Erlent

Nunnur myrtar fyrir fjársjóð

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Nunnur í kirkju.
Nunnur í kirkju. MYND/Getty Images

Lögregla í suðurhluta Grikklands leitar nú morðingja tveggja eldri nunna sem voru myrtar í klaustri sínu. Rán á munum úr klaustrinu virðist liggja að baki morðunum. Meðal þess sem hvarf var viðarbútur sem talinn er vera úr krossinum sem Jesú var krossfestur á.

Nunnurnar voru 83 og 61 árs og virðast hafa verið kæfðar með koddum. Þær voru einu íbúar klaustrinu sem er 130 km suðvestur af Aþenu.

Fréttavefur BBC vitnar í frænda yngri nunnunnar. Hann sagði að abbadísin hefði fengið fyrirboða um ránið, að þjófar myndu drepa þær og taka dýrmæta hluti úr klaustrinu. Nú er verið að finna út hvaða fleiri munum var stolið.

Í þessum hluta Peloponnese eru fjölmörg söuleg klaustur sem geyma dýrmætar helgimyndir og gullgripi.

Á síðasta ári var dýrmætri táknmynd af heilagri Maríu sem talin er geyma kraftaverkaorku stolið úr klaustri á Grikklandi.

Glæpirnir eru taldir sýna fram á endalok sakleysis og guðfræðingar þrýsta nú á kirkjuna til að fá fjárstuðning frá Evrópusambandinu til að efla öryggi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×