Erlent

Sölustopp á Toyota Hilux eftir elgspróf

Óli Tynes skrifar
Toyotan var hætt komin í elgsprófinu.
Toyotan var hætt komin í elgsprófinu. MYND/Teknikens Värld

Toyota umboðið í Noregi hefur hætt sölu á Toyota Hilux pallbíl með 16 tommu dekkjum, meðan verksmiðjurnar prófa stöðugleikann.

Ákvörðun um það var tekin eftir að sænska bílablaðið Teknikens Värld tók bílinn í sína svokölluðu elgsprufu.

Hún felst í því að snarbeygja tvisvar á 60 kílómetra hraða, eins og menn gerðu hugsanlega til þess að forðast elg sem stykki upp á veginn.

Bílablaðið segir að ef ekki hefði verið fyrir færni bílstjórans hefði Toyotan oltið.

Fyrir tíu árum hrundi salan á Mercedes Bens A-gerð eftir að bíllinn féll á elgsprófinu. Verksmiðjurnar gerðu þá á honum endurbætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×