Erlendar Lehmann dregur sig úr landsliðshópnum Jens Lehmann getur ekki leikið með Þjóðverjum gegn Kýpurbúum í undankeppni EM í næstu viku vegna flensu. Þetta var tilkynnt í dag eftir að markvörðurinn missti af leik Arsenal og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Það verður Robert Enke hjá Hannover sem mun taka sæti hans í liðinu, en Timo Hildebrand hjá Stuttgart verður væntanlega í byrjunarliðinu. Þjóðverjar hafa unnið alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni til þessa. Fótbolti 12.11.2006 21:17 Gravesen skoraði þrennu Danski miðjumaðurinn Thomas Gravesen fór á kostum í dag þegar Glasgow Celtic lagði St. Mirren auðveldlega 3-1 á útivelli í skosku úrvalsdeildinni í dag. Gravesen skoraði þrennu fyrir liðið, en hann lagði landsliðsskóna á hilluna eftir leik Íslendinga og Dana í undankeppni EM í haust. Celtic er með 15 stiga forskot á toppi deildarinnar. Fótbolti 12.11.2006 21:21 Sýning hjá Ronaldinho Brasilíski snillingurinn Ronaldinho undirstrikaði það í kvöld að enginn knattspyrnumaður í heiminum stenst honum snúning þegar hann er í essinu sínu. Hann tryggði Barcelona 3-1 sigur á Zaragoza með því að skora tvö marka liðsins og leggja það þriðja upp. Fótbolti 12.11.2006 22:02 LA Lakers - Memphis í beinni Leikur LA Lakers og Memphis Grizzlies verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Digital Ísland í kvöld klukkan 2:30. Kobe Bryant er nú kominn á fullt með liði Lakers á ný eftir meiðsli, en hefur þó haft mjög hægt um sig í stigaskorun í síðustu leikjum. Körfubolti 12.11.2006 21:47 Palermo á toppnum Palermo situr í toppsæti ítölsku A-deildarinnar eftir leiki dagsins, en liðið vann 3-0 sigur á Torino í dag. Í kvöld mættust Parma og Inter í æsilegum og dramatískum leik, þar sem Inter tryggði sér sigur á lokamínútunum. Fótbolti 12.11.2006 21:32 Stuttgart á toppinn Stuttgart skellti sér í toppsætið í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag þegar liðið lagði félaga Gunnars Heiðars Þorvaldssonar í Hannover 2-1 á útivelli, eftir að hafa lent undir 1-0. Þetta er í fyrsta sinn í meira en tvö ár sem Stuttgart nær á toppinn í deildinni. Fótbolti 12.11.2006 21:08 Jafnt á Nou Camp í hálfleik Staðan í leik Barcelona og Zaragoza er jöfn 1-1 þegar flautað hefur verið til leikhlés á Nou Camp í Barcelona. Gestirnir komust yfir með marki frá varnarmanninum Gabriel Milito á 15. mínútu en Ronaldinho jafnaði metin á 30 mínútu með skalla eftir hornspyrnu. Eiður Smári er í liði Barcelona og hefur átt ágæta spretti í fyrri hálfleiknum. Fótbolti 12.11.2006 21:01 Sigurinn á Liverpool var mjög mikilvægur Arsene Wenger var að vonum ánægður með frammistöðu sinna manna í Arsenal í dag þegar liðið skellti Liverpool 3-0 á Emirates vellinum. Hann sagði sigurinn gríðarlega mikilvægan fyrir sína menn. Enski boltinn 12.11.2006 20:49 Powell og Richards best á árinu Frjálsíþróttamennirnir Asafa Powell og Sanya Richards voru í dag útnefnd frjálsíþróttamenn ársins 2006 af Alþjóða Frjálsíþróttasambandinu. Jamaíkumaðurinn Powell jafnaði heimsmeitið í 100 metra hlaupi og vann öll 16 mótin sem hann keppti á í ár og Richards, sem er frá Bandaríkjunum, var sömuleiðis ósigrandi í 400 m hlaupi og sló 22 ára gamalt bandarískt met í kvennaflokki. Sport 12.11.2006 20:33 Henin-Hardenne sigraði í Madríd Belgíska tenniskonan Justine Henin-Hardenne tryggði stöðu sína sem stigahæsta tenniskona heims í dag þegar hún lagði Amelie Mauresmo frá Frakklandi í úrslitaleik meistaramótsins í Madrid