Erlent

Átök í Kaupmannahöfn

MYND/AP

Til óeirða kom í Kaupmannahöfn í nótt þegar mótmælaganga ungmenna fór úr böndunum. Undanfarna daga hafa ungmennin mótmælt á friðsamlegan hátt þeirri ákvörðun Eystri-Landsrétts að hópi húsatökumanna bæri að rýma hús sem kristið trúfélag hafði keypt fyrir nokkrum árum.

Í gærkvöld kom hins vegar til óláta í miðborginni þegar um þúsund mótmælendur tóku að kasta grjóti, flugeldum og öðru lauslegu í átt til lögregluliðsins, sem svaraði að bragði með því að skjóta táragasi inn í mannfjöldann. Nokkrir liggja sárir eftir átökin og 300 manns voru færðir í fangageymslur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×