Erlent

Konan mín er tík

Óli Tynes skrifar
P. Selvakumar og brúður hans Selvi.
P. Selvakumar og brúður hans Selvi.

Þrjátíu og þriggja ára gamall Indverji hefur gengið að eiga tík. Með því vill hann létta af sér bölvun vegna tveggja hunda sem hann grýtti í hel fyrir fimmtán árum.

Eftir það missti hann máttinn í höndum og fótum og heyrn á öðru eyra. Hann er sannfærður um að þar sé hundadrápunum um að kenna.

Stjörnufræðingur sagði að það eina sem hann gæti gert til að bæta ráð sitt væri að kvænast tík.

Brúðkaupið fór fram samkvæmt siðum hindúa. Að sögn dagblaðsins Hindustian Times var öll fjölskylda brúðgumans viðstödd athöfnina.

Brúðurin var flækingstík. Hún var böðuð og gefið nafnið Salvi. Svo var hún dubbuð upp í sari og leidd til hindúamusteris þar sem hún var gefin P. Selvakumar.

Í afskekktum sveitum Indlands er fólk mjög hjátrúarfullt. Það er ekki óalgengt að það gangi í hjónaband með hundum eða öðrum dýrum til þess að forðast eitthvað böl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×