Erlent

Súdan samþykkir árásarþyrlur

MYND/AFP

Stjórnvöld í Súdan samþykktu að í gær að leyfa árásarþyrlum Sameinuðu þjóðanna að vera hluti af 3.000 manna friðargæsluliði sem fær að starfa í Darfúr-héraði. Liðið mun styðja við bakið á þeim 7.000 friðargæsluliðum sem þar eru fyrir en Darfúr-hérað er álíka stórt og Frakkland. Talið er að hótanir Bandaríkjanna og Breta um refsiaðgerðir hafi leitt til samkomulagsins.

Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, fagnaði ákvörðun forseta Súdan. Yfirmaður friðargæslu Sameinuðu þjóðanna sagði jafnframt að allt yrði reynt til þess að fá Súdan til þess að samþykkja stærri liðsauka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×