Erlent Með byssukúlu í hjartanu í 39 ár Byssukúla var á dögunum fjarlægð úr hjarta vietnamsks manns. Hann hafði gengið með hana í hjartastað í þrjátíu og níu ár, allt frá því hann var skotinn í Vietnam stríðinu. Le Dihn Hung, sem nú er sextugur mátti þola verki vegna byssukúlunnar öll þessi ár. En það var fyrst núna sem læknar treystu sér til þess að fjarlægja hana. Erlent 17.4.2007 16:17 Rússar fá nýjan kjarnorkukafbát Rússar hafa sjósett sinn fyrsta nýja kafbát frá falli Sovétríkjanna. Hann er sagður margfallt öflugri en þeir kafbátar sem fyrir eru í rússneska flotanum. Báturinn ber hið kuldalega nafn Borei, sem þýðir heimskautavindur. Hann verður búinn langdrægum kjarnorkueldflaugum sem er hægt að skjóta hvort sem er ofan sjávar eða neðan. Erlent 17.4.2007 15:44 Þrettán sinnum hættulegra að fljúga til Rússlands Rússland er sá staður á jörðinni sem er hve hættulegast að fljúga til. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Alþjóðlega flugeftirlitsins fyrir árið 2006. Rússland og önnur lönd innan fyrrverandi lýðveldis Sovétríkjanna voru með þrettán sinnum fleiri flugslys en meðaltal var í heiminum í heild. Erlent 17.4.2007 15:20 Afkoma Coca Cola yfir væntingum Bandaríski gosdrykkjaframleiðandinn Coca Cola skilaði hagnaði upp á 1,26 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 82,4 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Til samanburðar nam hagnaðurinn 1,11 milljörðum dala, jafnvirði 72,6 milljörðum króna, á sama tíma í fyrra. Þetta er 14 prósenta aukning á milli ára. Viðskipti erlent 17.4.2007 15:18 Glæpahringur drepur 17 manns í Mexico Lögreglan í Mexico fann sautján lík sem búið var að fleygja á göturnar eða geyma í bílum þvert yfir Mexico í gær. Fimm manns fundust látin í sendiferðabíl í borginni Kancun. Tveir aðrir fundust í bíl um 100 mílur frá Mexico borg. Á miða sem fannst á vettvangi er Joaquin Guzman, forsprakki glæpahringsins Sinaloa hótað, en hann slapp úr fangelsi árið 2001. Erlent 17.4.2007 12:05 Mannræningjar krefjast lausnargjalds Mannræningjar BBC fréttamannsins, Alan Johnston, hafa krafist lausnargjalds upp á fimm milljón Bandaríkja dollara. Í gær biðluðu ættingjar mannsins til mannræningjana um lausn hans, þar sem áður óþekkt samtök Palestínumanna, Fylking einingar guðs og heilags stríðs, sögðust hafa tekið hann af lífi. Krafa um lausnargjaldið hefur því aftur gefið fjölskyldu Johnston von um að hann sé á lífi. Hinum 44 ára gamla Alan Johnston var rænt á Gaza-svæðinu fyrir meira en mánuði síðan. Hann hefur unnið sem fréttamaður í 16 ár, þar af 3 á Gaza- svæðinu. Erlent 17.4.2007 11:30 Byssumaðurinn var asískur nemandi í skólanum Forseti skólans hefur staðfest að byssumaðurinn var asískur karlmaður sem var við nám í skólanum. Hann bjó á einni af heimavistum skólans. Blaðið Chicago Sun-Times sagði hann hafa verið kínverskan og að hann hafi ekki verið tengdur hryðjuverkahópum. Vitni í heimavistinni sögðu manninn hafa gengið á milli herbergja í leit að fyrrverandi kærustu sinni. Lögreglan hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir viðbrögð sín við árásinni. Erlent 17.4.2007 10:51 James Bond er látinn Fyrsti leikarinn sem lék njósnarann James Bond er látinn, 89 ára gamall. Barry Nelson lék 007 í sjónvarpsútgáfu af Casino Royal árið 