Erlendar

Fréttamynd

Holland Evrópumeistari U-21 árs

Holland varð í gær Evrópumeistari U-21 árs landsliða. Holland sigraði Úkraínu 3-0 í úrslitaleik en leikið var í Porto í Portúgal.

Sport
Fréttamynd

Everton vilja fara betur yfir mál Lescott

Everton vilja taka sér lengri tíma til að fara yfir málin í sambandi við Joleon Lescott, leikmann Wolves. Búið er að ganga frá öllu og bíða menn þess að þessi 23 ára gamli varnarmaður skrifi undir hjá Everton. Hann er búinn að fara í gegnum læknisskoðun og ræða sín persónulegu mál við Everton. En hann er ekki búinn að skrifa undir neinn samning. Jez Moxye, framkvæmdarstjóri Wolves segir boltann hjá Everton.

Sport
Fréttamynd

Nú sagður á leið til Manchester United

Breska blaðið Daily Mail fullyrðir að Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United muni leggja fram tilboð í Eið Smára Guðjohnsen hjá Chelsea. Blaðið segir að Ferguson muni leggja fram átta milljóna punda tilboð í landsliðsfyrirliða Íslands.

Sport
Fréttamynd

Atletico Madrid hefur áhuga að fá Materazzi

Samkvæmt Ítalska blaðinu La Gazzetta dello Sport þá hefur Atletico Madrid áhuga að fá Marco Materazzi, leikmann Inter og Ítalska landsliðsins til sín. Villarreal hafði áður sýnt þessum 32 ára gamla leikmanni áhuga.

Fótbolti
Fréttamynd

United, Newcastle og Spurs vilja fá Martins

Þrjú ensk lið, Manchester United, Newcastle United og Tottenham Hotspur hafa áhuga að fá Obafemi Martins, leikmann Inter að láni fyrir næstu leiktíð. Eins og við sögðum frá um helgina ætla Inter að lána leikmanninn þar sem þeir eru með of marga leikmenn frá löndum utan Evrópu.

Sport
Fréttamynd

Heinze segist vera orðinn góður

Gabriel Heinze, leikmaður Manchester United og Argentínska landsliðsins segist vera orðinn góður af meiðslum og verði tilbúinn í fyrsta leiknum með Argentínu á HM sem byrjar í næstu viku. Leikmaðurinn hefur ekkert leikið síðan í september.

Fótbolti
Fréttamynd

Meiðsli hjá Hollandi

Þrír leikmenn Hollands eru meiddir en þetta eru þeir Wesley Sneijder sem er meiddur á ökkla eins og Giovanni van Bronckhorst. Svo er það Philip Coco sem meiddist á læri. Þeir meiddust í 1-1 leiknum við Ástralíu um helgina.

Fótbolti
Fréttamynd

Scolari hefur áhyggjur af Ronaldo

Luis Felipe Scolari, landsliðsþjálfari Portúgals hefur áhyggjur af Christiano Ronaldo en leikmaðurinn hefur verið að sýna skapofsa og láta allt og alla fara í taugarnar á sér. Hann lét til sín taka í vináttuleik gegn Luxemborg um helgina þar sem hann tók einn leikmann Luxemborgar hálfstaki eftir að sá hinn sami braut á Ronaldo.

Fótbolti
Fréttamynd

Defoe fer til Þýskalands

Sven-Göran Eriksson, þjálfari enska landsliðsins hefur staðfest að Jermain Defoe fer með liðinu til Þýskalands. Enn á eftir að koma í ljós hvort Wayne Rooney verður með en það kemur í ljós á miðvikudaginn hvernig staðan er á honum.

Fótbolti
Fréttamynd

Shaun Wright Phillips veðjar á Cole og Crouch

Shaun Wright Phillips, leikmaður Chelsea veðjar á að þeir Joe Cole og Peter Crouch eigi eftir að verða innblásturinn fyrir enska liðið á HM í sumar. Þessi snaggaralegi leikmaður var ekki valinn í hópinn fyrir HM í sumar. Hann hafði þetta að segja.

Fótbolti
Fréttamynd

Verður Eiður Smári fyrstu kaup Sir Alex í sumar?

Enska blaðið Daily Mail birtir í dag frétt á vefsíðu sinni um að Sir Alex Ferguson sé að fara að kaupa Eið Smára Guðjohnsen frá Chelsea fyrir 8 milljónir enska punda eða rúman milljarð íslenskra króna. Samkvæmt heimildum blaðsins vill Eiður Smári frekar spila áfram í ensku úrvalsdeildinni fremur en að fara til Spánar en vitað er af miklum áhuga Evrópumeistara Barcelona á landsliðsfyrirliðanum. Vætanlega verður gengið frá kaupunum í næstu viku.

