Erlent

Fréttamynd

Keypti dagbækur Önnu Nicole fyrir 33 milljónir

Tvær dagbóka Önnu Nicole Smith hafa verið seldar þýskum auðjöfri. Dagbækurnar eru frá árunum 1992 og 1994 og eru handskrifaðar af Önnu Nicole. Að því er fram kemur á danska fréttavefnum bt.dk þá hyggst þýski auðjöfurinn selja brot úr dagbókunum þeim fjölmiðlum sem áhuga á því hafa.

Erlent
Fréttamynd

Kveiktu í fíkniefnum

Yfirvöld í Bólívíu og Perú lögðu fyrir helgi eld að um 35 tonnum af eiturlyfjum. Götuverðmætið er sagt mörg hundruð milljónir króna. Hald var lagt á efnin í fjölmörgum aðgerum lögreglu í báðum löndum.

Erlent
Fréttamynd

Sjóliðar fluttir til Teheran

Evrópusambandið og bresk stjórnvöld krefjast þess að Íranar láti þegar lausa 15 breska sjó- og landgögnuliða sem teknir voru höndum á Persaflóa í gær. Stjórnvöld í Teheran segjast geta sannað það að mennirnir hafi farið ólöglega inn í íranska landhelgi.

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkjaforseti ætlar að beita neitunarvaldi

Bandaríkjaforseti ætlar að beita neitunarvaldi á frumvarp sem felur í sér heimkvaðningu bandarískra bardagasveita frá Írak fyrir fyrsta september á næsta ári. Varaforseti Íraks segist fullviss um að hægt verði að senda erlenda hermenn heim frá Írak fyrir þann tíma.

Erlent
Fréttamynd

Ný ályktun gegn Íran samþykkt í kvöld

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna greiðir í kvöld atkvæði um nýja ályktun gegn Írönum. Í gærkvöldi var gengið frá texta ályktunarinnar sem felur í sér frekari refsiaðgerðir vegna kjarnorkuáætlunar stjórnvalda í Teheran. Fulltrúi Breta í ráðinu greindi frá þessu og sagðist þess fullviss að ályktunin yrði samþykkt einróma.

Erlent
Fréttamynd

Stillt til friðar í Austur-Kongó

Stjórnarherinn í Austur-Kongó stillti til friðar í höfuðborginni, Kinsjasa, í gærkvöldi. Til harðra bardaga hefur komið þar í vikunni milli stjórnarhersins og fylgismanna Jean-Pierre Bemba, leiðtoga stjórnarandstöðunnar. Yfirvöld í Austur-Kongó hafa sakað Bemba um landráð og hefur hann leitað hælis í sendiráði Suður-Afríku.

Erlent
Fréttamynd

Ætlar ekki að dagsetja heimkvaðningu hermanna

Bush Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í gærkvöldi að hann ætlaði að beita neitunarvaldi sínu á frumvarp sem felur í sér heimkvaðningu bandarískra bardagasveita frá Írak fyrir 1. september á næsta ári. Um er að ræða frumvarp um aukafjárveitingu til stríðsrekstursins í Afganistan og Írak en dómkratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings bættu við heimkvaðningarákvæðinu áður en það var samþykkt.

Erlent
Fréttamynd

Segja sjóliða hafa brotið gegn alþjóðalögum

Íranar segja 15 breska sjóliða sem þeir handtóku í gær hafa siglt án leyfis inn í íranska landhelgi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá íranska utanríkisráðuneytinu þar sem aðgerðir sjóliðanna eru fordæmdar og þær sagðar brjóta gegn alþjóðalögum.

Erlent
Fréttamynd

Dagbækur Önnu seldust á 35 milljónir

Tvær dagbækur sem Anna Nicole Smith hélt voru í dag seldar uppboðsvefnum eBay fyrir meira en hálfa milljón dollara, eða um 35 milljónir íslenskra króna. Kaupandinn sagðist ætla að nota þær til þess að skrifa bók um Önnu. Dagbækurnar fundust þegar að hreingerningamaður var að fara í gegnum hús sem að Anna bjó í á meðan hún var við tökur á bíómyndum árið 1992 og 1994. Hann seldi þær síðan til safnara sem síðan geymdi þær allt þar til Anna lést og seldi þær nú á eBay.

Erlent
Fréttamynd

Íranar segja Breta hafa verið í órétti

Stjórnvöld í Íran halda því fram að sjóliðarnir bresku sem þau handtóku í dag hafi verið á írönsku yfirráðasvæði. Utanríkisráðherra Breta, Margaret Beckett, þvertekur hins vegar fyrir þær fullyrðingar.

