst að Barry hefði verið sakfelldur.Barry George er nú 47 ára gamall. Hann á góða íslenska kunningja sem alltaf hafa verið sannfærðir um sakleysi hans. Einn þeirra er Jakob Frímann Magnússon. Hann var í hópi Íslendinga sem sóttu kaffihús í Lundúnum á þessum árum þar sem Barry var einskonar vikapiltur.„Það var eindóma álit okkar allra að það væri útilokað að Barry hefði framið þennan verknað," sagði Jakob Frímann í samtali við Vísi. „Hann var einn af okkar smærri bræðrum, það sem hefði verið kallað þroskaheftur á árum áður.Barry var mesta gæðablóð og það er af og frá að honum hefði dottið í hug að gera nokkurri manneskju mein. Ég er mjög feginn að heyra að mál hans verði tekið upp aftur. Ég vona að í þetta skipti standi breska dómskerfið sig og að Barry blessaður geti aftur frjálst um höfuð strokið."Ekki hefur verið ákveðið hvenær ný réttarhöld fara fram en þangað til verður Barry George geymdur á bak við lás og slá.
Erlent Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira