Erlent

Fréttamynd

Vilja að krónprinsinn sé heima að skipta um bleiur

Kynja- og mannfræðingar í Danmörku hafa lýst vonbrigðum með að Friðrik krónprins skuli ekki taka sér fæðingarorlof. Honum fæddist ný prinsessa á laugardag, en strax í dag er hann kominn til opinberra starfa á nýjan leik. Þegar þau Mary eignuðust fyrsta barn sitt, soninn Kristján, tók Friðrk sér gott frí.

Erlent
Fréttamynd

Maraþonhlauparinn lést vegna ofneyslu vatns

David Rogers sem lést eftir maraþonhlaupið í London er talinn hafa látist vegna þess að hann drakk of mikið vatn. Dánarorsök hefur ekki verið staðfest, en samkvæmt heimildum Sky fréttastofunnar þjáðist hann af vatnseitrun.

Erlent
Fréttamynd

Díana strippaði fyrir Karl

Díana prinsessa strippaði fyrir Karl prins, til þess að reyna að bjarga hjónabandi þeirra. Þessu er haldið fram í nýrri bók þar sem prinsessunni er ekki borin vel sagan. Höfundurinn, Tina Brown segir auk þess að hún hafi gifst Karli eingöngu til þess að verða prinsessa.

Erlent
Fréttamynd

Hagnaður Pepsi jókst um 16 prósent

Bandaríski gosdrykkjarisinn PepsiCo skilaði 1,1 milljarða dala hagnaði á fyrsta fjórðungi þessa árs. Þetta jafngildir rúmlega 71 milljarði íslenskra króna, sem er 16 prósentum meira en félagið skilaði á sama tíma fyrir ári og nokkuð yfir væntingum greinenda. Sala á Frito Lay snakki á stóran hlut af auknum hagnaði fyrirtækisins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

SAS aflýsir öllu flugi frá Kastrup

SAS flugfélagið hefur aflýst öllu flugi frá Kastrup vegna flugfreyjuverkfalls. Hundruð manna gistu í flughöfninni í nótt og upp undir 20.000 farþegar verða að breyta ferðaáætlunum sínum af þessum sökum. Farþegar eru hvattir til þess að sleppa því alveg að koma út á flugvöllinn.

Erlent
Fréttamynd

Orðrómur á ný um yfirtöku á Sainsbury

Gengi hlutabréfa í Sainsbury, þriðju stærstu stórmarkaðakeðju Bretlands, hækkaði um 8,5 prósent fyrir opnun markaða í Bretlandi dag eftir að 15 prósent hlutabréfa í keðjunni skiptu um eigendur fyrir 1,4 milljarð punda, jafnvirði tæplega 181 milljarðs íslenskra króna.Greinendur segja viðskiptin benda til að hópur fjárfesta hafi í hyggju að gera yfirtökutilboð í keðjuna á ný.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ný eyja fannst við strendur Grænlands

Ný eyja er fundin við austurströnd Grænlands. Hún er margra kílómetra löng og er í laginu eins og hönd með þrjá fingur. Eyjan er um 640 kílómetra norðan við heimskautsbaug. Hún er komin í ljós vegna bráðnunar grænlensku íshellunnar.

Erlent
Fréttamynd

Nunnur myrtar fyrir fjársjóð

Lögregla í suðurhluta Grikklands leitar nú morðingja tveggja eldri nunna sem voru myrtar í klaustri sínu. Rán á munum úr klaustrinu virðist liggja að baki morðunum. Meðal þess sem hvarf var viðarbútur sem talinn er vera úr krossinum sem Jesú var krossfestur á.

Erlent
Fréttamynd

Konum að kenna ef þeim er nauðgað

Annar hver norskur karlmaður er þeirrar skoðurnar að ef léttklædd kona daðrar opinskátt við mann, sé það henni sjálfri að kenna ef henni er nauðgað. Þetta kemur fram í könnun sem Amnesty International gerði í landinu. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra, er sleginn yfir þessum tölum.