á Spáni 6-4 og 6-3, eftir að hafa borið sigurorð af Mariu Sharapovu í undanúrslitum. Sport 12.11.2006 20:25 Eiður í byrjunarliði Barcelona á ný Nú klukkan 20 hefst í beinni útsendingu á Sýn toppslagur Barcelona og Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Eiður Smári Guðjohnsen er kominn inn í byrjunarlið Katalóníurisans á ný eftir meiðsli. Fótbolti 12.11.2006 19:55 Nistelrooy fór hamförum Hollenski markahrókurinn Ruud Van Nistelrooy minnti rækilega á sig í dag þegar hann skoraði öll fjögur mörk Real Madrid í 4-1 útisigri liðsins á Osasuna í beinni útsendingu á Sýn. Úrslitin gefa reyndar ekki rétta mynd af leiknum því heimamenn í Osasuna höfðu lengst af í fullu tré við risana í Madrid, en segja má að Ruud Van Nistelrooy hafi riðið baggamuninn með markaveislu sinni. Fótbolti 12.11.2006 19:50 Martin Jol reiður út í sína menn Martin Jol, stjóri Tottenham, var ekki sáttur við frammistöðu sinna manna í dag þegar lið hans steinlá 3-1 fyrir Reading í ensku úrvalsdeildinni. Þetta voru ekki úrslitin sem stuðningsmenn Tottenham höfðu hugsað sér eftir frábæran sigur á Chelsea á dögunum. Enski boltinn 12.11.2006 18:03 Arsenal burstaði Liverpool Arsenal vann sannfærandi 3-0 sigur á Liverpool í síðari leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Mathieu Flamini, Kolo Toure og William Gallas skoruðu mörk Arsenal í dag og fyrir vikið er liðið komið í 3. sæti úrvalsdeildarinnar með 21 stig og á leik til góða á efstu lið, en Liverpool situr eftir í 9. sætinu með 17 stig. Enski boltinn 12.11.2006 17:56 Seattle - St.Louis í beinni Leikur Seattle Seahawks og St. Louis Rams verður sýndur á Sýn í kvöld og hefst útsendingin klukkan 21:50 eða beint að loknum leik Barcelona og Zaragoza í spænska boltanum. Bæði lið eru í baráttunni um sigur í NFC Vesturdeildinni og því verður væntanlega hart barist í kvöld. Sport 12.11.2006 17:35 Þrír leikir í beinni í dag og í kvöld Knattspyrnuveislan á Spáni heldur áfram á Sýn í dag, en eftir að stöðin sýndi tvo leiki beint í gær, eru þrír leikir í beinni í kvöld. Fjörugum eik Racing og Sevilla er senn að ljúka en þar er staðan enn 0-0. Klukkan 18 er leikur Osasuna og Real Madrid í beinni og veislunni lýkur í kvöld með leik Barcelona og Zaragoza klukkan 20. Fótbolti 12.11.2006 17:26 Arsenal yfir í hálfleik Arsenal hefur yfir 1-0 gegn Liverpool þegar flautað hefur verið til leikhlés í viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni. Það var Mathieu Flamini sem skoraði mark heimamanna skömmu fyrir leikhlé, en eitt mark hefur verið dæmt af Liverpool vegna rangstöðu. Enski boltinn 12.11.2006 17:01 Shevchenko vill koma aftur til Milan Silvio Berlusconi, forseti ítalska knattspyrnufélagsins AC Milan, segir að framherjinn Andriy Shevchenko vilji snúa aftur í raðir liðsins, en hann gekk sem kunnugt er í raðir Englandsmeistara Chelsea í sumar og hefur ekki náð að stimpla sig inn þar á bæ. Enski boltinn 12.11.2006 15:30 Auðveldur sigur Reading á Tottenham Íslendingalið Reading sýndi enn og aftur að liðið er komið til að vera í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið skellti Tottenham 3-1 á heimavelli sínum. Reading situr nú í 11. sæti deildarinnar og fór upp fyrir Lundúnaliðið með sigrinum í dag. Enski boltinn 12.11.2006 15:22 Klitschko rotaði Brock Wladimir Klitschko varði í nótt IBF heimsmeistaratitil sinn í þungavigt þegar hann rotaði Bandaríkjamanninn Calvin Brock í sjöundu lotu bardaga þeirra í Madison Square Garden í New York. Bardaginn