Erlent
Fréttamynd

Friður kominn á í Kinshasa

Kongóski herinn hefur náð að stilla til friðar í höfuðborginni Kinshasa á ný. Síðastliðna tvo daga hafa harðir bardagar átt sér stað á milli fylgismanna Jean-Pierre Bemba, stjórnarandstöðuleiðtoga, og stjórnarhersins. Bemba, sem er fyrrum uppreisnarleiðtogi, hefur verið sakaður um landráð af yfirvöldum í Kongó.

Erlent
Fréttamynd

Kosið í Hong Kong á sunnudaginn

Á sunnudaginn fara fram í Hong Kong fyrstu kosningar, þar sem kosið er um fleiri en einn frambjóðanda, síðan Bretar létu svæðið af hendi til Kínverja fyrir tæpum tíu árum. Í henni verður kosið á milli Donald Tsang, sem nú er framkvæmdastjóri svæðisins, og Alan Leong, en hann er lýðræðissinni.

Erlent
Fréttamynd

Íranar vilja samstarf með Evrópuþjóðum

Íranar ætla sér að leggja fram nokkrar tillögur fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna á morgun til þess að reyna að komast hjá refsiaðgerðum vegna kjarnorkuáætlunar þeirra. Ein af þeim er að Evrópuþjóðir taki þátt í kjarnorkuáætluninni og fjárfesti í henni.

Erlent
Fréttamynd

Wall Street að ná sér á strik

Vikan sem er að líða var sú besta á Wall Street undanfarin fjögur ár. Uppgangurinn er að mestu leyti að þakka auknum kaupum á fasteignum en fasteignamarkaðurinn var farinn að hægja verulega á sér.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ætla að bæta gæludýraeigendum tapið

Fyrirtækið Menu Foods hefur lofað að bæta gæludýraeigendum sem misstu gæludýr sín vegna eitrunar í mat frá fyrirtækinu allan skaða sem þeir urðu fyrir. Að því gefnu að eigendurnir geti sannað að dýrin hafi drepist vegna eitrunar úr gæludýramat fyrirtækisins.

Erlent
Fréttamynd

Bush að beita neitunarvaldi

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hótaði því í dag að beita neitunarvaldi gegn tillögu demókrata um að kalla alla bardagabúna hermenn heim frá Írak fyrir september 2008. Tillagan hefur þegar verið samþykkt í fulltrúadeild bandaríska þingsins.

Erlent
Fréttamynd

Framdi sjálfsmorð í beinni

Tveggja barna breskur faðir sem framdi sjálfsmorð í beinni útsendingu á netinu átti við veikindi að stríða að sögn eiginkonu hans. Lögregla fann Kevin Whitrick, 42 ára, látinn á heimili sínu stuttu eftir hún var látin vita. Einn af áhorfendum á netinu hafði þá hringt í lögregluna.

Erlent
Fréttamynd

Forseti Írans ekki til Bandaríkjanna

Forseti Írans, Mahmoud Amhadinejad, hefur aflýst ferð sinni til höfuðstöðva Sameinuðu þjóðanna þar sem Bandaríkin voru of lengi að gefa út vegabréfsáritanir fyrir fylgdarlið hans. Sendiherra Íran hjá Sameinuðu þjóðunum, Javad Zarif, skýrði frá þessu í kvöld. „Forsetinn kemur ekki." sagði Zarif við fréttamenn í kvöld.

Erlent
Fréttamynd

Knútur vinsæll

Berlínarbúar sem og aðkomumenn flykktust í dýragarðinn í Berlín í dag til að berja ísbjarnarhúninn Knút augum. Örlög hans hafa verið Þjóðverjum hugleikin síðustu daga en móðir hans hafnaði Knúti og bróður hans skömmu eftir að þeir komu í heiminn í byrjun desember. Bróðirinn drapst en sjálfur dafnar Knútur vel hjá þjálfara sínum.

Erlent
Fréttamynd

Rómarsáttmálinn fimmtugur á sunnudaginn

Á sunnudaginn er hálf öld frá því að Rómarsáttmálinn var undirritaður og Efnahagsbandalag Evrópu, forveri Evrópusambandsins, stofnað. Um fimmtugt skartar ESB 27 aðildarríkjum og sameiginlegri mynt. Það sinnir friðargæslu í Afríku, Asíu, Miðausturlöndum og á Balkanskaga. Í sambandsríkjunum er fimmtung verslana heimsins að finna og þar býr tæplega hálfur milljarður manna.