Sport
Fréttamynd

Brasilíumenn skoruðu fjögur mörk gegn Nýja-Sjálandi

Brasilía vann Nýja-Sjáland 4-0 í æfingaleik í Genf í Sviss í dag en þetta var lokaleikur heimsmeistaranna fyrir HM sem hefst á föstudaginn. Ronaldo, Adriano, Kaka og Juninho skoruðu mörkin en staðan var 1-0 í hálfleik. Þetta var viðburðarríkur dagur fyrir Che Bunce, fyrrum leikmann Breiðabliks, en hann kom inn á sem varamaður í fyrri hálfleik og var síðan borin alblóðugur af velli í þeim seinni.

Sport
Fréttamynd

Dallas Mavericks er loksins komið í NBA-úrslitin

Dallas Mavericks er loksins komið í NBA-úrslitin í körfubolta eftir 102-93 sigur á Phoenix í sjötta leik liðanna í úrslitum Vesturdeildarinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem Dallas-liðið kemst svo langt en liðið hefur margoft verið líklegt til afreka á undanförnum árum. Dallas vann seinni hálfleikinn 63-42 og í fyrsta sinn í 35 ár munu tveir nýliðar því berjast um NBA-titilinn því bæði Dallas og mótherjar þeirra Miami eru komin í úrslitin í fyrsta sinn.

Sport
Fréttamynd

Kemst Dallas í NBA-úrslitin í fyrsta sinn í kvöld?

Dallas Mavericks getur komist í NBA-úrslitin í fyrsta sinn í kvöld vinni liðið sjötta undanúrslitaleik Vesturdeildarinnar gegn Phoenix. Þjóðverjinn Dirk Nowitzki skoraði 50 stig í síðasta leik liðanna sem Dallas vann 117-101 en hann skoraði þá tveimur stigum meira en allt Suns-liðið í fjórða leikhlutanum. Leikurinn í kvöld fer fram á heimavelli Phoenix, hefst klukkan hálf eitt og verður í beinni útsendingu á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Mourinho spáir Brasilíumönnum HM-titlinum

Jose Mourinho, portúgalski knattspyrnustjóri Englandsmeistara Chelsea, spáir því að Brasilíumenn verji heimsmeistaratitilinn sinn á HM sem hefst um næstu helgi. Það yrði því í sjötta sinn sem Brasilíumenn yrðu heimsmeistarar. Mourinho vildi einnig vekja athygli landa sinna í Portúgal á því að Íranir gætu reynst erfiðir en þeir mæta einnig Mexíkó og Angóla í riðlakeppninni.

Sport
Fréttamynd

Stórsigur Englendinga gefur tóninn fyrir HM

Peter Crouch skoraði tvö mörk í seinni hálfleik og innsiglaði þar með 6-0 stórsigur enska landsliðsins á Jamaíku í lokaleik sínum fyrir heimsmeistaramótið í Þýskalandi. Leikurinn fór fram á Old Trafford í dag og var kveðjuleikur Sven-Goran Eriksson á enskri grundu því hann hætti með liðið eftir HM. Fyrsti leikur Englands á HM verður gegn Paragvæ eftir nákvæmlega viku.

Sport
Fréttamynd

Fjögur ensk mörk í fyrri hálfleik gegn Jamaíku

Englendingar hafa skorað fjögur mörk í fyrri hálfleik í síðasta æfingaleik sínum fyrir HM í Þýskalandi sem hefst í næstu viku. Þeir Frank Lampard og Michael Owen skoruðu fyrsta og fjórða markið en í millitíðinni skoruðu Jamaíkamenn tvö sjálfsmörk eftir aukasppyrnu og hornspyrnu frá David Beckham. Leikurinn er í beinni á sjónvarpsstöðinni Sýn.

Sport
Fréttamynd

Þjóðverjar á sigurbraut í síðasta leiknum fyrir HM

Þjóðverjar unnu Kólumbíumenn 3-0 í síðasta generalprufunni fyrir HM í Þýskalandi sem hefst á leik þeirra við Kosta Ríka á föstudaginn. Michael Ballack, Bastian Schweinsteiger og varamaðurinn Tim Borowski skoruðu mörkin í leiknum. Þjóðverjar unnu Lúxemborg 7-0, gerði 2-2 jafntefli við Japan og unnu Kolumbíu 3-0 í þremur síðustu leikjum sínum fyrir HM.