1954. Það var átta árum áður en Sean Connery kom til sögunnar í Dr. No. Barry Nelson var á samningi hjá MGM á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar. Þá söðlaði hann um og lék mest í á sviði eftir það. Erlent 17.4.2007 10:46 Þýski liðþjálfinn rekinn með skömm Þýski liðþjálfinn sem skipaði svo fyrir að hermenn í æfingabúðum hjá sér myndu ímynda sér sem svo að þeir væru að skjóta á blökkumenn í Bronx hverfi Bandaríkjanna var rekinn með skömm. Liðþjálfinn lét hermenn ímynda sér að blökkumennirnir hefðu móðgað mömmu þeirra og það eina sem þeir gætu gert væri að skjóta þá. Erlent 17.4.2007 10:17 Nakin Moss á milljónir Búist er við tilboðum upp á milljónir króna þegar áður óbirtar ljósmyndir af fyrirsætunni Kate Moss verða seldar á uppboði hjá Christies uppboðshúsinu í lok maí. Meðal þeirra eru tvö nektarportrett. Annað þeirra tók hinn heimsfrægi ljósmyndari Irwin Penn árið 1996. Hitt tók Albert Watson, annar frægur ljósmyndari. Erlent 17.4.2007 10:15 Fimm öryggisverðir Sameinuðu þjóðanna létust Fimm öryggisverðir Sameinuðu þjóðanna dóu í sprengju sem sprakk á bíl þeirra í Afganistan í dag. Fjórir mannanna voru frá Nepal en einn þeirra var Afgani. Árásinn átti sér stað í borginni Kandahar, en það er talinn vera upphafsstaður Talibana hreyfingarinnar. Erlent 17.4.2007 09:42 Lungnabaninn beikon Að borða mikið af beikoni eða hvers konar verkuðu kjöti gæti skaðað lungnastarfsemi og aukið líkunar á lungnasjúkdómum. Þetta kom fram í nýrri rannsókn Kólumbíuháskóla sem skýrt var frá í dag. Erlent 17.4.2007 09:18 Verðbólga mælist 3,1 prósent í Bretlandi Nýjustu hagtölur bresku hagstofunnar benda til að verðbólga hafi mælst 3,1 prósent í Bretlandi í síðasta mánuði. Þetta er þvert á væntingar enda hefur verðbólga ekki verið hærri í áratug. Þetta þykir sömuleiðis nokkur skellur fyrir Englandsbanka sem ákvað fyrir tæpum hálfum mánuði að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,25 prósentum. Viðskipti erlent 17.4.2007 08:56 Öryggisráðið ræðir loftslagsbreytingar Utanríkisráðherra Bretlands, Margaret Beckett, stýrir í dag umræðu hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um áhrif loftslagsbreytinga á öryggisástand í heiminum. Beckett ætlar sér að ræða um matar- og vatnsskort sem á eftir að verða vegna. Hún segir að það eigi eftir að gera öryggisástandið í heiminum enn verra. Erlent 17.4.2007 08:43 Varaforsetinn má bjóða sig fram Hæstiréttur Nígeríu hefur úrskurðað að varaforsetinn Atiku Abubakar megi bjóða sig fram til forsetaembættisins á laugardaginn kemur. Yfirkjörstjórn í landinu hafði áður meinað honum að bjóða sig fram þar sem hann hefur verið ákærður fyrir spillingu. Erlent 17.4.2007 08:08 Fréttamenn í verkfalli Dönsku dagblöðin Berlingske Tidende og B.T. komu hvorugt út í morgun. Starfsmenn blaðana hófu verkfall í gær til að mótmæla fyrirhuguðum sparnaðaraðgerðum eigenda blaðsins sem gera ráð fyrir að allt að 350 starfsmönnum verði sagt upp nú með vorinu. Erlent 17.4.2007 08:06 37 ungmenni handtekin í Kaupmannahöfn Lögregla í Kaupmannahöfn hefur handtekið 37 ungmenni fyrir skemmdarverk sem unnin voru á yfirgefnum skóla við Stefnsgade á Norðurbrú í gær. Um 150 ungmenni söfnuðust saman í gær í skólanum og lýstu hann hið nýja Ungdómshús. Lögregla rýmdi húsið skömmu síðar en þá