Erlendar

Fréttamynd

Bannað að ræða við enska knattspyrnusambandið

Fabio Capello gaf það út í samtali við breska blaðið News of the World í dag að honum hefði verið neitað um tækifæri til að ræða við enska knattspyrnusambandið um að taka við stjórn enska landsliðsins af Sven-Göran Eriksson. Capello var samningsbundinn Juventus á þessum tíma og neituðu forráðamenn ítölsku meistaranna enskum að ræða við þjálfarann.

Sport
Fréttamynd

Campbell mun halda utan

Arsene Wenger segir að ensk úrvalsdeildarlið sem eru á höttunum eftir varnarmanninum Sol Campbell muni ekki eiga erindi sem erfiði því hann muni eflaust reyna fyrir sér erlendis í framtíðinni. Campbell tilkynnti óvænt að hann væri hættur hjá Arsenal í gær og eðlilega hefur orðrómur um framtíð hans farið hratt af stað á Englandi.

Sport
Fréttamynd

Óbreytt lið hjá Frökkum og Ítölum

Nú styttist óðum í hápunkt heimsmeistaramótsins í knattspyrnu, en úrslitaleikur Frakka og Ítala hefst klukkan 18 og verður í beinni útsendingu á Sýn. Leikurinn fer fram í Berlín og mæta báðar þjóðir til leiks með óbreytt byrjunarlið frá síðasta leik sínum í mótinu.

Sport
Fréttamynd

Fjórði sigur Federer í röð á Wimbledon

Roger Federer varð í dag Wimbledon-meistari í tennis, fjórða árið í röð, þegar hann lagði Spánverjann Rafael Nadal í úrslitaleik 6-0, 7-6 (7-5), 6-7 (2-7) og 6-3. Federer hefur verið í gríðarlega góðu formi á mótinu og undirstrikaði í dag að hann er besti tennisleikari heimsins.

Sport
Fréttamynd

Skelton vann óvæntan sigur á Williams

Matt Skelton vann í gærkvöld nokkuð óvæntan sigur á Danny Williams í þungavigtarbardaga þeirra í Cardiff í gærkvöldi, en bardaginn var sýndur beint á Sýn. Skelton hélt sig óvænt í góðri fjarlægð frá andstæðingi sínum í bardaganum og nýtti sér minni líkamsþyngd sína til að leggja Williams á stigum.

Sport
Fréttamynd

Krefur Jordan og Nike um 60 milljarða

Maður nokkur að nafni Allen Heckard í Oregon-fylki í Bandaríkjunum hefur nú farið í skaðabótamál við Michael Jordan og Nike íþróttavöruframleiðandann, því hann segist vera orðinn hundleiður á því að fólk ruglist á honum og körfuboltastjörnunni fyrrverandi. Maðurinn fer fram á tæpa 60 milljarða króna í skaðabætur fyrir það sem hann kallar daglega pínu undanfarin 15 ár.

Sport
Fréttamynd

Hafnaði tilboði um að taka við liði í Meistaradeildinni

Umboðsmaður Sven-Göran Eriksson, fráfarandi landsliðsþjálfara Englendinga, segir að Svíinn hafi nýlega hafnað tilboði um að taka við liði sem spilar í meistaradeild Evrópu. Hann tekur fram að liðið sé ekki frá Englandi, en auk þess á Eriksson að hafa hafnað tilboði um að taka við landsliði Jamaíka á dögunum.

Sport
Fréttamynd

Ætlar að fara frá Manchester United

Portúgalski vængmaðurinn Cristiano Ronaldo hefur gefið það afdráttarlaust út að hann ætli að fara frá Manchester United og ganga til liðs við Barcelona eða Real Madrid á Spáni. Ronaldo er ekki sáttur við að hafa ekki fengið meiri stuðning úr herbúðum Manchester United í kjölfar þeirrar gagnrýni sem hann hefur orðið fyrir eftir leik Englendinga og Portúgala á HM.

Sport
Fréttamynd

Hagvöxtur jókst um 0.3%

Þjóðverjar eru mjög ánægðir með hvernig HM hefur farið fram í sínu landi. Þó svo að lið þeirra hafi ekki náð að vinna mótið eru flestir á því að þessi keppni hafi verið gríðarleg lyftistöng fyrir efnahagslíf landsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Miljarður mun horfa á úrslitaleikinn

Búist er við því að miljarður manna muni fylgjast með úrslitaleiknum á HM sem fram fer í dag klukkan 18.00. Er þetta mesta áhorf sem um getur á einu sjónvarpsefni svo vitað sé. Það eru Frakkar og Ítalir sem mætast eins og flestum er kunnugt.

