Erlent 30 starfsmönnum Rauða hálfmánans rænt í Írak Byssumenn rændu 30 starfsmönnum Rauða hálfmánans í Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag. Mannræningjarnir óku í ofboði að höfuðstöðvum hjálparsamtakana, réðust inn og rændu karlkyns starfsmönnum og gestkomandi. Erlent 17.12.2006 15:46 Sprengingar við skrifstofu Abbas Tvær sprengingar heyrðust nærri skrifstofum Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, á Gaza-svæðinu í dag. Reuters-fréttastofan greinir frá og segir að nokkrir hafi særst. Ekki er vitað hvort nokkur hafi týnt lífi í sprengingunum. Abbas var fjarverandi en hann er staddur á Vesturbakkanum. Erlent 17.12.2006 15:42 Almennur borgari féll í skotbardaga Almennur borgari féll í skotbardaga á Gaza í dag. Til átaka kom milli stuðningmanna Fatah-hreyfingar Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, og Hamas-liða. 19 ára stúlka varð fyrir skoti og lét lífið. Erlent 17.12.2006 14:23 Nágrannar styðji Íraka Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, heimsótti í dag breska hermenn í Írak. Í ræðu sem Blair flutti við það tækifæri hét hann Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, stuðningi og sagði mikilvægt að leiðtogar í nágrannalöndum Íraks styddu við bakið á honum og kæmu í veg fyrir að grafið væri undan honum. Erlent 17.12.2006 14:31 Fatah hefði betur Hamas-samtökin ætla ekki að taka þátt í kosningum sem Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna og leiðtogi Fatha, hefur boðað til. Ismail Haniyeh, forsætisráðherra í heimastjórn Hamas, greindi frá þessu í dag. Hann sagði ræðu forsetans frá í gær, þar sem hann tilkynnti um kosningar, aðeins hafa helt olíu á eldinn. Ný könnun sýnir að Fatah-hreyfingin hefði betur ef kosið yrði nú. Erlent 17.12.2006 13:51 Dæmdir til dauða fyrir að bjarga ekki konu Dómstóll á Srí Lanka hefur dæmt tvo menn til dauða fyrir að valda dauða konu þegar flóðbylgjan mikla skall á eynni annan dag jóla 2004. Myndbandsupptaka sýnir þegar þeir slíta af henni hálsfesti og skilja svo eftir í vatnsflaumnum. Erlent 17.12.2006 11:51 300 handteknir í Kaupmannahöfn Á þriðja hundrað manns voru handtekin þegar til átaka kom á milli mótmælenda og lögreglu í Kaupmannahöfn í gærkvöld. Grjóti og flöskum var kastað að lögreglu sem svaraði með því að skjóta táragasi á mannfjöldann. Erlent 17.12.2006 11:42 Lögðu undir sig landbúnaðarráðuneytið Loftið er lævi blandið á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna eftir að liðsmenn Fatah-hreyfingar Mahmoud Abbas lögðu undir sig landbúnaðarráðuneyti heimastjórnarinnar í morgun. Áhlaup Fatah kom í kjölfar árásar grímuklæddra byssumanna á æfingasvæði lífvarða Abbas í morgun en einn lét þar lífið. Abbas býr skammt frá ráðuneytinu og því segjast Fatah-menn hafa verið að tryggja öryggi hans með því að taka það yfir. Erlent 17.12.2006 11:36 Felldur eftir að hafa traðkað 14 til bana í ár Indverskir fílaveiðimenn felldu í gær stóran fílstarf sem sagður er hafa traðkað 14 manns til bana síðastliðið ár. Tarfurinn, sem heimamenn kalla Osama bin Laden, var orðinn sannkallaður ógnvaldur í Assam-héraði og því þótti ekki annað fært en að drepa hann. Erlent 17.12.2006 10:44 Time: Internetið gjörbylt fjölmiðlun Bandaríska tímaritið