Erlendar Ráðgjafi McClaren segir af sér Max Clifford, ráðgjafi enska landsliðsþjálfarans Steve McClaren, hefur sagt starfi sínu lausu. Clifford var ráðinn til að tala fyrir munn þjálfarans í fjölmiðlum og vernda hann fyrir árásum ágengra blaðamanna. Enski boltinn 14.10.2006 15:11 Blackburn er yfir á Anfield Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum sex sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Blackburn hefur yfir 1-0 gegn Liverpool á Anfield þar sem Benni McCarthy skoraði fyrir gestina. Enski boltinn 14.10.2006 14:56 Sex leikir í nótt Sex leikir fóru fram á undirbúningstímabilinu í NBA í nótt. Leikur Houston og Atlanta var í beinni útsendingu á NBA TV. Körfubolti 14.10.2006 14:29 Man Utd lagði Wigan Manchester United vann góðan 3-1 útisigur á Wigan í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Wigan náði forystunni með marki úr aukaspyrnu í fyrri hálfleik, en Nemanja Vidic, Louis Saha og Ole Gunnar Solskjær tryggðu gestunum öruggan sigur með mörkum í þeim síðari. Enski boltinn 14.10.2006 14:02 Calzaghe ætlar að jafna met Böðulsins Walesverjinn Joe Calzaghe segist ætla að gæta sín vel á því að vanmeta ekki andstæðing sinn annað kvöld þegar hann ver WBO og IBF titla sína í yfir millivigt gegn Kamerúnmanninum Sakio Bika. Bardaginn verður í beinni á Sýn annað kvöld og hefst útsending strax klukkan 20. Sport 13.10.2006 21:50 Houston - Atlanta í beinni NBA TV sjónvarpsstöðin á Digital Ísland heldur áfram beinum útsendingum frá undirbúningstímabilinu í NBA í nótt, en klukkan 0:30 verður á dagskrá leikur Houston Rockets og Atlanta Hawks. Körfubolti 13.10.2006 20:22 Fjölmiðlar telja Joorabchian líklegri til að kaupa West Ham Breska blaðið The Times fullyrðir í dag að íranski viðskiptajöfurinn Kia Joorabchian sé líklegri en Eggert Magnússon til að kaupa enska úrvalsdeildarfélagið West Ham. Eggert vísar þeim fregnum á bug að 8 milljarða tilboði hans í félagið hafi verið hafnað. Enski boltinn 13.10.2006 19:22 Grönholm leiðir eftir fyrsta daginn Finnski ökuþórinn Marcus Grönholm hefur forystu eftir fyrsta daginn í Tyrklandsrallinu og heldur þar með í veika von um að veita heimsmeistaranum Sebastien Loeb einhverja samkeppni í titilbaráttunni. Sport 13.10.2006 19:50 Paul Grant að taka við Norwich Paul Grant, aðstoðarknattspyrnustjóri West Ham, verður tilkynntur formlega sem nýr knattspyrnustjóri 1. deildarliðs Norwich á mánudaginn. Norwich mun væntanlega greiða úrvalsdeildarfélaginu eitthvað fé fyrir Grant, en á heimasíðu Norwich segist hann fagna því að taka frábæru félagi sem ætli sér stóra hluti. Grant spilaði 75 leiki fyrir Norwich á sínum tíma. Enski boltinn 13.10.2006 17:58 Aftur keppt á Spa á næsta ári Forráðamenn Belgíukappakstursins hafa náð samkomulagi við Bernie Ecclestone um að endurvekja keppnishald á Spa-brautinni þar í landi, en ekki var keppt á brautinni í ár eftir að mótshaldarar fóru á hausinn. Brautin hefur verið endurbætt fyrir um 25 milljónir dollara og verður keppt á þessari sögufrægu braut á ný í september á næsta ári. Formúla 1 13.10.2006 17:47 Guðlaugur Arnarsson til Gummersbach Alfreð Gíslason, þjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Gummersbach, hefur nú fengið fjórða íslendinginn í raðir sínar eftir að hann gekk frá lánssamningi á Fylkismanninum