var sýndur beint á Sýn. Sport 12.11.2006 15:07 57 stig Michael Redd dugðu skammt Skotbakvörðurinn Michael Redd skráði nafn sitt í sögubækurnar hjá liði sínu Milwaukee Bucks í nótt þegar hann sló félagsmet Kareem Abdul-Jabbar með því að skora 57 stig gegn Utah Jazz. Það dugði þó ekki til og gestirnir frá Utah höfðu 113-111 sigur og urðu fyrsta liðið til að vinna 6 leiki í vetur. Körfubolti 12.11.2006 14:33 Neville dregur sig úr landsliðshópnum vegna meiðsla Bakvörðurinn Gary Neville getur ekki spilað með enska landsliðinu í vináttuleiknum gegn Hollendingum á miðvikudaginn eftir að þrálát kálfameiðsli hans tóku sig upp að nýju í leik Manchester United og Blackburn í kvöld. Þetta þykir ýta undir það að nýliðinn Micah Richards hjá Manchester City gæti fengið sitt fyrsta tækifæri með landsliðinu. Fótbolti 11.11.2006 22:55 Totti tryggði Roma sigur á Milan Francesco Totti var hetja Roma í kvöld þegar hann skoraði bæði mörk Roma í dramatískum 2-1 útisigri liðsins á AC Milan. Fyrir vikið er Roma aðeins einu stigi á eftir toppliðunum Inter og Palermo. Á sama tíma vann Fiorentina 3-1 sigur á Atalanta. Fótbolti 11.11.2006 22:06 Valencia byggir nýjan leikvang Spænska knattspyrnufélagið Valencia hefur nú kynnt formlega áform sín um að reisa nýjan knattspyrnuleikvang í borginni sem ætlað verður að leysa gamla Mestalla leikvanginn af hólmi. Fótbolti 11.11.2006 19:44 Chicago - Indiana í beinni Það má búast við hörkuleik í nótt þegar Chicago Bulls og Indiana Pacers eigast við í NBA deildinni í leik sem sýndur verður beint á NBA TV sjónvarpssstöðinni klukkan 1:30. Chicago hefur ekki náð að fylgja eftir stórsigri sínum á Miami í fyrsta leik tímabilsins og þarf að eiga góðan leik til að leggja Indiana sem hefur unnið þrjá af fjórum síðustu leikjum sínum. Körfubolti 11.11.2006 21:55 Held að United verði við toppinn Mark Hughes sagðist ekki hafa neitt upp á leik sinna manna að klaga eftir 1-0 ósigur gegn fyrrum félögum sínum í Manchester United í dag. Hann segir lið United mjög líklegt til afreka í vetur. Enski boltinn 11.11.2006 21:36 Tap hjá Alfreð og Viggó Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar og Viggós Sigurðssonar töpuðu leikjum sínum í Meistaradeildinni í handbolta í dag, en það kom ekki að sök því Flensburg og Gummersbach eru bæði komin áfram í riðlum sínum í keppninni. Handbolti 11.11.2006 21:22 Bayern lagði Leverkusen í æsilegum leik Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen voru hætt komnir í viðureign sinni við Leverkusen í úrvalsdeildinni í dag, en eftir að hafa lent undir 2-1 þegar 10 mínútur lifðu leiks, náðu meistararnir að snúa leiknum sér í hag og vinna 3-2 á útivelli. Fótbolti 11.11.2006 21:07 Klitschko mætir Calvin Brock Sjónvarpsstöðin Sýn verður í kvöld með beina útsendingu frá bardaga Wladimir Klitschko og Calvin Brock, þar sem Úkraínumaðurinn ver heimsmeistaratitil sinn hjá IBF sambandinu. Bardaginn fer fram í Madison Square Garden í New York og auk þungavigtarbardagans verður m.a. Laila Ali í sviðsljósinu, en hún er dóttir Muhammad Ali. Sport 11.11.2006 20:59 Sjötti sigur Man Utd í röð Manchester United endurheimti þriggja stiga forskot sitt á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í dag með góðum 1-0 útisigri á Blackburn í lokaleik dagsins. Louis Saha skoraði sigurmark United um miðjan síðari hálfleikinn eftir góða sendingu frá Ryan Giggs, en þetta var fyrsti sigur United á Ewood Park í átta ár. Enski boltinn 11.11.2006 19:10 « ‹ 87 88 89 90 91 92 93 94 95 … 264 ›