Time hefur valið "þig" sem mann ársins 2006 fyrir framlag þitt til að gerbylta allri fjölmiðlun í heiminum með hjálp internetsins. Að mati blaðsins hafa bloggsíður og vefsvæði á borð við You-tube breytt valdajafnvæginu í fjölmiðlun á kostnað stóru fyrirtækjanna. Erlent 17.12.2006 10:41 Eldsvoði í brúðkaupsveislu Í það minnsta 22 konur og börn týndu lífi í eldsvoða í brúðkaupsveislu í austanverðu Pakistan í gær, brúðurin þar á meðal. Eldurinn kviknaði í tjaldi þar sem veislan var haldin en karlkyns gestirnir voru í öðru tjaldi, eins og siður er á þessum slóðum, og sakaði því ekki. Erlent 17.12.2006 10:09 Vesturveldin styðja Abbas Sú ákvörðun Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, að boða til kosninga á heimastjórnarsvæðunum hefur almennt mælst vel fyrir á Vesturlöndum. Abbas boðaði til kosninga í gær eftir stigvaxandi átök liðsmanna Fatah og Hamas. Leiðtogar Hamas segja ákvörðun forsetans jafngilda valdaráni. Erlent 17.12.2006 09:45 Átök í Kaupmannahöfn Til óeirða kom í Kaupmannahöfn í nótt þegar mótmælaganga ungmenna fór úr böndunum. Undanfarna daga hafa ungmennin mótmælt á friðsamlegan hátt þeirri ákvörðun Eystri-Landsrétts að hópi húsatökumanna bæri að rýma hús sem kristið trúfélag hafði keypt fyrir nokkrum árum. Í gærkvöld kom hins vegar til óláta í miðborginni. Nokkrir liggja sárir og 300 manns voru færðir í fangageymslur. Erlent 17.12.2006 10:00 Ákvörðun Abbas kölluð valdarán Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hefur boðað til þing- og forsetakosninga í þeirri von að þar með verði endi bundinn á valdabaráttu stríðandi fylkinga á heimastjórnarsvæðunum. Leiðtogar Hamas eru æfir yfir ákvörðuninni og kalla hana valdarán. Erlent 16.12.2006 18:21 Blair róaði Erdogan Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna ákváðu á fundi sínum í gær að gera hlé á aðildarviðræðum við Tyrkland en ítrekuðu þó að dyr sambandsins myndu áfram standa nýjum ríkjum opnar. Tony Blair forsætisráðherra Bretlands reyndi í morgun að sefa tyrkneska ráðamenn en þeir eru afar vonsviknir yfir ákvörðuninni. Erlent 16.12.2006 12:17 Abbas boðar kosningar Mahmoud Abbas forseti Palestínu sagði í ræðu nú í morgun að Hamas-samtökin bæru ábyrgð á róstunum sem nú ríkja á heimastjórnarsvæðunum. Hann hótaði að leysa ríkisstjórnina frá völdum og lét að því liggja að þing- og forsetakosningar væru á næsta leiti. Erlent 16.12.2006 12:13 Lítt gefnir fyrir sopann Þingmenn á norska stórþinginu eru reglusamir í meira lagi, ef marka má frétt dagblaðsins Aftenposten. Þar kemur fram að á síðasta ári hafi ölsala í mötuneyti þinghússins verið svo lítil að hún jafngildi því að hver þingmaður hafi drukkið sem svarar fjórum matskeiðum af bjór á árinu. Erlent 16.12.2006 10:02 Aftökum í Flórída frestað Jeb Bush, ríkisstjóri í Flórída og bróðir George Bush Bandaríkjaforseta, hefur fyrirskipað að öllum aftökum í ríkinu verði frestað um óákveðinn tíma. Ástæðan er misheppnuð aftaka með eitursprautu á Angel Nievez Diaz fyrr í vikunni en hún tók rúman hálftíma í stað fimmtán mínútna. Erlent 16.12.2006 09:55 Hermönnum verði fjölgað Breska ríkisútvarpið hefur eftir ónafngreindum embættismanni í Washington að á næsta ári muni líklegast George Bush Bandaríkjaforseti fjölga