Fótbolti
Fréttamynd

Danny Williams mætir Matt Skelton

Sýn býður upp á beina útsendingu frá hnefaleikum í kvöld, þar sem aðalbardaginn verður viðureign þeirra Danny Williams og Matt Skelton í þungavigtinni. Þessir kappar áttust við í febrúar síðastliðnum og þar vann Williams á stigum. Hann hefur nú þyngt sig til muna fyrir bardaga kvöldsins og hefur lofað því að verða enn betri en í fyrri viðureigninni, en sigurvegarinn í kvöld mun væntanlega mæta rússneska tröllinu Nikolai Valuev um WBC-beltið.

Sport
Fréttamynd

Schweinsteiger stal senunni í sigri Þjóðverja

Gestgjafarnir Þjóðverjar kórónuðu frábært heimsmeistaramót með því að tryggja sér þriðja sætið í dag þegar þeir lögðu Portúgala að velli 3-1 í Stuttgart í dag. Bastian Schweinsteiger hlaut uppreisn æru þegar hann skoraði tvö af mörkum þýska liðsins og var maðurinn á bak við það þriðja. Nuno Gomez minnkaði muninn fyrir Portúgala skömmu fyrir leikslok, eftir sendingu frá Luis Figo sem var að spila sinn síðasta leik fyrir landsliðið.

Fótbolti
Fréttamynd

Þjóðverjar komnir í 2-0

Þjóðverjar hafa náð 2-0 forystu gegn Portúgölum í leiknum um þriðja sætið á HM sem fram fer í Stuttgart. Það var miðjumaðurinn Bastian Schweinsteiger sem var allt í öllu í mörkum Þjóðverja, en hann skoraði fyrra markið með flöktandi þrumufleyg utan teigs á 56. mínútu. Síðara markið kom einnig eftir þrumuskot frá Schweinsteiger aðeins um fimm mínútum síðar, en þá hrökk skot hans af varnarmanninum Armando Petit og í netið.

Sport
Fréttamynd

Powell og Jones sigruðu í 100 m hlaupinu

Heimsmethafinn Asafa Powell frá Jamaíku sigraði í 100 m hlaupi karla á gullmótinu í frjálsum íþróttum í París í dag. Powell kom í mark á 9,85 sekúndum, tveimur hundraðshlutum úr sekúndu á undan næsta manni. Gamla kempan Marion Jones hristi af sér ásakanir um lyfjamisnotkun með sigri í kvennaflokki þegar hún kom í mark á 10,92 sekúndum sem er besti tími hennar í fjögur ár.

Sport
Fréttamynd

Markalaust í Stuttgart í hálfleik

Staðan í leik Þjóðverja og Portúgala um þriðja sætið á HM er markalaus í hálfleik. Leikurinn hefur verið nokkuð fjörugur og hefur í raun boðið upp á allt nema mörkin í fyrri hálfleiknum. Rétt er að árétta að samkvæmt samningi Sýnar um sýningarrétt á HM 2006 verða aðeins fjórir leikir úr keppninni sendir út í opinni dagskrá og er þessi leikur ekki einn þeirra.

Sport
Fréttamynd

LeBron James framlengir við Cleveland

Stuðningsmenn Cleveland Cavaliers vörpuðu öndinni léttar í gær þegar félagið gaf það út að ungstirnið LeBron James hefði samþykkt að framlengja samning sinn um fimm ár. James fær fyrir vikið um 80 milljónir dollara í laun á samningstímanum, en áður höfðu þeir Dwyane Wade og Carmelo Anthony úr 2003 árgangi nýliða samþykkt hliðstæða samninga hjá liðum sínum. James undirritar nýja samninginn formlega á miðvikudaginn.

Sport
Fréttamynd

Figo er á bekknum hjá Portúgölum

Nú styttist í að leikur Þjóðverja og Portúgala um þriðja sætið á HM hefjist, en hann er að sjálfssögðu sýndur í beinni á Sýn. Luis Figo er á varamannabekk Portúgala í dag, en ef hann kemur við sögu í dag verður það síðasti landsleikur hans á ferlinum. Oliver Kahn stendur í marki Þjóðverja í stað Jens Lehmann og er að leika sinn síðasta leik á HM.

Sport
Fréttamynd

Sol Campbell hættur hjá Arsenal

Enski landsliðsmiðvörðurinn Sol Campbell hefur tilkynnt að hann sé hættur að spila með úrvalsdeildarliði Arsenal og segir tíma til kominn að reyna fyrir sér með öðru liði. Campbell segist vel geta hugsað sér að leika utan Englands, en hefur ekkert gefið upp um framtíðaráform sín að öðru leiti.

Sport
Fréttamynd

Honchar í forystu

Úkraínumaðurinn Serhiy Honchar hjá liði T-Mobile klæðist nú gulu treyjunni í Frakklandshjólreiðunum eftir að hann sigraði á sjöundu leiðinni í dag. Þá lá leið keppenda 52 kílómetra leið frá Saint Gregoire til Rennes. Sigur Honchar var mjög sannfærandi og kom hann í mark rúmri mínútu á undan Bandaríkjamanninum Floyd Landis sem varð annar.