Erlent
Fréttamynd

Myrtur á heimsmeistaramótinu í krikket

Bob Woolmer, landsliðsþjálfari Pakistana í krikket, var myrtur á hótelherbergi sínu á Jamaíka fyrir tæpri viku. Talið er að einhver nákominn honum hafi framið ódæðið og fórnarlambið haft uppi áform um að afhjúpa spillingu í íþróttinni.

Erlent
Fréttamynd

Ógnað með byssum og síðan rænt

Liðsmenn íranska byltingarhersins tóku í dag höndum 15 breska sjó- og landgönguliða sem voru við eftirlit í íraskri landhelgi. Þeim var ógnað með skotvopnum en ekki kom til átaka.

Erlent
Fréttamynd

Bardagasveitir heim 2008

Fulltrúardeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag frumvarp sem felur í sér að kalla skuli alla bardagasveitir Bandaríkjahers heim frá Írak fyrir 1. september 2008. Frumvarpið fól í sér rúmlega 8.000 milljarða króna aukafjárveitingu til stríðsrekstursins en demókratar í fulltrúadeildinni bættu heimkvaðningarskilyrðinu við.

Erlent
Fréttamynd

Bardagasveitir frá Írak á næsta ári

Neðri deild bandaríska þingsins samþykkti í dag að allar bardagasveitir hersins skuli vera komnir heima frá Írak hinn fyrsta september á næsta ári. Þar sem bardagasveitir eru sérstaklega tilteknar er haldið opnum þeim möguleika að stuðningsdeildir eins og verkfræðisveitir verði eitthvað lengur í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Duglegur elskhugi

Bresku hjónin Sara og Charles Bostock eru skilin eftir langt og farsælt hjónaband. Þeim varð sjö barna auðið og af þeim átti Charles tvö. Charles, sem í dag er á eftirlaunum, er 69 ára gamall. Hann býr einn. Sara er tuttugu árum yngri og býr með elskhuganum sem gjörði henni börnin fimm, sem Charles hélt að hann ætti.

Erlent
Fréttamynd

Bretar heimta sjóliða sína aftur

Bretar hafa krafist þess að Íranar láti strax lausa fimmtán breska sjóliða sem þeir handtóku þegar þeir voru við venjubundið eftirlit um borð í flutningaskipi undan ströndum Íraks. Bretarnir veittu enga mótspyrnu þegar írönsk flotasveit dreif að þegar þeir voru á leið frá skipinu á gúmmíbátum sínum. Skipið sem þeir voru að skoða var í Íraskri landhelgi.

Erlent
Fréttamynd

Enn óvissa um stjórnarskrá

Evrópusambandið heldur upp á fimmtíu ára afmæli sitt hinn 25. þessa mánaðar. Þann dag árið 1957 var stofnsáttmáli þess undirritaður í Rómarborg. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og líklega flestir sammála um að mikill árangur hafi náðst. Engu að síður er enn tekist á um grundvallaratriði, eins og til dæmis sameiginlega stjórnarskrá allra aðildarríkjanna. Á skýringarmyndinni hér til hliðar má sjá þróun sambandsins og þau mál sem helst steytir á.

Erlent
Fréttamynd

Ground control to Major Tom

Frakkar hafa fyrstir þjóða opnað X-skýrslurnar svokölluðu, þar sem er að finna allar rannsóknir og tilkynningar til stjórnvalda um fljúgandi furðuhluti. Allar skýrslurnar hafa verið settar á sérstaka netsíðu. Talsmaður frönsku geimrannsóknarstofnunarinnar segir að þeir vonist til að með þessu verði hægt að tala um fyrirbærið án blindrar trúar eða fordóma.

Erlent
Fréttamynd

Enn barist í Mógadisjú

Harðir bardagar héldu áfram í Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu, í morgun, þriðja daginn í röð. Átök herskárra múslima við eþíópískar og sómalskar hersveitir hafa harnað síðustu vikur. Íbúar hafa flúið borgina í stórum hópum í gær og í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Landar 508 hvölum

Japanska verksmiðjuskipið Nisshin Maru legst að bryggju í Tokyo, í dag, með 508 hvali innanborðs. Blaðamenn fá ekki aðgang að bryggjunni sem skipið legst að, né heldur andstæðingar hvalveiða, sem búist er við að mæti á staðinn. Hvalkjötið verður étið eftir að vísindamenn hafa skoðað fenginn og tekið úr honum sýni.

Erlent