hermönnum í Írak til að reyna til þrautar að koma böndum á ofbeldið í landinu. Erlent 16.12.2006 09:53 Ein kvennanna var ófrísk Lögregla í Ipswich á Englandi kveðst vongóð um að raðmorðinginn sem myrt hefur fimm vændiskonur að undanförnu finnist á næstu dögum. Þá greindi lögreglan frá því nú fyrir stundu að ein vændiskvennanna hafi verið ófrísk þegar hún var myrt. Erlent 16.12.2006 09:50 Gæti boðað til kosninga Mahmoud Abbas, forseti Palestínu og oddviti Fatah, heldur ræðu í dag um ástandið og er ekki útilokað að hann boði til forseta- og þingkosninga takist ekki að mynda nýja ríkisstjórn á næstunni. Leiðtogar deilandi fylkinga á heimastjórnarsvæðunum hvetja til stillingar. Erlent 16.12.2006 09:58 Unnustan stal senunni Vilhjálmur Bretaprins útskrifaðist í dag úr Sandhurst-herskólanum á Englandi. Unnusta hans, Kate Middleton, vakti mikla athygli við athöfnina. Erlent 15.12.2006 18:26 Hávaxinn bjargar höfrungum Hávaxnasti maður í heimi, Bao Xishun, gerði sér lítið fyrir í gær og bjargaði lífi tveggja höfrunga í dýragarði í Kína. Erlent 15.12.2006 18:24 Dyrum ESB hallað Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna ákváðu á fundi sínum í morgun að gera hlé á aðildarviðræðum við Tyrkland en ítrekuðu þó að dyr sambandsins myndu áfram standa nýjum ríkjum opnar. Erlent 15.12.2006 18:22 Rambað á barmi borgarastyrjaldar Liðsmenn Hamas-samtakanna saka Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, um að reyna að koma af stað stríði á heimastjórnarsvæðunum. Fjöldi manna hefur særst í átökum á milli Hamas og Fatah-hreyfingar forsetans undanfarinn sólarhring og í nótt var skotið á bíl Ismails Haniyehs, forsætisráðherra. Erlent 15.12.2006 18:19 Óbreytt verðbólga í Bandaríkjunum Vísitala neysluverðs hélst óbreytt á milli mánaða í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Þetta jafngildir því að verðbólga sé 2,2 prósent vestanhafs á ársgrundvelli, sem er þvert á spár greiningaraðila sem bjuggust við að vöruverð myndi hækka um 0,2 prósent á milli mánaða. Helsta ástæðan er lækkun á eldsneytisverði. Viðskipti erlent 15.12.2006 16:33 Gleðileg jól Erlent 15.12.2006 16:31 Ávirðingar hlaðast upp á nýjan ráðherra Carina Christensen, hinn nýi fjölskyldu- og neytendaráðherra Danmerkur, náði ekki að klára einn dag í embætti áður en fjölmiðlar voru búnir að grafa upp meintar ávirðingar á hana. Christensen, sem er 34 ára gömul á og rekur húsgagnaverksmiðju á Fjóni. Erlent 15.12.2006 16:23 Flotadeild til höfuðs flóttamönnum Leiðtogar Evrópusambandsins hafa samþykkt að stofna sérstaka flotadeild til þess að koma í veg fyrir að ólöglegir inn flytjendur frá Afríku nái að suðurströndum aðildarríkjanna. Einnig verður stofnuð viðbragðssveit landamæravarða sem hægt er að senda á vettvang með litlum fyrirvara. Erlent 15.12.2006 15:20 Offita að setja Bretland á hausinn Læknar í bresku heilbrigðisþjónustunni segja að sívaxandi offita þjóðarinnar, geti gert þjónustuna gjaldþrota á næstu árum. Samkvæmt nýjustu tölum er offita meiri í Bretlandi en nokkru öðru Evrópuríki. Þar er einn af hverjum fimm fullorðnum of þungur, og læknarnir segja að það geti farið upp í einn af hverjum þremur, ef ekkert verði að gert. Erlent 15.12.2006 14:42 « ‹ 199 200 201 202 203 204 205 206 207 … 334 ›