Lehmann dregur sig úr landsliðshópnum Jens Lehmann getur ekki leikið með Þjóðverjum gegn Kýpurbúum í undankeppni EM í næstu viku vegna flensu. Þetta var tilkynnt í dag eftir að markvörðurinn missti af leik Arsenal og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Það verður Robert Enke hjá Hannover sem mun taka sæti hans í liðinu, en Timo Hildebrand hjá Stuttgart verður væntanlega í byrjunarliðinu. Þjóðverjar hafa unnið alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni til þessa. Fótbolti 12.11.2006 21:17
Gravesen skoraði þrennu Danski miðjumaðurinn Thomas Gravesen fór á kostum í dag þegar Glasgow Celtic lagði St. Mirren auðveldlega 3-1 á útivelli í skosku úrvalsdeildinni í dag. Gravesen skoraði þrennu fyrir liðið, en hann lagði landsliðsskóna á hilluna eftir leik Íslendinga og Dana í undankeppni EM í haust. Celtic er með 15 stiga forskot á toppi deildarinnar. Fótbolti 12.11.2006 21:21
Sýning hjá Ronaldinho Brasilíski snillingurinn Ronaldinho undirstrikaði það í kvöld að enginn knattspyrnumaður í heiminum stenst honum snúning þegar hann er í essinu sínu. Hann tryggði Barcelona 3-1 sigur á Zaragoza með því að skora tvö marka liðsins og leggja það þriðja upp. Fótbolti 12.11.2006 22:02
LA Lakers - Memphis í beinni Leikur LA Lakers og Memphis Grizzlies verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Digital Ísland í kvöld klukkan 2:30. Kobe Bryant er nú kominn á fullt með liði Lakers á ný eftir meiðsli, en hefur þó haft mjög hægt um sig í stigaskorun í síðustu leikjum. Körfubolti 12.11.2006 21:47
Palermo á toppnum Palermo situr í toppsæti ítölsku A-deildarinnar eftir leiki dagsins, en liðið vann 3-0 sigur á Torino í dag. Í kvöld mættust Parma og Inter í æsilegum og dramatískum leik, þar sem Inter tryggði sér sigur á lokamínútunum. Fótbolti 12.11.2006 21:32
Stuttgart á toppinn Stuttgart skellti sér í toppsætið í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag þegar liðið lagði félaga Gunnars Heiðars Þorvaldssonar í Hannover 2-1 á útivelli, eftir að hafa lent undir 1-0. Þetta er í fyrsta sinn í meira en tvö ár sem Stuttgart nær á toppinn í deildinni. Fótbolti 12.11.2006 21:08
Jafnt á Nou Camp í hálfleik Staðan í leik Barcelona og Zaragoza er jöfn 1-1 þegar flautað hefur verið til leikhlés á Nou Camp í Barcelona. Gestirnir komust yfir með marki frá varnarmanninum Gabriel Milito á 15. mínútu en Ronaldinho jafnaði metin á 30 mínútu með skalla eftir hornspyrnu. Eiður Smári er í liði Barcelona og hefur átt ágæta spretti í fyrri hálfleiknum. Fótbolti 12.11.2006 21:01
Sigurinn á Liverpool var mjög mikilvægur Arsene Wenger var að vonum ánægður með frammistöðu sinna manna í Arsenal í dag þegar liðið skellti Liverpool 3-0 á Emirates vellinum. Hann sagði sigurinn gríðarlega mikilvægan fyrir sína menn. Enski boltinn 12.11.2006 20:49
Powell og Richards best á árinu Frjálsíþróttamennirnir Asafa Powell og Sanya Richards voru í dag útnefnd frjálsíþróttamenn ársins 2006 af Alþjóða Frjálsíþróttasambandinu. Jamaíkumaðurinn Powell jafnaði heimsmeitið í 100 metra hlaupi og vann öll 16 mótin sem hann keppti á í ár og Richards, sem er frá Bandaríkjunum, var sömuleiðis ósigrandi í 400 m hlaupi og sló 22 ára gamalt bandarískt met í kvennaflokki. Sport 12.11.2006 20:33
Henin-Hardenne sigraði í Madríd Belgíska tenniskonan Justine Henin-Hardenne tryggði stöðu sína sem stigahæsta tenniskona heims í dag þegar hún lagði Amelie Mauresmo frá Frakklandi í úrslitaleik meistaramótsins í Madrid á Spáni 6-4 og 6-3, eftir að hafa borið sigurorð af Mariu Sharapovu í undanúrslitum. Sport 12.11.2006 20:25