Sport
Fréttamynd

Birgir Leifur á þremur undir pari í Skotlandi

Birgir Leifur Hafþórsson heldur áfram að spila ágætlega á áskorendamótinu í Skotlandi og lauk þriðja keppnisdeginum á 70 höggum eða einu höggi undir pari. Birgir er því samtals á þremur höggum undir pari fyrir lokadaginn og er nokkuð ofarlega á töflunni. Efsti maður mótsins eins og staðan er nú er á 12 höggum undir pari.

Sport
Fréttamynd

Owen gagnrýnir Eriksson

Enski landsliðsframherjinn Michael Owen hefur nokkuð óvænt gagnrýnt þá ákvörðun Sven-Göran Eriksson að hafa teflt Wayne Rooney fram einum í framlínu enska liðsins á HM og segir þessa ákvörðun eina af ástæðunum fyrir því að Rooney var rekinn af velli gegn Portúgölum.

Sport
Fréttamynd

Fyrsti sigur Amelie Mauresmo á Wimbledon

Franska tenniskonan Amelie Mauresmo vann í dag sinn fyrsta sigur á Wimbledon-mótinu þegar hún lagði Justine Henin-Hardenne í dramatískum úrslitaleik 2-6, 6-3 og 6-4 í London. Mauresmo hefur haft það orð á sér að standast ekki mikla pressu, en eftir skelfilega byrjun í dag náði hún að snúa leiknum sér í hag og sigra.

Sport
Fréttamynd

Við erum tilbúnir að deyja fyrir Frakkland

Zinedine Zidane, fyrirliði Frakka segir að leikmenn liðsins séu tilbúnir að deyja fyrir Frakkland til að vinna úrslitaleikinn á morgun gegn Ítölum á HM. Þessi hetja fótboltans er að spila sinn síðasta leik á ferlinum á morgun og ekkert nema sigur kemur til greina hjá honum.

Sport
Fréttamynd

Cufre og Rodriguez í bann

Tveir af leikmönnum argentínska landsliðsins hafa verið dæmdir í leikbönn vegna ólátanna sem brutust út eftir leik Argentínumanna og Þjóðverja í 8-liða úrslitum HM. Varamaðurinn Leandro Cufre fékk fjögurra leikja bann og sekt upp á tæp 5000 pund fyrir að sparka í Pet Metersacker og þá fékk Maxi Rodriguez tveggja leikja bann og 2000 punda sekt fyrir að slá til andstæðings síns. Þjóðverjinn Torsten Frings hafði áður tekið út eins leiks bann fyrir sinn þátt í málinu.

Sport
Fréttamynd

Rooney í tveggja leikja bann

Enski landsliðsframherjinn Wayne Rooney hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann og gert að greiða 2400 pund í sekt fyrir brot sitt á Ricardo Carvalho í leik Englands og Portúgal í 8-liða úrslitum HM á dögunum. Rooney verður því í banni í næstu tveimur landsleikjum enska liðsins í undankeppni EM gegn Andorra og Makedóníu.

Sport
Fréttamynd

Ég hélt að við værum ekki nógu góðir

Markvörðurinn Gianluigi Buffon hjá Ítölum sagði að hann hafði fyrir fram ekki reiknað með því að liðið mundi fara alla leið í úrslitaleikinn á HM. Hann taldi liðið ekki vera nógu gott til þess.

Sport
Fréttamynd

Liðandinn hefur fært okkur alla leið

Francesco Totti, leikmaður Ítalíu segir að það sé liðsandinn sem hefur fleytt liðinu í úrslitaleikinn á HM. Hann segir að leikmannahópurinn sé svo vel stemmdur og samrýndur að það eitt sé lykilinn að öllu þessu ævintýri.

Sport
Fréttamynd

Draumaúrslitaleikur í karlaflokki

Það verður Rafael Nadal sem mætir Roger Federer í úrslitaleik í karlaflokki á Wimbledon-mótinu í tennis um helgina, en Nadal vann í kvöld sigur á Marcos Baghdatis í undanúrslitum. Nadal sigraði 6-, 7-5 og 6-3 og er því kominn í úrslit á Wimbledon í fyrsta sinn á ferlinum.

Sport
Fréttamynd

Æfingar bannaðar í Berlín

Liðum Frakka og Þjóðverja sem leika til úrslita á HM á sunnudaginn, hefur verið bannað að æfa á vellinum í Berlín þar sem úrslitaleikurinn fer fram vegna lélegra skilyrða á vellinum. Mikið hefur rignt í Berlín undanfarið og vilja vallarverðir ekki taka áhættuna á því að völlurinn verði út sparkaður þegar kemur að úrslitaleiknum sjálfum.

Sport