sterka Guðlaugi Arnarssyni. Sport 13.10.2006 18:04 Schumacher heiðraður í Brasilíu Þýski ökuþórinn Michael Schumacher tekur um næstu helgi þátt í sínum síðasta kappakstri á ferlinum þegar lokamót ársins fer fram í Brasilíu og þar verður hann heiðraður sérstaklega af knattspyrnugoðsögninni Pele. Formúla 1 13.10.2006 16:24 Lætur blaðamenn heyra það Sir Alex Ferguson er búinn að fá nóg af nornaveiðum fjölmiðla á Wayne Rooney og segir þá njóta þess að velta sér upp úr erfiðleikum hans á knattspyrnuvellinum. Enski boltinn 13.10.2006 16:13 Andy Johnson bestur í september Framherjinn Andy Johnson hjá Everton var í dag kjörinn leikmaður septembermánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Johnson skoraði fjögur mörk í fjórum leikjum fyrir þá bláu í september og hefur alls skorað sex mörk í deildinni. Enski boltinn 13.10.2006 17:17 Tony Mowbray tekur við West Brom Enska 1. deildarfélagið West Brom réði í dag Tony Mowbray í stöðu knattspyrnustjóra. Mowbray stýrði áður skoska liðinu Hibernian frá Edinborg og tekur nú við West Brom að Bryan Robson sem hætti störfum í síðasta mánuði. Enski boltinn 13.10.2006 15:35 Coppell stjóri mánaðarins Steve Coppell, stjóri Reading, hefur verið útnefndur knattspyrustjóri septembermánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Reading tapaði ekki leik í mánuðinum og hirti stjö stig af níu mögulegum. Enski boltinn 13.10.2006 17:10 Avery Johnson framlengir við Dallas Avery Johnson skrifaði í gær undir nýjan fimm ára samning við NBA lið Dallas Mavericks og mun því stýra liðinu til ársins 2011. Johnson kom Dallas alla leið í úrslitin á sínu fyrsta heila ári við stjórnvölinn á síðustu leiktíð og er sagður muni fá um 20 milljónir dollara fyrir samninginn. Körfubolti 13.10.2006 15:21 Vonsvikinn á viðbrögðum fólks Paul Robinson, landsliðsmarkvörður Englendinga, segist afar hissa og vonsvikinn yfir því að hafa verið látinn fá það óþvegið fyrir markið slysalega sem hann fékk á sig á móti Króötum á miðvikudag. Enski boltinn 13.10.2006 15:12 Handtekinn vegna líkamsárásar Varnarmaðurinn Anton Ferdinand hjá enska úrvalsdeildarliðinu West Ham var handtekinn í gær vegna gruns um líkamsárás í byrjun mánaðarins. Ferdinand hefur verið sleppt gegn tryggingu, en þarf að mæta í frekari yfirheyrslur vegna málsins í næsta mánuði. Enski boltinn 13.10.2006 15:06 Sacramento burstaði Dallas Tveir leikir fóru fram á undirbúningstímabilinu í NBA í nótt. Sacramento burstaði Dallas á útivelli 111-90 í leik sem sýndur var beint á NBA TV og LA Lakers vann annan leik sinn í röð þegar liðið skellti Seattle 104-101. Körfubolti 13.10.2006 14:45 Maxi Rodriguez úr leik Argentínski landsliðsframherjinn Maxi Rodriguez hjá Atletico Madrid meiddist illa á hné í vináttuleik Argentínumanna og Spánverja í gærkvöldi. Spánverjar unnu leikinn 2-1, en ljóst er að Rodriguez verður lítið meira með á leiktíðinni og mun gangast undir aðgerð á morgun. Fótbolti 12.10.2006 20:42 Fjandans sama um gagnrýni Framherjinn snjalli Lukas Podolski svaraði harðri gagnrýni í gær þegar hann skoraði tvö mörk í 4-1 sigri Þjóðverja á Slóvökum í undankeppni EM. Podolski hefur verið harðlega gagnrýndur í þýskum fjölmiðlum sem og af félögum sínum hjá Bayern Munchen. Sport 12.10.2006 19:45 Gummersbach lagði Celje