30 starfsmönnum Rauða hálfmánans rænt í Írak Byssumenn rændu 30 starfsmönnum Rauða hálfmánans í Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag. Mannræningjarnir óku í ofboði að höfuðstöðvum hjálparsamtakana, réðust inn og rændu karlkyns starfsmönnum og gestkomandi. Erlent 17.12.2006 15:46
Sprengingar við skrifstofu Abbas Tvær sprengingar heyrðust nærri skrifstofum Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, á Gaza-svæðinu í dag. Reuters-fréttastofan greinir frá og segir að nokkrir hafi særst. Ekki er vitað hvort nokkur hafi týnt lífi í sprengingunum. Abbas var fjarverandi en hann er staddur á Vesturbakkanum. Erlent 17.12.2006 15:42
Almennur borgari féll í skotbardaga Almennur borgari féll í skotbardaga á Gaza í dag. Til átaka kom milli stuðningmanna Fatah-hreyfingar Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, og Hamas-liða. 19 ára stúlka varð fyrir skoti og lét lífið. Erlent 17.12.2006 14:23
Nágrannar styðji Íraka Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, heimsótti í dag breska hermenn í Írak. Í ræðu sem Blair flutti við það tækifæri hét hann Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, stuðningi og sagði mikilvægt að leiðtogar í nágrannalöndum Íraks styddu við bakið á honum og kæmu í veg fyrir að grafið væri undan honum. Erlent 17.12.2006 14:31
Fatah hefði betur Hamas-samtökin ætla ekki að taka þátt í kosningum sem Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna og leiðtogi Fatha, hefur boðað til. Ismail Haniyeh, forsætisráðherra í heimastjórn Hamas, greindi frá þessu í dag. Hann sagði ræðu forsetans frá í gær, þar sem hann tilkynnti um kosningar, aðeins hafa helt olíu á eldinn. Ný könnun sýnir að Fatah-hreyfingin hefði betur ef kosið yrði nú. Erlent 17.12.2006 13:51
Dæmdir til dauða fyrir að bjarga ekki konu Dómstóll á Srí Lanka hefur dæmt tvo menn til dauða fyrir að valda dauða konu þegar flóðbylgjan mikla skall á eynni annan dag jóla 2004. Myndbandsupptaka sýnir þegar þeir slíta af henni hálsfesti og skilja svo eftir í vatnsflaumnum. Erlent 17.12.2006 11:51
300 handteknir í Kaupmannahöfn Á þriðja hundrað manns voru handtekin þegar til átaka kom á milli mótmælenda og lögreglu í Kaupmannahöfn í gærkvöld. Grjóti og flöskum var kastað að lögreglu sem svaraði með því að skjóta táragasi á mannfjöldann. Erlent 17.12.2006 11:42
Lögðu undir sig landbúnaðarráðuneytið Loftið er lævi blandið á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna eftir að liðsmenn Fatah-hreyfingar Mahmoud Abbas lögðu undir sig landbúnaðarráðuneyti heimastjórnarinnar í morgun. Áhlaup Fatah kom í kjölfar árásar grímuklæddra byssumanna á æfingasvæði lífvarða Abbas í morgun en einn lét þar lífið. Abbas býr skammt frá ráðuneytinu og því segjast Fatah-menn hafa verið að tryggja öryggi hans með því að taka það yfir. Erlent 17.12.2006 11:36
Felldur eftir að hafa traðkað 14 til bana í ár Indverskir fílaveiðimenn felldu í gær stóran fílstarf sem sagður er hafa traðkað 14 manns til bana síðastliðið ár. Tarfurinn, sem heimamenn kalla Osama bin Laden, var orðinn sannkallaður ógnvaldur í Assam-héraði og því þótti ekki annað fært en að drepa hann. Erlent 17.12.2006 10:44
