Erlent

Þjóðarsorg í Rússlandi

Pútín Rússlandsforseti hefur lýst yfir þjóðarsorg vegna fráfalls Borísar Jeltsíns, forvera hans í embætti. Jeltsín lést í gær.

Pútín segir hann hafa skráð nafn sitt í sögubækurnar með því að verða fyrsti forseti Rússlands eftir fall kommúnismans. Með honum hafi nýtt tímabil hafist og lýðveldið Rússland litið dagsins ljós. Pútín segir allt verða gert til að varðveita minningu Jeltsíns og hugmynda hans.

Skiptar skoðanir eru þó meðal Rússa um ágæti hans sem stjórnmálamanns. Sumir lofsyngja hann nú en aðrir segjast ekki hafa reynt á eigin skinni þær efnahagslegu umbætur sem eigi að hafa orðið í stjórnartíð hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×