höfðu ungmennin gengið berserksgang um húsið og rústað meðal annars eldhúsi og salerni. Erlent 17.4.2007 07:57 Réttað yfir bandarískum hermanni Í Róm á Ítalíu verður réttað yfir bandarískum hermanni fyrir að hafa myrt ítalskan leyniþjónustumann í Írak í mars árið 2005. Ekki er búist við því að hermaðurinn, Mario Lozano, verði viðstaddur en samkvæmt ítölskum lögum er hægt að rétta yfir sakborningum án þess að þeir séu viðstaddir. Erlent 17.4.2007 07:54 Hrottalegasta fjöldamorð í sögu Bandaríkjanna Hrottalegasta fjöldamorð í sögu Bandaríkjanna var framið í tækniháskólanum í Virginíu í gær. 33 létu lífið, þar á meðal byssumaðurinn, og 15 særðust. Erlent 17.4.2007 07:16 Súdan samþykkir árásarþyrlur Stjórnvöld í Súdan samþykktu að í gær að leyfa árásarþyrlum Sameinuðu þjóðanna að vera hluti af 3.000 manna friðargæsluliði sem fær að starfa í Darfúr-héraði. Liðið mun styðja við bakið á þeim 7.000 friðargæsluliðum sem þar eru fyrir en Darfúr-hérað er álíka stórt og Frakkland. Talið er að hótanir Bandaríkjanna og Breta um refsiaðgerðir hafi leitt til samkomulagsins. Erlent 17.4.2007 07:11 Norður-Kórea að slökkva á kjarnorkuveri sínu Norður-Kórea hefur þegar hafið störf við að slökkva á kjarnorkuveri sínu. Suður-kóreskir fjölmiðlar fullyrtu þetta í nótt. Bandarískar njósnamyndir sýna aukna starfsemi við kjarnorkuverið en Bandaríkjamenn telja að það sé merki um að verið sé að undirbúa að hætta starfsemi. Erlent 17.4.2007 07:09 Lögregla ber kennsl á byssumanninn Lögreglustjóri skólans sagði á fréttamannafundi í kvöld, að lýsingin á manninum í fyrri árásinni passi ekki við útlit byssumannsins sem stóð að þeirri síðari, og tók sitt eigið líf. Þetta gæti þýtt að sami maðurinn hafi ekki staðið að báðum árásunum. Lögregla hefur heldur ekki staðfest að árásirnar séu tengdar. Hún hefur borið kennsl á manninn sem framdi sjálfsmorð en vill ekki skýra frá því hver hann er að svo stöddu. Erlent 17.4.2007 00:29 100 lögreglumenn handteknir í Mexíkó Hermenn í Mexíkó handtóku í kvöld fleiri en 100 lögreglumenn í aðgerðum sem miða að því ráða niðurlögum voldugra eiturlyfjahringja og lögreglumanna sem eru á launaskrá hjá þeim. Herinn gerði áhlaup á lögreglustöðvar víðsvegar í norðurhluta Mexíkó og fylkinu Nuevo Leon. Þar hafa margar aftökur, sem tengdar eru valdabaráttu eiturlyfjahringja, átt sér stað á síðastliðnu ári. Erlent 16.4.2007 23:09 Mannskæðasta skotárás sinnar tegundar í sögu Bandaríkjanna 33 létust að meðtöldum byssumanninum í skotárásunum í tækniháskólanum í Virginíu í dag. Rektor háskólans og lögreglstjóri skólans skýrðu frá þessu á fréttamannafundi í kvöld. Skotárásin í dag er sú mannskæðasta sinnar tegundar í Bandaríkjunum. 15 manns slösuðust. Talsvert hefur verið deilt á lögreglu fyrir viðbrögð hennar. Erlent 16.4.2007 22:14 Royal saxar á Sarkozy Nicolas Sarkozy, frambjóðandi hægri manna í forsetakosningunum í Frakklandi, hefur tapað forskoti sínu á Segolene Royal, frambjóðanda sósíalista. