Erlent

Time: Internetið gjörbylt fjölmiðlun

MYND/AP

Bandaríska tímaritið Time hefur valið "þig" sem mann ársins 2006 fyrir framlag þitt til að gerbylta allri fjölmiðlun í heiminum með hjálp internetsins. Að mati blaðsins hafa bloggsíður og vefsvæði á borð við You-tube breytt valdajafnvæginu í fjölmiðlun á kostnað stóru fyrirtækjanna.

Næstir í kjöri tímaritsins voru þeir Mahmoud Ahmadinejad, Hu Jintao og Kim Jong-il, leiðtogar Írans, Kína og Norður-Kóreu. Time hefur valið mann ársins frá árinu 1927, val blaðsins hefur oft verið umdeilt eins og árið 1938 þegar Adolf Hitler varð hlutskarpastur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×