Erlent

Vesturveldin styðja Abbas

Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna.
Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna. MYND/AP

Sú ákvörðun Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, að boða til kosninga á heimastjórnarsvæðunum hefur almennt mælst vel fyrir á Vesturlöndum.

Jeanie Mamo, einn af talsmönnum Hvíta hússins, sagði á blaðamannafundi í gærkvöld að hún vonaðist til að með kosningunum yrði endi bundinn á óöldina á meðal Palestínumanna. Tony Blair og Jose Luis Zapatero, forsætisráðherrar Bretlands og Spánar eru á meðal þeirra sem tekið hafa í svipaðan streng.

Abbas boðaði til kosninga í gær eftir stigvaxandi átök liðsmanna Fatah og Hamas. Leiðtogar Hamas segja ákvörðun forsetans jafngilda valdaráni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×