Erlent

Landar 508 hvölum

Japanar elska hvalkjöt.
Japanar elska hvalkjöt.

Japanska verksmiðjuskipið Nisshin Maru legst að bryggju í Tokyo, í dag, með 508 hvali innanborðs. Blaðamenn fá ekki aðgang að bryggjunni sem skipið legst að, né heldur andstæðingar hvalveiða, sem búist er við að mæti á staðinn. Hvalkjötið verður étið eftir að vísindamenn hafa skoðað fenginn og tekið úr honum sýni.

Nisshin Maru var talsvert í fréttum fyrir nokkrum vikum, þegar kviknaði í því á veiðislóð í Suður-Íshafinu. Einn skipverji lét lífið og skipið rak vélarvana í marga daga áður en tókst að gera við það. Japanska útgerðin hafnaði aðstoð Grænfriðunga sem voru í grendinni, en tilgangur þeirra var að trufla veiðarnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×