Eiður í byrjunarliði Barcelona á ný Nú klukkan 20 hefst í beinni útsendingu á Sýn toppslagur Barcelona og Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Eiður Smári Guðjohnsen er kominn inn í byrjunarlið Katalóníurisans á ný eftir meiðsli. Fótbolti 12.11.2006 19:55
Nistelrooy fór hamförum Hollenski markahrókurinn Ruud Van Nistelrooy minnti rækilega á sig í dag þegar hann skoraði öll fjögur mörk Real Madrid í 4-1 útisigri liðsins á Osasuna í beinni útsendingu á Sýn. Úrslitin gefa reyndar ekki rétta mynd af leiknum því heimamenn í Osasuna höfðu lengst af í fullu tré við risana í Madrid, en segja má að Ruud Van Nistelrooy hafi riðið baggamuninn með markaveislu sinni. Fótbolti 12.11.2006 19:50
Martin Jol reiður út í sína menn Martin Jol, stjóri Tottenham, var ekki sáttur við frammistöðu sinna manna í dag þegar lið hans steinlá 3-1 fyrir Reading í ensku úrvalsdeildinni. Þetta voru ekki úrslitin sem stuðningsmenn Tottenham höfðu hugsað sér eftir frábæran sigur á Chelsea á dögunum. Enski boltinn 12.11.2006 18:03
Arsenal burstaði Liverpool Arsenal vann sannfærandi 3-0 sigur á Liverpool í síðari leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Mathieu Flamini, Kolo Toure og William Gallas skoruðu mörk Arsenal í dag og fyrir vikið er liðið komið í 3. sæti úrvalsdeildarinnar með 21 stig og á leik til góða á efstu lið, en Liverpool situr eftir í 9. sætinu með 17 stig. Enski boltinn 12.11.2006 17:56
Seattle - St.Louis í beinni Leikur Seattle Seahawks og St. Louis Rams verður sýndur á Sýn í kvöld og hefst útsendingin klukkan 21:50 eða beint að loknum leik Barcelona og Zaragoza í spænska boltanum. Bæði lið eru í baráttunni um sigur í NFC Vesturdeildinni og því verður væntanlega hart barist í kvöld. Sport 12.11.2006 17:35
Þrír leikir í beinni í dag og í kvöld Knattspyrnuveislan á Spáni heldur áfram á Sýn í dag, en eftir að stöðin sýndi tvo leiki beint í gær, eru þrír leikir í beinni í kvöld. Fjörugum eik Racing og Sevilla er senn að ljúka en þar er staðan enn 0-0. Klukkan 18 er leikur Osasuna og Real Madrid í beinni og veislunni lýkur í kvöld með leik Barcelona og Zaragoza klukkan 20. Fótbolti 12.11.2006 17:26
Arsenal yfir í hálfleik Arsenal hefur yfir 1-0 gegn Liverpool þegar flautað hefur verið til leikhlés í viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni. Það var Mathieu Flamini sem skoraði mark heimamanna skömmu fyrir leikhlé, en eitt mark hefur verið dæmt af Liverpool vegna rangstöðu. Enski boltinn 12.11.2006 17:01
Shevchenko vill koma aftur til Milan Silvio Berlusconi, forseti ítalska knattspyrnufélagsins AC Milan, segir að framherjinn Andriy Shevchenko vilji snúa aftur í raðir liðsins, en hann gekk sem kunnugt er í raðir Englandsmeistara Chelsea í sumar og hefur ekki náð að stimpla sig inn þar á bæ. Enski boltinn 12.11.2006 15:30
Auðveldur sigur Reading á Tottenham Íslendingalið Reading sýndi enn og aftur að liðið er komið til að vera í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið skellti Tottenham 3-1 á heimavelli sínum. Reading situr nú í 11. sæti deildarinnar og fór upp fyrir Lundúnaliðið með sigrinum í dag. Enski boltinn 12.11.2006 15:22
Klitschko rotaði Brock Wladimir Klitschko varði í nótt IBF heimsmeistaratitil sinn í þungavigt þegar hann rotaði Bandaríkjamanninn Calvin Brock í sjöundu lotu bardaga þeirra í Madison Square Garden í New York. Bardaginn var sýndur beint á Sýn. Sport 12.11.2006 15:07
