Erlent

Íranar vilja samstarf með Evrópuþjóðum

Mahmoud Ahamadinejad, forseti Írans.
Mahmoud Ahamadinejad, forseti Írans. MYND/AP

Íranar ætla sér að leggja fram nokkrar tillögur fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna á morgun til þess að reyna að komast hjá refsiaðgerðum vegna kjarnorkuáætlunar þeirra. Ein af þeim er að Evrópuþjóðir taki þátt í kjarnorkuáætluninni og fjárfesti í henni.

„Við höfum áður gert Evrópulöndunum gott tilboð en það var ekki hlustað á það. Við lögðum til að búa til félag um framleiðslu á kjarnorku í Íran." sagði Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, í sjónvarpsviðtali sem sýnt var í kvöld á frönsku sjónvarpsstöðinni France 24. Vesturveldin hafa lagst gegn því að Íranar auðgi úran í Íran því þau óttast að ef Íranar ná valdi á tækninni fari þeir að framleiða kjarnorkuvopn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×