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem sýnir að ef þau fara í aðra umferð skiptist atkvæðin jafnt á milli þeirra. Könnunin var í dagblaðinu Le Parisien. Erlent 16.4.2007 21:12 33 létu lífið í skotárásunum í Virginíu 33 létust, þar á meðal byssumaðurinn, í skotárásunum í tækniháskólanum í Virginíu í dag. Forseti skólans sagði frá því á fréttamannafundi sem fram fór í kvöld og var í beinni útsendingu hér á Vísi. Aldrei áður hafa jafnmargir látið lífið í skotárás á skólalóð í sögu Bandaríkjanna. Erlent 16.4.2007 20:37 Bush harmar fjöldamorðið í Virginíu George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, staðfesti í kvöld að fleiri en 30 hefðu látið lífið í skotárásinni í tækniháskólanum í Virginíu í dag. Í ávarpi sem hann hélt í kvöld sagðist hann vera harmi sleginn vegna atburðarins. Hann sagði jafnframt að stjórnvöld myndu reyna að aðstoða á alla mögulega vegu. Erlent 16.4.2007 19:57 Slökktu á öryggiskerfi Slökkt hafði verið á öryggiskerfi, sem átti að koma í veg fyrir að námuverkamenn myndi vinna við hættulegar aðstæður, áður en gassprenging varð í rússneskri námu með þeim afleiðingum að fleiri en 100 verkamenn létu lífið. Vinnueftirlit rússneska ríkisins skýrði frá þessu í dag. Erlent 16.4.2007 19:56 Smásöluverslun jókst um 0,7 prósent í Bandaríkjunum Smásöluverslun jókst um 0,7 prósent á milli mánaða í mars í Bandaríkjunum, samkvæmt nýjustu upplýsingum viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna. Greinendur segja þetta koma efnahagslífinu til góða og vega upp á móti samdrætti í iðnaði og á húsnæðismarkaði vestanhafs. Viðskipti erlent 16.4.2007 19:47 Fimm þúsund kanínur á hraðbrautinni Umferð um fjölförnustu hraðbraut Ungverjalands stöðvaðist í margar klukkustundir í dag þegar bíll með fimm þúsund kanínur innanborðs lenti í árekstri og valt um koll. Allar kanínurnar sluppu úr búrum sínum og hlupu eins og fætur toguðu út á þjóðveginn. Erlent 16.4.2007 19:19 « ‹ 125 126 127 128 129 130 131 132 133 … 334 ›
Með byssukúlu í hjartanu í 39 ár Byssukúla var á dögunum fjarlægð úr hjarta vietnamsks manns. Hann hafði gengið með hana í hjartastað í þrjátíu og níu ár, allt frá því hann var skotinn í Vietnam stríðinu. Le Dihn Hung, sem nú er sextugur mátti þola verki vegna byssukúlunnar öll þessi ár. En það var fyrst núna sem læknar treystu sér til þess að fjarlægja hana. Erlent 17.4.2007 16:17
Rússar fá nýjan kjarnorkukafbát Rússar hafa sjósett sinn fyrsta nýja kafbát frá falli Sovétríkjanna. Hann er sagður margfallt öflugri en þeir kafbátar sem fyrir eru í rússneska flotanum. Báturinn ber hið kuldalega nafn Borei, sem þýðir heimskautavindur. Hann verður búinn langdrægum kjarnorkueldflaugum sem er hægt að skjóta hvort sem er ofan sjávar eða neðan. Erlent 17.4.2007 15:44
Þrettán sinnum hættulegra að fljúga til Rússlands Rússland er sá staður á jörðinni sem er hve hættulegast að fljúga til. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Alþjóðlega flugeftirlitsins fyrir árið 2006. Rússland og önnur lönd innan fyrrverandi lýðveldis Sovétríkjanna voru með þrettán sinnum fleiri flugslys en meðaltal var í heiminum í heild. Erlent 17.4.2007 15:20
Afkoma Coca Cola yfir væntingum Bandaríski gosdrykkjaframleiðandinn Coca Cola skilaði hagnaði upp á 1,26 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 82,4 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Til samanburðar nam hagnaðurinn 1,11 milljörðum dala, jafnvirði 72,6 milljörðum króna, á sama tíma í fyrra. Þetta er 14 prósenta aukning á milli ára. Viðskipti erlent 17.4.2007 15:18
