Erlent

Ætla að bæta gæludýraeigendum tapið

Fyrirtækið Menu Foods hefur lofað að bæta gæludýraeigendum sem misstu gæludýr sín vegna eitrunar í mat frá fyrirtækinu allan skaða sem þeir urðu fyrir. Að því gefnu að eigendurnir geti sannað að dýrin hafi drepist vegna eitrunar úr gæludýramat fyrirtækisins.

Fyrirtækið endurkallaði í síðustu viku 60 milljón dósir og poka af gæludýramat vegna gruns um að hann hefði valdið dauða fjölmargra gæludýra. Málið var rannsakað og í ljós kom að rottueitur leyndist í gæludýramatnum.

Eigendur fyrirtækisins segja að eitrið hafi komið úr kínversku hveiti. Þeir hafa ekki enn hætt framleiðslu í þeim verksmiðjum þaðan sem eitraði maturinn er talinn kominn frá. Hins vegar hafa þeir lofað því að héðan í frá muni þeir gæðaprófa allt hráefni sem þeir setja í gæludýramatinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×