Erlent

Fimm ára útlegð fyrir rangan klæðaburð

Óli Tynes skrifar
Vel  klædd múslimakona.
Vel klædd múslimakona.

Yfirsaksóknarinn í Teheran sagði í dag að konur sem ekki klæddu sig siðsamlega verði gerðar útlægar frá höfuðborginni í fimm ár. Eftir múslimabyltinguna sem gerð var í Íran árið 1979 voru sett sharía lög sem kveða á um að konur skuli hylja hár sitt og klæðast síðum víðum flíkum til þess að hylja kvenleika sinn.

Ungar konur í Íran hafa verið að láta reyna á hversu langt þær gætu gengið í þessu efni. Á laugardag var látið til skarar skríða. Lögreglusveitir hafa síðan dregið á fjórða þúsund konur inn á lögreglustöðvar, þar sem þeim hefur verið birt aðvörun.

Ef þær brjóta aftur af sér má hýða þær og sekta. Og ef það dugar ekki til er semsagt nú hægt að gera þær útlægar frá höfuðborginni í fimm ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×