Erlent
Fréttamynd

Ný súper-stjarna finnst í geimnum

Stjörnufræðingar hafa fundið plánetu utan við sólkerfi okkar sem líkist jörðinni mest annarra hnatta. Talið er að vatn geti verið á yfirborði hennar. Plánetan er á sporbraut við stjörnuna Gliese 581, sem er 20,5 ljósár í burtu í stjörnumerki Vogarinnar. Vísindamenn áætla að hitastig á plánetunni sé á milli 0-40 stig á celsíus.

Erlent
Fréttamynd

Olíuverðið hækkar eftir lækkanir

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði á helstu fjármálamörkuðum í dag. Helsta ástæðan er sú að talið er að olíubirgðir í Bandaríkjunum hafi minnkað á milli vikna. Verði það raunin hafa olíubirgðirnar minnkað ellefu vikur í röð.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sjö létust í sprengjuárás í Afghanistan

Sjö afganskir hermenn létust í vegasprengju í Afganistan í morgun. Árásin átti sér stað við landamæri Pakistan. Þetta er síðasta tilfellið í hrinu sprengjuárása á afganskar öryggissveitir í landinu. Hermennirnir voru á moldarvegi í Paktika héraði í suðurausturhluta landsins þegar sprengjan sprakk.

Erlent
Fréttamynd

Lofar lægri verðbólgu í Bretlandi

Mervyn King, bankastjóri Englandsbanka, segir að bankinn ætli að grípa til aðgerða til að draga úr verðbólgu og muni Bretar sjá skarpa lækkun á næstu fjórum til sex mánuðum. Verðbólga mældist 3,1 prósent í mars sem kom flestu, ekki síst bankastjórn Englandsbanka, á óvart og varð King venju samkvæmt, að skrifa stjórnvöldum bréf þar sem hann gerði grein fyrir hækkuninni.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Royal Bank of Scotland vill ABN Amro

Royal Bank of Scotland er í forsvari fyrir þrjá evrópskra banka sem hafa formlega lýst yfir áhuga á því að leggja fram kauptilboð í ABN Amro, stærsta banka Hollands. Tilboðið er sagt hljóða upp á 72 milljarða evrur, rúmlega 6.300 milljarða íslenskra króna. Verði gengið að tilboðinu spillir það kaupum Barclays á hollenska bankanum, sem sögð eru stærstu fyrirtækjakaup í evrópski bankasögu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fimm ára útlegð fyrir rangan klæðaburð

Yfirsaksóknarinn í Teheran sagði í dag að konur sem ekki klæddu sig siðsamlega verði gerðar útlægar frá höfuðborginni í fimm ár. Eftir múslimabyltinguna sem gerð var í Íran árið 1979 voru sett sharía lög sem kveða á um að konur skuli hylja hár sitt og klæðast síðum víðum flíkum til þess að hylja kvenleika sinn.

Erlent
Fréttamynd

BBC maður við góða heilsu

Fréttamaður BBC sjónvarpsstöðvarinnar, sem rænt var á Gaza ströndinni í síðasta mánuði er við góða heilsu, að sögn aðstoðarforsætisráðherra Palestínumanna. Alan Johnston var rænt þar sem hann var á ferð í bíl sínum 12. mars síðastliðinn. Hann hafði flutt fréttir frá Miðausturlöndum í þrjú ár.

Erlent
Fréttamynd

Mikill samdráttur á bandarískum fasteignamarkaði

Sala á íbúðum öðrum en nýjum dróst saman um 8,4 prósent á milli mánaða í Bandaríkjunum í mars. Samdrátturinn á íbúðamarkaði í Bandaríkjunum hefur ekki verið meiri í einum mánuði í 18 ár.Á sama tíma hefur sala á nýjum íbúðum ekki verið minni í tæp fjögur ár. Greinendur segja samdráttinn merki um veika stöðu fasteignamarkaðarins vestra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hamas gerir árás -aflýsir vopnahléi

Hamas samtökin skutu í dag 30 eldflaugum og 60 vörpusprengjum á Ísrael, frá Gaza ströndinni. Jafnframt lýsti einn talsmanna þeirra því yfir að fimm mánaða vopnahléi væri lokið. Heimastjórn Palestínumanna hvatti hinsvegar til þess að staðið væri við vopnahléið.