Time: Internetið gjörbylt fjölmiðlun Bandaríska tímaritið Time hefur valið "þig" sem mann ársins 2006 fyrir framlag þitt til að gerbylta allri fjölmiðlun í heiminum með hjálp internetsins. Að mati blaðsins hafa bloggsíður og vefsvæði á borð við You-tube breytt valdajafnvæginu í fjölmiðlun á kostnað stóru fyrirtækjanna. Erlent 17.12.2006 10:41
Eldsvoði í brúðkaupsveislu Í það minnsta 22 konur og börn týndu lífi í eldsvoða í brúðkaupsveislu í austanverðu Pakistan í gær, brúðurin þar á meðal. Eldurinn kviknaði í tjaldi þar sem veislan var haldin en karlkyns gestirnir voru í öðru tjaldi, eins og siður er á þessum slóðum, og sakaði því ekki. Erlent 17.12.2006 10:09
Vesturveldin styðja Abbas Sú ákvörðun Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, að boða til kosninga á heimastjórnarsvæðunum hefur almennt mælst vel fyrir á Vesturlöndum. Abbas boðaði til kosninga í gær eftir stigvaxandi átök liðsmanna Fatah og Hamas. Leiðtogar Hamas segja ákvörðun forsetans jafngilda valdaráni. Erlent 17.12.2006 09:45
Átök í Kaupmannahöfn Til óeirða kom í Kaupmannahöfn í nótt þegar mótmælaganga ungmenna fór úr böndunum. Undanfarna daga hafa ungmennin mótmælt á friðsamlegan hátt þeirri ákvörðun Eystri-Landsrétts að hópi húsatökumanna bæri að rýma hús sem kristið trúfélag hafði keypt fyrir nokkrum árum. Í gærkvöld kom hins vegar til óláta í miðborginni. Nokkrir liggja sárir og 300 manns voru færðir í fangageymslur. Erlent 17.12.2006 10:00
Ákvörðun Abbas kölluð valdarán Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hefur boðað til þing- og forsetakosninga í þeirri von að þar með verði endi bundinn á valdabaráttu stríðandi fylkinga á heimastjórnarsvæðunum. Leiðtogar Hamas eru æfir yfir ákvörðuninni og kalla hana valdarán. Erlent 16.12.2006 18:21
Blair róaði Erdogan Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna ákváðu á fundi sínum í gær að gera hlé á aðildarviðræðum við Tyrkland en ítrekuðu þó að dyr sambandsins myndu áfram standa nýjum ríkjum opnar. Tony Blair forsætisráðherra Bretlands reyndi í morgun að sefa tyrkneska ráðamenn en þeir eru afar vonsviknir yfir ákvörðuninni. Erlent 16.12.2006 12:17
Abbas boðar kosningar Mahmoud Abbas forseti Palestínu sagði í ræðu nú í morgun að Hamas-samtökin bæru ábyrgð á róstunum sem nú ríkja á heimastjórnarsvæðunum. Hann hótaði að leysa ríkisstjórnina frá völdum og lét að því liggja að þing- og forsetakosningar væru á næsta leiti. Erlent 16.12.2006 12:13
Lítt gefnir fyrir sopann Þingmenn á norska stórþinginu eru reglusamir í meira lagi, ef marka má frétt dagblaðsins Aftenposten. Þar kemur fram að á síðasta ári hafi ölsala í mötuneyti þinghússins verið svo lítil að hún jafngildi því að hver þingmaður hafi drukkið sem svarar fjórum matskeiðum af bjór á árinu. Erlent 16.12.2006 10:02
Aftökum í Flórída frestað Jeb Bush, ríkisstjóri í Flórída og bróðir George Bush Bandaríkjaforseta, hefur fyrirskipað að öllum aftökum í ríkinu verði frestað um óákveðinn tíma. Ástæðan er misheppnuð aftaka með eitursprautu á Angel Nievez Diaz fyrr í vikunni en hún tók rúman hálftíma í stað fimmtán mínútna. Erlent 16.12.2006 09:55
Hermönnum verði fjölgað Breska ríkisútvarpið hefur eftir ónafngreindum embættismanni í Washington að á næsta ári muni líklegast George Bush Bandaríkjaforseti fjölga hermönnum í Írak til að reyna til þrautar að koma böndum á ofbeldið í landinu. Erlent 16.12.2006 09:53