Lasko Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Gummersbach unnu í kvöld afar mikilvægan sigur á sterku liði Celje í Meistaradeildinni í handbolta 34-31, eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik 16-14. Þá unnu Viggó Sigurðsson og félagar í Flensburg 34-29 sigur á Medwedi í sömu keppni. Handbolti 12.10.2006 20:06 Dallas - Sacramento í beinni Tveir leikir fara fram á undirbúningstímabilinu í NBA í nótt og verður leikur Dallas Mavericks og Sacramento Kings sýndur beint á NBA TV á Digital Ísland klukkan hálf eitt eftir miðnætti. Körfubolti 12.10.2006 20:00 Rooney reifst við dónalegan stuðningsmann Leikmenn enska landsliðsins fengu að heyra skoðanir stuðningsmanna liðsins þegar þeir gengu inn í rútuna eftir tapleikinn gegn Króötum í gær og fréttir herma að einn þeirra hafi verið einstaklega dónalegur. Wayne Rooney er sagður hafa svarað honum fullum hálsi. Sport 12.10.2006 19:13 Beckham hefði ekki skipt máli gegn Króötum Max Clifford, ráðgjafi enska landsliðsþjálfarans Steve McClaren, segir að þjálfarinn hafi fulla auðmýkt í að kalla David Beckham inn í enska landsliðshópinn á ný ef hann telji það liðinu fyrir bestu, en blæs á að betur hefði farið Beckham hefði notið við í tveimur síðustu leikjum liðsins. Sport 12.10.2006 19:03 Stilian Petrov hættur með landsliðinu Stilian Petrov, fyrirliði Búlgarska landsliðsins og leikmaður Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni, hefur gefið það út að hann sé hættur að spila með búlgarska landsliðinu. Sport 12.10.2006 18:56 Þrír lykilmenn Arsenal meiddir Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur nú fengið þær fregnir að þrír af lykilleikmönnum hans verði frá keppni í nokkurn tíma vegna meiðsla eftir landsleikjahlé og verður það væntanlega ekki til þess að auka hrifningu þjálfarans á hléunum sem hann hefur gagnrýnt harðlega undanfarið. Enski boltinn 12.10.2006 18:17 Þjálfari Slóvaka segir af sér Dusan Galis sagði í gærkvöld af sér sem landsliðsþjálfari Slóvaka eftir að liðið steinlá á heimavelli gegn Þjóðverjum í D-riðli undankeppni EM. Liðið hafði unnið stórsigur á Wales í leiknum á undan og því komu þessi tíðindi nokkuð á óvart. Sport 12.10.2006 17:38 Xavier að snúa aftur? Svo gæti farið að portúgalski varnarmaðurinn Abel Xavier spilaði sinn fyrsta leik með varaliði félagsins eftir helgina, en leikbannið sem hann fékk fyrir að falla á lyfjaprófi forðum rennur út á laugardag. Enski boltinn 12.10.2006 16:32 « ‹ 101 102 103 104 105 106 107 108 109 … 264 ›
Ráðgjafi McClaren segir af sér Max Clifford, ráðgjafi enska landsliðsþjálfarans Steve McClaren, hefur sagt starfi sínu lausu. Clifford var ráðinn til að tala fyrir munn þjálfarans í fjölmiðlum og vernda hann fyrir árásum ágengra blaðamanna. Enski boltinn 14.10.2006 15:11
Blackburn er yfir á Anfield Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum sex sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Blackburn hefur yfir 1-0 gegn Liverpool á Anfield þar sem Benni McCarthy skoraði fyrir gestina. Enski boltinn 14.10.2006 14:56
Sex leikir í nótt Sex leikir fóru fram á undirbúningstímabilinu í NBA í nótt. Leikur Houston og Atlanta var í beinni útsendingu á NBA TV. Körfubolti 14.10.2006 14:29
