Erlent

Réttað yfir bandarískum hermanni

Calipari er minnst sem hetju.
Calipari er minnst sem hetju. MYND/AP
Í Róm á Ítalíu verður réttað yfir bandarískum hermanni fyrir að hafa myrt ítalskan leyniþjónustumann í Írak í mars árið 2005. Ekki er búist við því að hermaðurinn, Mario Lozano, verði viðstaddur en samkvæmt ítölskum lögum er hægt að rétta yfir sakborningum án þess að þeir séu viðstaddir.

Ítalski leyniþjónustumaðurinn, Nicola Calipari, var skotinn til bana þegar hann fylgdi Guiliana Sgrena, ítalskri blaðakonu, á flugvöllinn í Bagdad. Mannræningjar höfðu stuttu áður sleppt henni úr haldi.

Þegar bíll þeirra nálgaðist vegartálma bandarískra hermanna hófu þeir skothríð á hann. Calipari hlífði Sgrena við kúlnaregninu. Hans hefur verið minnst sem hetju á Ítalíu og voru tugþúsundir viðstaddir jarðarför hans.

Bandaríkjamenn og Ítalar hafa deilt um hvers vegna hermennirnir hófu skothríð á bílinn. Bandaríkjamenn segja bílinn hafa farið of hratt og hermennina óttast að þar væru hryjuðverkamenn á ferð. Ítalar segja hins vegar að bíllinn hafi verið á eðlilegum hraða og að Bandaríkjamenn hafi ekki gefið til kynna að vegartálmi væri á veginum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×