Rambað á barmi borgarastyrjaldar 15. desember 2006 18:45 Ismail Haniyeh, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, var sýnt banatilræði í nótt. MYND/AP Liðsmenn Hamas-samtakanna saka Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, um að reyna að koma af stað stríði á heimastjórnarsvæðunum. Fjöldi manna hefur særst í átökum á milli Hamas og Fatah-hreyfingar forsetans undanfarinn sólarhring og í nótt var skotið á bíl Ismails Haniyehs, forsætisráðherra. Haniyeh var að koma frá Egyptalandi með um tvo milljarða íslenskra króna í farteskinu sem hann hafði safnað á ferðalagi sínu. Ísraelar lokuðu landamærunum þar til Haniyeh féllst á að skilja peningana eftir í Egyptalandi. Þegar hann var svo loks kominn yfir til Gaza tók ekki betra við. Heiftarlegur skotbardagi braust út á milli lífvarða Haniyeh og vopnaðra manna, tengdum Fatah-hreyfingu Mahmoud Abbas forseta. Einn beið bana og fimm særðust, þar á meðal sonur Haniyeh, en hann komst sjálfur undan við illan leik. Í morgun kom til harðra bardaga á milli Fatah- og Hamas-liða, bæði á Gaza-ströndinni og í Ramallah á Vesturbakkanum. Yfir þrjátíu manns særðust í þeim átökum. Á fjöldafundi í Gazaborg í dag sem yfir 100.000 manns sóttu sakaði Khalil al-Hayya, einn af leiðtogum Hamas, Abbas um að ætla að koma af stað stríði og utanríkisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar vandaði forsetanum ekki heldur kveðjurnar. Grunnt hefur verið á því góða með fylkingununum að undanförnu, sérstaklega eftir að þrír synir háttsetts Fatah-liða voru myrtir í byrjun vikunnar og muni aukast enn frekar vegna árásarinnar á Haniyeh og ásakana Hamas. Vonir um myndun þjóðstjórnar fylkinginna virðast því hafa verið tálsýn ein. Erlent Fréttir Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fleiri fréttir Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Sjá meira
Liðsmenn Hamas-samtakanna saka Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, um að reyna að koma af stað stríði á heimastjórnarsvæðunum. Fjöldi manna hefur særst í átökum á milli Hamas og Fatah-hreyfingar forsetans undanfarinn sólarhring og í nótt var skotið á bíl Ismails Haniyehs, forsætisráðherra. Haniyeh var að koma frá Egyptalandi með um tvo milljarða íslenskra króna í farteskinu sem hann hafði safnað á ferðalagi sínu. Ísraelar lokuðu landamærunum þar til Haniyeh féllst á að skilja peningana eftir í Egyptalandi. Þegar hann var svo loks kominn yfir til Gaza tók ekki betra við. Heiftarlegur skotbardagi braust út á milli lífvarða Haniyeh og vopnaðra manna, tengdum Fatah-hreyfingu Mahmoud Abbas forseta. Einn beið bana og fimm særðust, þar á meðal sonur Haniyeh, en hann komst sjálfur undan við illan leik. Í morgun kom til harðra bardaga á milli Fatah- og Hamas-liða, bæði á Gaza-ströndinni og í Ramallah á Vesturbakkanum. Yfir þrjátíu manns særðust í þeim átökum. Á fjöldafundi í Gazaborg í dag sem yfir 100.000 manns sóttu sakaði Khalil al-Hayya, einn af leiðtogum Hamas, Abbas um að ætla að koma af stað stríði og utanríkisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar vandaði forsetanum ekki heldur kveðjurnar. Grunnt hefur verið á því góða með fylkingununum að undanförnu, sérstaklega eftir að þrír synir háttsetts Fatah-liða voru myrtir í byrjun vikunnar og muni aukast enn frekar vegna árásarinnar á Haniyeh og ásakana Hamas. Vonir um myndun þjóðstjórnar fylkinginna virðast því hafa verið tálsýn ein.
Erlent Fréttir Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fleiri fréttir Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Sjá meira