Fótbolti

Robson hefur trú að enska liðið fari alla leið

Bryan Robson, fyrrum fyrirliði enska landsliðsins segir að hann hafi trú að enska liðið geti farið alla leið á HM í sumar. Hann telur að Steven Gerrard verði lykilmaðurinn í liði þeirra á þessu móti.

Robson sem er stjóri West Brom var um árabil fyrirliði enska landsliðsins hafði þetta að segja um málið.

"Þetta lið sem er að fara á HM er mjög vel mannað og væntingar eru eðlilegar miklar. Eftir að ég sá þá vinna Jamaíka 6-0 þá efast ég ekkert um liðið, það er gott. Þeir hafa verið að vinna leiki fyrir mótið og það hjálpar þeim mikið. Mín tilfinning er að liðið eigi eftir að fara langt. Leikmenn eins og Steven Gerrard sem er í toppformi og svo eru menn þarna eins og Frank Lampard og David Beckham. Það er varla hægt að biðja um betri miðvallarleikmenn í einu liði. Mín skoðun er líka sú að lið Brasilíu verði gríðarlega sterkt. Þeir eru alltaf sigurstranglegir. En Enska liðið á möguleika núna. Steven Gerrard verður lykilmaðurinn á þessu móti. Hann vill sýna sig og sanna, hann missti af síðustu HM keppni og kemur hungraður inn núna. Svo eru menn þarna eins og Aaron Lennon og Theo Walcott og þeir geta hjálpað liðinu mikið enda frábærir leikmenn báðir tveir," sagði Robson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×