Erlent

Sjóliðar fluttir til Teheran

Evrópusambandið og bresk stjórnvöld krefjast þess að Íranar láti þegar lausa 15 breska sjó- og landgögnuliða sem teknir voru höndum á Persaflóa í gær. Stjórnvöld í Teheran segjast geta sannað það að mennirnir hafi farið ólöglega inn í íranska landhelgi.

Málið hefur valdið töluverðum titringi milli Breta og Írana. Það var um miðjan dag í gær sem íranskir hermenn tóku höndum átta breska sjóliða og sjö landgönguliða þar sem þeir voru við eftirlit í Persaflóa. Ein kona er í hópnum.

Sjó- og landgönguliðarnir voru um borð í skipi þar sem grunur lék á að bíla væri að finna sem ætti að smygla til einhvers ríkis í flóanum. Bretar kölluðu þegar sendiherra Írana í Lundúnum á fund í utanríkisráðuneytinu og kröfuðst þess að fólkið yrði látið laust. Fréttir hafa borist af því að sjó- og landgönguliðunum hafi verið ógnað með skotvopnum þegar þeir voru handteknir og hefur það vakið mikla reiði í Bretlandi.

Það var svo í morgun sem stjórnvöld í Teheran sendur frá sér yfirlýsingu um að sjó- og landgönguliðarnir hafi verið í íranskri lögsögu án leyfis. Það sé brot á alþjóðalögum og írönsk stjórnvöld fordæmdu það. Reutersfréttastofan hafði svo ímorgun eftir ónafngreindum talsmanni Íranshers að játningar fólksins lægju fyrir og gögn sýndu að þau hefðu farið inn á íranskt hafsvæði.

Þessu trúa Bretar ekki og segja rangt.

Sjó- og landgönguliðarnir hafa nú verið fluttir til Teheran. Alls óvíst er hvernig þessi deila þróast. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Íranar taka breska sjóliða höndum á sömu slóðum. Það gerðist síðast 2004. Sjólðarnir þá voru átta. Þeir játuðu þá á sig það brot hafa siglt með ólögmætum hætti inn íranska lögsögu og var þá sleppt ómeiddum eftir þrjá daga í haldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×