Glæpahringur drepur 17 manns í Mexico Lögreglan í Mexico fann sautján lík sem búið var að fleygja á göturnar eða geyma í bílum þvert yfir Mexico í gær. Fimm manns fundust látin í sendiferðabíl í borginni Kancun. Tveir aðrir fundust í bíl um 100 mílur frá Mexico borg. Á miða sem fannst á vettvangi er Joaquin Guzman, forsprakki glæpahringsins Sinaloa hótað, en hann slapp úr fangelsi árið 2001. Erlent 17.4.2007 12:05
Mannræningjar krefjast lausnargjalds Mannræningjar BBC fréttamannsins, Alan Johnston, hafa krafist lausnargjalds upp á fimm milljón Bandaríkja dollara. Í gær biðluðu ættingjar mannsins til mannræningjana um lausn hans, þar sem áður óþekkt samtök Palestínumanna, Fylking einingar guðs og heilags stríðs, sögðust hafa tekið hann af lífi. Krafa um lausnargjaldið hefur því aftur gefið fjölskyldu Johnston von um að hann sé á lífi. Hinum 44 ára gamla Alan Johnston var rænt á Gaza-svæðinu fyrir meira en mánuði síðan. Hann hefur unnið sem fréttamaður í 16 ár, þar af 3 á Gaza- svæðinu. Erlent 17.4.2007 11:30
Byssumaðurinn var asískur nemandi í skólanum Forseti skólans hefur staðfest að byssumaðurinn var asískur karlmaður sem var við nám í skólanum. Hann bjó á einni af heimavistum skólans. Blaðið Chicago Sun-Times sagði hann hafa verið kínverskan og að hann hafi ekki verið tengdur hryðjuverkahópum. Vitni í heimavistinni sögðu manninn hafa gengið á milli herbergja í leit að fyrrverandi kærustu sinni. Lögreglan hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir viðbrögð sín við árásinni. Erlent 17.4.2007 10:51
James Bond er látinn Fyrsti leikarinn sem lék njósnarann James Bond er látinn, 89 ára gamall. Barry Nelson lék 007 í sjónvarpsútgáfu af Casino Royal árið 1954. Það var átta árum áður en Sean Connery kom til sögunnar í Dr. No. Barry Nelson var á samningi hjá MGM á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar. Þá söðlaði hann um og lék mest í á sviði eftir það. Erlent 17.4.2007 10:46
Þýski liðþjálfinn rekinn með skömm Þýski liðþjálfinn sem skipaði svo fyrir að hermenn í æfingabúðum hjá sér myndu ímynda sér sem svo að þeir væru að skjóta á blökkumenn í Bronx hverfi Bandaríkjanna var rekinn með skömm. Liðþjálfinn lét hermenn ímynda sér að blökkumennirnir hefðu móðgað mömmu þeirra og það eina sem þeir gætu gert væri að skjóta þá. Erlent 17.4.2007 10:17
Nakin Moss á milljónir Búist er við tilboðum upp á milljónir króna þegar áður óbirtar ljósmyndir af fyrirsætunni Kate Moss verða seldar á uppboði hjá Christies uppboðshúsinu í lok maí. Meðal þeirra eru tvö nektarportrett. Annað þeirra tók hinn heimsfrægi ljósmyndari Irwin Penn árið 1996. Hitt tók Albert Watson, annar frægur ljósmyndari. Erlent 17.4.2007 10:15
Fimm öryggisverðir Sameinuðu þjóðanna létust Fimm öryggisverðir Sameinuðu þjóðanna dóu í sprengju sem sprakk á bíl þeirra í Afganistan í dag. Fjórir mannanna voru frá Nepal en einn þeirra var Afgani. Árásinn átti sér stað í borginni Kandahar, en það er talinn vera upphafsstaður Talibana hreyfingarinnar. Erlent 17.4.2007 09:42
Lungnabaninn beikon Að borða mikið af beikoni eða hvers konar verkuðu kjöti gæti skaðað lungnastarfsemi og aukið líkunar á lungnasjúkdómum. Þetta kom fram í nýrri rannsókn Kólumbíuháskóla sem skýrt var frá í dag. Erlent 17.4.2007 09:18