57 stig Michael Redd dugðu skammt Skotbakvörðurinn Michael Redd skráði nafn sitt í sögubækurnar hjá liði sínu Milwaukee Bucks í nótt þegar hann sló félagsmet Kareem Abdul-Jabbar með því að skora 57 stig gegn Utah Jazz. Það dugði þó ekki til og gestirnir frá Utah höfðu 113-111 sigur og urðu fyrsta liðið til að vinna 6 leiki í vetur. Körfubolti 12.11.2006 14:33
Neville dregur sig úr landsliðshópnum vegna meiðsla Bakvörðurinn Gary Neville getur ekki spilað með enska landsliðinu í vináttuleiknum gegn Hollendingum á miðvikudaginn eftir að þrálát kálfameiðsli hans tóku sig upp að nýju í leik Manchester United og Blackburn í kvöld. Þetta þykir ýta undir það að nýliðinn Micah Richards hjá Manchester City gæti fengið sitt fyrsta tækifæri með landsliðinu. Fótbolti 11.11.2006 22:55
Totti tryggði Roma sigur á Milan Francesco Totti var hetja Roma í kvöld þegar hann skoraði bæði mörk Roma í dramatískum 2-1 útisigri liðsins á AC Milan. Fyrir vikið er Roma aðeins einu stigi á eftir toppliðunum Inter og Palermo. Á sama tíma vann Fiorentina 3-1 sigur á Atalanta. Fótbolti 11.11.2006 22:06
Valencia byggir nýjan leikvang Spænska knattspyrnufélagið Valencia hefur nú kynnt formlega áform sín um að reisa nýjan knattspyrnuleikvang í borginni sem ætlað verður að leysa gamla Mestalla leikvanginn af hólmi. Fótbolti 11.11.2006 19:44
Chicago - Indiana í beinni Það má búast við hörkuleik í nótt þegar Chicago Bulls og Indiana Pacers eigast við í NBA deildinni í leik sem sýndur verður beint á NBA TV sjónvarpssstöðinni klukkan 1:30. Chicago hefur ekki náð að fylgja eftir stórsigri sínum á Miami í fyrsta leik tímabilsins og þarf að eiga góðan leik til að leggja Indiana sem hefur unnið þrjá af fjórum síðustu leikjum sínum. Körfubolti 11.11.2006 21:55
Held að United verði við toppinn Mark Hughes sagðist ekki hafa neitt upp á leik sinna manna að klaga eftir 1-0 ósigur gegn fyrrum félögum sínum í Manchester United í dag. Hann segir lið United mjög líklegt til afreka í vetur. Enski boltinn 11.11.2006 21:36
Tap hjá Alfreð og Viggó Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar og Viggós Sigurðssonar töpuðu leikjum sínum í Meistaradeildinni í handbolta í dag, en það kom ekki að sök því Flensburg og Gummersbach eru bæði komin áfram í riðlum sínum í keppninni. Handbolti 11.11.2006 21:22
Bayern lagði Leverkusen í æsilegum leik Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen voru hætt komnir í viðureign sinni við Leverkusen í úrvalsdeildinni í dag, en eftir að hafa lent undir 2-1 þegar 10 mínútur lifðu leiks, náðu meistararnir að snúa leiknum sér í hag og vinna 3-2 á útivelli. Fótbolti 11.11.2006 21:07
Klitschko mætir Calvin Brock Sjónvarpsstöðin Sýn verður í kvöld með beina útsendingu frá bardaga Wladimir Klitschko og Calvin Brock, þar sem Úkraínumaðurinn ver heimsmeistaratitil sinn hjá IBF sambandinu. Bardaginn fer fram í Madison Square Garden í New York og auk þungavigtarbardagans verður m.a. Laila Ali í sviðsljósinu, en hún er dóttir Muhammad Ali. Sport 11.11.2006 20:59
Sjötti sigur Man Utd í röð Manchester United endurheimti þriggja stiga forskot sitt á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í dag með góðum 1-0 útisigri á Blackburn í lokaleik dagsins. Louis Saha skoraði sigurmark United um miðjan síðari hálfleikinn eftir góða sendingu frá Ryan Giggs, en þetta var fyrsti sigur United á Ewood Park í átta ár. Enski boltinn 11.11.2006 19:10