Ein kvennanna var ófrísk Lögregla í Ipswich á Englandi kveðst vongóð um að raðmorðinginn sem myrt hefur fimm vændiskonur að undanförnu finnist á næstu dögum. Þá greindi lögreglan frá því nú fyrir stundu að ein vændiskvennanna hafi verið ófrísk þegar hún var myrt. Erlent 16.12.2006 09:50
Gæti boðað til kosninga Mahmoud Abbas, forseti Palestínu og oddviti Fatah, heldur ræðu í dag um ástandið og er ekki útilokað að hann boði til forseta- og þingkosninga takist ekki að mynda nýja ríkisstjórn á næstunni. Leiðtogar deilandi fylkinga á heimastjórnarsvæðunum hvetja til stillingar. Erlent 16.12.2006 09:58
Unnustan stal senunni Vilhjálmur Bretaprins útskrifaðist í dag úr Sandhurst-herskólanum á Englandi. Unnusta hans, Kate Middleton, vakti mikla athygli við athöfnina. Erlent 15.12.2006 18:26
Hávaxinn bjargar höfrungum Hávaxnasti maður í heimi, Bao Xishun, gerði sér lítið fyrir í gær og bjargaði lífi tveggja höfrunga í dýragarði í Kína. Erlent 15.12.2006 18:24
Dyrum ESB hallað Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna ákváðu á fundi sínum í morgun að gera hlé á aðildarviðræðum við Tyrkland en ítrekuðu þó að dyr sambandsins myndu áfram standa nýjum ríkjum opnar. Erlent 15.12.2006 18:22
Rambað á barmi borgarastyrjaldar Liðsmenn Hamas-samtakanna saka Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, um að reyna að koma af stað stríði á heimastjórnarsvæðunum. Fjöldi manna hefur særst í átökum á milli Hamas og Fatah-hreyfingar forsetans undanfarinn sólarhring og í nótt var skotið á bíl Ismails Haniyehs, forsætisráðherra. Erlent 15.12.2006 18:19
Óbreytt verðbólga í Bandaríkjunum Vísitala neysluverðs hélst óbreytt á milli mánaða í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Þetta jafngildir því að verðbólga sé 2,2 prósent vestanhafs á ársgrundvelli, sem er þvert á spár greiningaraðila sem bjuggust við að vöruverð myndi hækka um 0,2 prósent á milli mánaða. Helsta ástæðan er lækkun á eldsneytisverði. Viðskipti erlent 15.12.2006 16:33
Ávirðingar hlaðast upp á nýjan ráðherra Carina Christensen, hinn nýi fjölskyldu- og neytendaráðherra Danmerkur, náði ekki að klára einn dag í embætti áður en fjölmiðlar voru búnir að grafa upp meintar ávirðingar á hana. Christensen, sem er 34 ára gömul á og rekur húsgagnaverksmiðju á Fjóni. Erlent 15.12.2006 16:23
Flotadeild til höfuðs flóttamönnum Leiðtogar Evrópusambandsins hafa samþykkt að stofna sérstaka flotadeild til þess að koma í veg fyrir að ólöglegir inn flytjendur frá Afríku nái að suðurströndum aðildarríkjanna. Einnig verður stofnuð viðbragðssveit landamæravarða sem hægt er að senda á vettvang með litlum fyrirvara. Erlent 15.12.2006 15:20
Offita að setja Bretland á hausinn Læknar í bresku heilbrigðisþjónustunni segja að sívaxandi offita þjóðarinnar, geti gert þjónustuna gjaldþrota á næstu árum. Samkvæmt nýjustu tölum er offita meiri í Bretlandi en nokkru öðru Evrópuríki. Þar er einn af hverjum fimm fullorðnum of þungur, og læknarnir segja að það geti farið upp í einn af hverjum þremur, ef ekkert verði að gert. Erlent 15.12.2006 14:42
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent