Sport

Sol Campbell hættur hjá Arsenal

Sol Campbell er hættur hjá Arsenal
Sol Campbell er hættur hjá Arsenal NordicPhotos/GettyImages

Enski landsliðsmiðvörðurinn Sol Campbell hefur tilkynnt að hann sé hættur að spila með úrvalsdeildarliði Arsenal og segir tíma til kominn að reyna fyrir sér með öðru liði. Campbell segist vel geta hugsað sér að leika utan Englands, en hefur ekkert gefið upp um framtíðaráform sín að öðru leiti.

Campbell er 31 árs gamall og hefur spilað 197 leiki fyrir Arsenal síðan hann gekk í raðir liðsins frá erkifjendunum Tottenham fyrir fimm árum síðan. "Ég hætti hjá Arsenal með stolt í hjarta og er ánægður með það sem ég hef náð að gera hér hjá félaginu. Nú þykir mér tími til að reyna fyrir mér annarsstaðar og þó ég væri til í að prófa að spila erlendis, ætla ég að velta möguleikum mínum fyrir mér á næstunni," sagði Campbell í samtali við breska sjónvarpið.

"Campbell er stórt nafn í herbúðum Arsenal og þó við séum afar leiðir að sjá á eftir honum, óskum við honum að sjálfssögðu velfarnaðar í framtíðinni í hverju því sem hann tekur sér fyrir hendur," sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×