Verðbólga mælist 3,1 prósent í Bretlandi Nýjustu hagtölur bresku hagstofunnar benda til að verðbólga hafi mælst 3,1 prósent í Bretlandi í síðasta mánuði. Þetta er þvert á væntingar enda hefur verðbólga ekki verið hærri í áratug. Þetta þykir sömuleiðis nokkur skellur fyrir Englandsbanka sem ákvað fyrir tæpum hálfum mánuði að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,25 prósentum. Viðskipti erlent 17.4.2007 08:56
Öryggisráðið ræðir loftslagsbreytingar Utanríkisráðherra Bretlands, Margaret Beckett, stýrir í dag umræðu hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um áhrif loftslagsbreytinga á öryggisástand í heiminum. Beckett ætlar sér að ræða um matar- og vatnsskort sem á eftir að verða vegna. Hún segir að það eigi eftir að gera öryggisástandið í heiminum enn verra. Erlent 17.4.2007 08:43
Varaforsetinn má bjóða sig fram Hæstiréttur Nígeríu hefur úrskurðað að varaforsetinn Atiku Abubakar megi bjóða sig fram til forsetaembættisins á laugardaginn kemur. Yfirkjörstjórn í landinu hafði áður meinað honum að bjóða sig fram þar sem hann hefur verið ákærður fyrir spillingu. Erlent 17.4.2007 08:08
Fréttamenn í verkfalli Dönsku dagblöðin Berlingske Tidende og B.T. komu hvorugt út í morgun. Starfsmenn blaðana hófu verkfall í gær til að mótmæla fyrirhuguðum sparnaðaraðgerðum eigenda blaðsins sem gera ráð fyrir að allt að 350 starfsmönnum verði sagt upp nú með vorinu. Erlent 17.4.2007 08:06
37 ungmenni handtekin í Kaupmannahöfn Lögregla í Kaupmannahöfn hefur handtekið 37 ungmenni fyrir skemmdarverk sem unnin voru á yfirgefnum skóla við Stefnsgade á Norðurbrú í gær. Um 150 ungmenni söfnuðust saman í gær í skólanum og lýstu hann hið nýja Ungdómshús. Lögregla rýmdi húsið skömmu síðar en þá höfðu ungmennin gengið berserksgang um húsið og rústað meðal annars eldhúsi og salerni. Erlent 17.4.2007 07:57
Réttað yfir bandarískum hermanni Í Róm á Ítalíu verður réttað yfir bandarískum hermanni fyrir að hafa myrt ítalskan leyniþjónustumann í Írak í mars árið 2005. Ekki er búist við því að hermaðurinn, Mario Lozano, verði viðstaddur en samkvæmt ítölskum lögum er hægt að rétta yfir sakborningum án þess að þeir séu viðstaddir. Erlent 17.4.2007 07:54
Hrottalegasta fjöldamorð í sögu Bandaríkjanna Hrottalegasta fjöldamorð í sögu Bandaríkjanna var framið í tækniháskólanum í Virginíu í gær. 33 létu lífið, þar á meðal byssumaðurinn, og 15 særðust. Erlent 17.4.2007 07:16
Súdan samþykkir árásarþyrlur Stjórnvöld í Súdan samþykktu að í gær að leyfa árásarþyrlum Sameinuðu þjóðanna að vera hluti af 3.000 manna friðargæsluliði sem fær að starfa í Darfúr-héraði. Liðið mun styðja við bakið á þeim 7.000 friðargæsluliðum sem þar eru fyrir en Darfúr-hérað er álíka stórt og Frakkland. Talið er að hótanir Bandaríkjanna og Breta um refsiaðgerðir hafi leitt til samkomulagsins. Erlent 17.4.2007 07:11
Norður-Kórea að slökkva á kjarnorkuveri sínu Norður-Kórea hefur þegar hafið störf við að slökkva á kjarnorkuveri sínu. Suður-kóreskir fjölmiðlar fullyrtu þetta í nótt. Bandarískar njósnamyndir sýna aukna starfsemi við kjarnorkuverið en Bandaríkjamenn telja að það sé merki um að verið sé að undirbúa að hætta starfsemi. Erlent 17.4.2007 07:09