Sport
Fréttamynd

Miami Heat komið í NBA-úrslitin í fyrsta sinn

Miami Heat tryggði sér í nótt sæti í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta í fyrsta sinn þegar liðið vann Detroit Pistons, 95-78, í sjötta leik liðanna á Flórída. Miami Heat vann þar með einvígið 4-2 en Pistons-liðið var með bestan árangur allra liða í NBA-deildinni í vetur. Shaquille O´Neal var með 28 stig, 16 fráköst og 5 varin skot í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Musselman tekur við Sacramento

ESPN sjónvarpsstöðin greinir frá því í kvöld að Eric Musselman verði næsti þjálfari Sacramento Kings í NBA deildinni. Musselman var aðalþjálfari Golden State Warriors á árunum 2002-04 en hefur síðan verið aðstoðarþjálfari Mike Fratello hjá Memphis Grizzlies. Musselman leysir Rick Adelman af hólmi, en samningur hans var ekki endurnýjaður í vor eftir átta ára starf.

Sport
Fréttamynd

Grönholm leiðir í Grikklandi

Finnski ökuþórinn Marcus Grönholm á Ford vann allar sex sérleiðirnar á öðrum keppnisdeginum í Grikklandsrallinu sem hófst í dag. Norðmaðurinn Petter Solberg er í öðru sæti 23 sekúndum á eftir Finnanum og heimsmeistarinn Sebastien Loeb frá Frakklandi er í þriðja sætinu, 35,5 sekúndum á eftir Grönholm.

Sport
Fréttamynd

Obi Mikel til Chelsea

Einhver umdeildasti knattspyrnumaður síðari ára, Nígeríumaðurinn John Obi Mikel, hefur loks skrifað undir samning við Englandsmeistara Chelsea. Mikel samþykkti á sínum tíma að ganga í raðir Manchester United, en sagði síðar að hann hefði verið neyddur til að skrifa undir samninginn. Chelsea þurfti að punga út 16 milljónum punda fyrir leikmanninn.

Sport
Fréttamynd

Dein látinn víkja

David Dein, stjórnarmaður í Arsenal, hefur verið látinn víkja úr stjórn enska knattspyrnusambandsins í kjölfar ítarlegrar rannsóknar sem hafin hefur verið á meintu peningaþvætti enska félagsins í Belgíu. David Gill, stjórnarformaður Manchester United mun taka sæti Dein í stjórn sambandsins í staðinn.

Sport
Fréttamynd

Corrales lofar öðrum sögulegum bardaga

Diego Corrales segist þess fullviss að þriðji bardagi hans við Luis Castillo annað kvöld verði jafn sögulegur á sá fyrsti, en fyrsta einvígi þeirra í fyrravor hefur verið kallað einn besti bardagi sögunnar. Þriðja bardagans er því beðið með mikilli eftirvæntingu og verður hann sýndur beint á Sýn Extra aðra nótt.

Sport
Fréttamynd

Auðveldur sigur hjá Nadal

Spænski tennisleikarinn Rafael Nadal heldur áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni á leirnum, en í dag vann hann öruggan sigur á Kevin Kim í annari umferð opna franska meistaramótsins 6-2, 6-1 og 6-4. Þetta var 55. sigur Nadal í röð á leirvelli og á hann titil að verja á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Luke Young fer fram á sölu

Varnarmaðurinn Luke Young hefur farið fram á að verða settur á sölulista hjá Lundúnaliði Charlton. Þó nýráðinn knattspyrnustjóri liðsins, Ian Dowie, hafi verið duglegur að taka til í herbúðum liðsins að undanförnu er ekki talið að hann vilji missa enska landsliðsmanninn - sem nú er orðaður sterkt við grannaliðið West Ham.

Sport
Fréttamynd

Neitar alfarið að ræða Manchester United

Hollenski framherjinn Ruud van Nistelrooy vill ekkert tjá sig um framtíð sína hjá Manchester United, en hann er sem stendur með hollenska landsliðinu sem leggur lokahönd á undirbúning sinn fyrir HM. Nistelrooy sagði í samtali við Sky-sjónvarpsstöðina að hann hugsaði aðeins um landsliðið núna, en benti á að átök hans við knattspyrnustjórann Alex Ferguson heyrðu nú sögunni til og tími væri kominn til að horfa fram á við.

Sport
Fréttamynd

Rooney á ágætum batavegi

Wayne Rooney er að sögn Sven-Göran Eriksson landsliðsþjálfara á ágætum batavegi og er byrjaður að æfa lítillega með enska landsliðinu. Ekki kemur í ljós fyrr en eftir viku hvort hann verður klár á HM, en Eriksson er ánægður með formið á honum. Þá gaf landsliðsþjálfarinn það upp í dag að Jermain Defoe hjá Tottenham væri líklegastur til að taka stöðu Rooney í liðinu ef allt fer á versta veg.

Sport