Erlent

Nakin Moss á milljónir

Fyrirsætan Kate Moss
Fyrirsætan Kate Moss

Búist er við tilboðum upp á milljónir króna þegar áður óbirtar ljósmyndir af fyrirsætunni Kate Moss verða seldar á uppboði hjá Christies uppboðshúsinu í lok maí. Meðal þeirra eru tvö nektarportrett. Annað þeirra tók hinn heimsfrægi ljósmyndari Irwin Penn árið 1996. Hitt tók Albert Watson, annar frægur ljósmyndari.

Búist er við að hæst verð fáist fyrir nektarmyndirnar og að þær fari yfir þrjár milljónir króna. "Kate Moss er menningar íkon og áhrifamesta fyrirsæta okkar tíma," segir Yuka Yamaji, hjá Christies.

Það hafa svosem oft verið teknar nektarmyndir af Kate Moss, en það sem þykir gefa þessum myndum sérstakt gildi er að ljósmyndararnir sem tóku þær njóta mikillar virðingar sem listamenn í sinni grein.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×