Lögregla ber kennsl á byssumanninn Lögreglustjóri skólans sagði á fréttamannafundi í kvöld, að lýsingin á manninum í fyrri árásinni passi ekki við útlit byssumannsins sem stóð að þeirri síðari, og tók sitt eigið líf. Þetta gæti þýtt að sami maðurinn hafi ekki staðið að báðum árásunum. Lögregla hefur heldur ekki staðfest að árásirnar séu tengdar. Hún hefur borið kennsl á manninn sem framdi sjálfsmorð en vill ekki skýra frá því hver hann er að svo stöddu. Erlent 17.4.2007 00:29
100 lögreglumenn handteknir í Mexíkó Hermenn í Mexíkó handtóku í kvöld fleiri en 100 lögreglumenn í aðgerðum sem miða að því ráða niðurlögum voldugra eiturlyfjahringja og lögreglumanna sem eru á launaskrá hjá þeim. Herinn gerði áhlaup á lögreglustöðvar víðsvegar í norðurhluta Mexíkó og fylkinu Nuevo Leon. Þar hafa margar aftökur, sem tengdar eru valdabaráttu eiturlyfjahringja, átt sér stað á síðastliðnu ári. Erlent 16.4.2007 23:09
Mannskæðasta skotárás sinnar tegundar í sögu Bandaríkjanna 33 létust að meðtöldum byssumanninum í skotárásunum í tækniháskólanum í Virginíu í dag. Rektor háskólans og lögreglstjóri skólans skýrðu frá þessu á fréttamannafundi í kvöld. Skotárásin í dag er sú mannskæðasta sinnar tegundar í Bandaríkjunum. 15 manns slösuðust. Talsvert hefur verið deilt á lögreglu fyrir viðbrögð hennar. Erlent 16.4.2007 22:14
Royal saxar á Sarkozy Nicolas Sarkozy, frambjóðandi hægri manna í forsetakosningunum í Frakklandi, hefur tapað forskoti sínu á Segolene Royal, frambjóðanda sósíalista. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem sýnir að ef þau fara í aðra umferð skiptist atkvæðin jafnt á milli þeirra. Könnunin var í dagblaðinu Le Parisien. Erlent 16.4.2007 21:12
33 létu lífið í skotárásunum í Virginíu 33 létust, þar á meðal byssumaðurinn, í skotárásunum í tækniháskólanum í Virginíu í dag. Forseti skólans sagði frá því á fréttamannafundi sem fram fór í kvöld og var í beinni útsendingu hér á Vísi. Aldrei áður hafa jafnmargir látið lífið í skotárás á skólalóð í sögu Bandaríkjanna. Erlent 16.4.2007 20:37
Bush harmar fjöldamorðið í Virginíu George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, staðfesti í kvöld að fleiri en 30 hefðu látið lífið í skotárásinni í tækniháskólanum í Virginíu í dag. Í ávarpi sem hann hélt í kvöld sagðist hann vera harmi sleginn vegna atburðarins. Hann sagði jafnframt að stjórnvöld myndu reyna að aðstoða á alla mögulega vegu. Erlent 16.4.2007 19:57
Slökktu á öryggiskerfi Slökkt hafði verið á öryggiskerfi, sem átti að koma í veg fyrir að námuverkamenn myndi vinna við hættulegar aðstæður, áður en gassprenging varð í rússneskri námu með þeim afleiðingum að fleiri en 100 verkamenn létu lífið. Vinnueftirlit rússneska ríkisins skýrði frá þessu í dag. Erlent 16.4.2007 19:56
Smásöluverslun jókst um 0,7 prósent í Bandaríkjunum Smásöluverslun jókst um 0,7 prósent á milli mánaða í mars í Bandaríkjunum, samkvæmt nýjustu upplýsingum viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna. Greinendur segja þetta koma efnahagslífinu til góða og vega upp á móti samdrætti í iðnaði og á húsnæðismarkaði vestanhafs. Viðskipti erlent 16.4.2007 19:47
Fimm þúsund kanínur á hraðbrautinni Umferð um fjölförnustu hraðbraut Ungverjalands stöðvaðist í margar klukkustundir í dag þegar bíll með fimm þúsund kanínur innanborðs lenti í árekstri og valt um koll. Allar kanínurnar sluppu úr búrum sínum og hlupu eins og fætur toguðu út á þjóðveginn. Erlent 16.4.2007 19:19