Man Utd lagði Wigan Manchester United vann góðan 3-1 útisigur á Wigan í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Wigan náði forystunni með marki úr aukaspyrnu í fyrri hálfleik, en Nemanja Vidic, Louis Saha og Ole Gunnar Solskjær tryggðu gestunum öruggan sigur með mörkum í þeim síðari. Enski boltinn 14.10.2006 14:02
Calzaghe ætlar að jafna met Böðulsins Walesverjinn Joe Calzaghe segist ætla að gæta sín vel á því að vanmeta ekki andstæðing sinn annað kvöld þegar hann ver WBO og IBF titla sína í yfir millivigt gegn Kamerúnmanninum Sakio Bika. Bardaginn verður í beinni á Sýn annað kvöld og hefst útsending strax klukkan 20. Sport 13.10.2006 21:50
Houston - Atlanta í beinni NBA TV sjónvarpsstöðin á Digital Ísland heldur áfram beinum útsendingum frá undirbúningstímabilinu í NBA í nótt, en klukkan 0:30 verður á dagskrá leikur Houston Rockets og Atlanta Hawks. Körfubolti 13.10.2006 20:22
Fjölmiðlar telja Joorabchian líklegri til að kaupa West Ham Breska blaðið The Times fullyrðir í dag að íranski viðskiptajöfurinn Kia Joorabchian sé líklegri en Eggert Magnússon til að kaupa enska úrvalsdeildarfélagið West Ham. Eggert vísar þeim fregnum á bug að 8 milljarða tilboði hans í félagið hafi verið hafnað. Enski boltinn 13.10.2006 19:22
Grönholm leiðir eftir fyrsta daginn Finnski ökuþórinn Marcus Grönholm hefur forystu eftir fyrsta daginn í Tyrklandsrallinu og heldur þar með í veika von um að veita heimsmeistaranum Sebastien Loeb einhverja samkeppni í titilbaráttunni. Sport 13.10.2006 19:50
Paul Grant að taka við Norwich Paul Grant, aðstoðarknattspyrnustjóri West Ham, verður tilkynntur formlega sem nýr knattspyrnustjóri 1. deildarliðs Norwich á mánudaginn. Norwich mun væntanlega greiða úrvalsdeildarfélaginu eitthvað fé fyrir Grant, en á heimasíðu Norwich segist hann fagna því að taka frábæru félagi sem ætli sér stóra hluti. Grant spilaði 75 leiki fyrir Norwich á sínum tíma. Enski boltinn 13.10.2006 17:58
Aftur keppt á Spa á næsta ári Forráðamenn Belgíukappakstursins hafa náð samkomulagi við Bernie Ecclestone um að endurvekja keppnishald á Spa-brautinni þar í landi, en ekki var keppt á brautinni í ár eftir að mótshaldarar fóru á hausinn. Brautin hefur verið endurbætt fyrir um 25 milljónir dollara og verður keppt á þessari sögufrægu braut á ný í september á næsta ári. Formúla 1 13.10.2006 17:47
Guðlaugur Arnarsson til Gummersbach Alfreð Gíslason, þjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Gummersbach, hefur nú fengið fjórða íslendinginn í raðir sínar eftir að hann gekk frá lánssamningi á Fylkismanninum sterka Guðlaugi Arnarssyni. Sport 13.10.2006 18:04
Schumacher heiðraður í Brasilíu Þýski ökuþórinn Michael Schumacher tekur um næstu helgi þátt í sínum síðasta kappakstri á ferlinum þegar lokamót ársins fer fram í Brasilíu og þar verður hann heiðraður sérstaklega af knattspyrnugoðsögninni Pele. Formúla 1 13.10.2006 16:24
Lætur blaðamenn heyra það Sir Alex Ferguson er búinn að fá nóg af nornaveiðum fjölmiðla á Wayne Rooney og segir þá njóta þess að velta sér upp úr erfiðleikum hans á knattspyrnuvellinum. Enski boltinn 13.10.2006 16:13
Andy Johnson bestur í september Framherjinn Andy Johnson hjá Everton var í dag kjörinn leikmaður septembermánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Johnson skoraði fjögur mörk í fjórum leikjum fyrir þá bláu í september og hefur alls skorað sex mörk í deildinni. Enski boltinn 13.10.2006 17:17