Erlent
Fréttamynd

Þjóðarsorg í Rússlandi

Pútín Rússlandsforseti hefur lýst yfir þjóðarsorg vegna fráfalls Borísar Jeltsíns, forvera hans í embætti. Jeltsín lést í gær.

Erlent
Fréttamynd

Varnarasamkomulag við Dani og Norðmenn í höfn

Samningar um varnarsamstarf Íslendinga við Dani og Norðmenn verða undirritaðir á fimmtudaginn á NATO fundi í Ósló. Ekki fæst gefið upp hvað felst í þeim fyrr en eftir undirritun. Samkvæmt norska blaðinu Aftonposten felur samkomulagið við Norðmenn það í sér að norski flughersinn sjái um eftirlit í lofthelgi Íslands á friðartímum.

Erlent
Fréttamynd

Í koju kerling -barnapían er komin

Í sveitarfélaginu Bamble í Telemark í Noregi, geta barnafjölskyldur nú fengið barnapössun yfir nóttina, til þess að foreldrarnir geti búið til fleiri börn. Bamble er lítið sveitarfélag og íbúum hefur farið fækkandi þar. Það var Öysten Polland, forstjóri barnaheimilis sveitarfélagsins sem fann þessa lausn á vandanum.

Erlent
Fréttamynd

Toyota umsvifamesti bílaframleiðandi heims

Japanski bílaframleiðandinn Toyota hefur tekið fram úr bandaríska bílaframleiðandanum General Motors og flaggar nú titlinum umsvifamesti bílaframleiðandi í heimi. Þessu heldur talsmaður Toyota fram en fyrirtækið seldi tæplega 2,35 milljónir bíla á fyrstu þremur mánuðum ársins á meðan General Motors seldi 2,26 milljónir bíla á sama tíma.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Átti marga aðdáendur og fjendur

Boris Jelstín, fyrrverandi Rússlandsforseti, lést í dag, 76 ára að aldri. Ekkert hefur verið gefið formlega út um banamein hans en líklegast talið að hjarta Jeltsíns hafi gefið sig. Óhætt er að segja að hann hafi átt sér bæði ótalda aðdáendur og fjendur enda litríkur maður sem þótti oft á tímum sýna einræðistilburði.

Erlent
Fréttamynd

Stuðningur Bayrou gæti ráðið úrslitum

Svo virðist sem miðjumaðurinn Francois Bayrou ráði miklu um hver verði næsti forseti Frakklands þó hann hafi ekki náð í seinni umferð kosninganna. Stuðningur hans gæti ráðið úrslitum að mati stjórnmálaskýrenda. Valið stendur milli hægrimannsins Nicolas Sarkozy og sósíalistans Segolen Royal.

Erlent
Fréttamynd

Spider-Man bætir afkomuna

Bandaríski leikfangaframleiðandinn Hasbro skilaði hagnaði upp á 32,9 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 2,1 milljarðs króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Þetta er nokkur viðsnúningur fá taprekstri fyrirtækisins í fyrra. Helsta ástæðan fyrir hagnaðinum er góð sala á leikföngum sem tengjast útgáfu þriðju kvikmyndarinnar um ævintýri Köngurlóarmannsins, sem kemur á hvíta tjaldið eftir tvo mánuði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Koffín-kikk í sturtunni

Nú hefur verið sett á markað koffínsápa fyrir þá sem hafa ekki tíma til að fara bæði í sturtu á morgnana og að fá sér kaffi. Framleiðendur sápunnar Shower Shock segja að koffeinið fari inn í líkama notandans þegar hann þvær sér. Einn þvottur samsvarar koffíni úr tveimur bollum af kaffi.

Erlent
Fréttamynd

Litríkur forseti látinn

Boris Jeltsín , fyrrverandi forseti Rússlands, er látinn. Þessi umdeildi leiðtogi Rússlands varð 76 ára gamall. Hann var fyrsti þjóðkjörni forseti landsins og sat tvö kjörtímabil sem einkenndust af miklum átökum, bæði innan lands og utan.

Erlent