Erlent

Hávaxinn bjargar höfrungum

Bao Xishun lét sig ekki muna um að troða álkunum niður í maga höfrunganna.
Bao Xishun lét sig ekki muna um að troða álkunum niður í maga höfrunganna. MYND/AP

Hávaxnasti maður í heimi, Bao Xishun, gerði sér lítið fyrir í gær og bjargaði lífi tveggja höfrunga í dýragarði í Kína. Höfrungarnir veiktust eftir að hafa gleypt plaststykki og þegar læknar reyndu að fjarlægja þau með töngum fengu þeir krampa. Bao tókst hins vegar að reka níutíu og eins sentimetra langa handleggi sína niður í maga dýranna og ná aðskotahlutunum út.

Um svipað leyti skýrðu kínverskir vísindamenn frá því að fljótahöfrungurinn svonefndi væri því sem næst útdauður. Þessi hálfblindi höfrungur verður þar með fyrsta stóra sjóspendýrategundin sem deyr út síðan á sjötta áratugnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×