Tony Mowbray tekur við West Brom Enska 1. deildarfélagið West Brom réði í dag Tony Mowbray í stöðu knattspyrnustjóra. Mowbray stýrði áður skoska liðinu Hibernian frá Edinborg og tekur nú við West Brom að Bryan Robson sem hætti störfum í síðasta mánuði. Enski boltinn 13.10.2006 15:35
Coppell stjóri mánaðarins Steve Coppell, stjóri Reading, hefur verið útnefndur knattspyrustjóri septembermánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Reading tapaði ekki leik í mánuðinum og hirti stjö stig af níu mögulegum. Enski boltinn 13.10.2006 17:10
Avery Johnson framlengir við Dallas Avery Johnson skrifaði í gær undir nýjan fimm ára samning við NBA lið Dallas Mavericks og mun því stýra liðinu til ársins 2011. Johnson kom Dallas alla leið í úrslitin á sínu fyrsta heila ári við stjórnvölinn á síðustu leiktíð og er sagður muni fá um 20 milljónir dollara fyrir samninginn. Körfubolti 13.10.2006 15:21
Vonsvikinn á viðbrögðum fólks Paul Robinson, landsliðsmarkvörður Englendinga, segist afar hissa og vonsvikinn yfir því að hafa verið látinn fá það óþvegið fyrir markið slysalega sem hann fékk á sig á móti Króötum á miðvikudag. Enski boltinn 13.10.2006 15:12
Handtekinn vegna líkamsárásar Varnarmaðurinn Anton Ferdinand hjá enska úrvalsdeildarliðinu West Ham var handtekinn í gær vegna gruns um líkamsárás í byrjun mánaðarins. Ferdinand hefur verið sleppt gegn tryggingu, en þarf að mæta í frekari yfirheyrslur vegna málsins í næsta mánuði. Enski boltinn 13.10.2006 15:06
Sacramento burstaði Dallas Tveir leikir fóru fram á undirbúningstímabilinu í NBA í nótt. Sacramento burstaði Dallas á útivelli 111-90 í leik sem sýndur var beint á NBA TV og LA Lakers vann annan leik sinn í röð þegar liðið skellti Seattle 104-101. Körfubolti 13.10.2006 14:45
Maxi Rodriguez úr leik Argentínski landsliðsframherjinn Maxi Rodriguez hjá Atletico Madrid meiddist illa á hné í vináttuleik Argentínumanna og Spánverja í gærkvöldi. Spánverjar unnu leikinn 2-1, en ljóst er að Rodriguez verður lítið meira með á leiktíðinni og mun gangast undir aðgerð á morgun. Fótbolti 12.10.2006 20:42
Fjandans sama um gagnrýni Framherjinn snjalli Lukas Podolski svaraði harðri gagnrýni í gær þegar hann skoraði tvö mörk í 4-1 sigri Þjóðverja á Slóvökum í undankeppni EM. Podolski hefur verið harðlega gagnrýndur í þýskum fjölmiðlum sem og af félögum sínum hjá Bayern Munchen. Sport 12.10.2006 19:45
Gummersbach lagði Celje Lasko Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Gummersbach unnu í kvöld afar mikilvægan sigur á sterku liði Celje í Meistaradeildinni í handbolta 34-31, eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik 16-14. Þá unnu Viggó Sigurðsson og félagar í Flensburg 34-29 sigur á Medwedi í sömu keppni. Handbolti 12.10.2006 20:06
Dallas - Sacramento í beinni Tveir leikir fara fram á undirbúningstímabilinu í NBA í nótt og verður leikur Dallas Mavericks og Sacramento Kings sýndur beint á NBA TV á Digital Ísland klukkan hálf eitt eftir miðnætti. Körfubolti 12.10.2006 20:00
Rooney reifst við dónalegan stuðningsmann Leikmenn enska landsliðsins fengu að heyra skoðanir stuðningsmanna liðsins þegar þeir gengu inn í rútuna eftir tapleikinn gegn Króötum í gær og fréttir herma að einn þeirra hafi verið einstaklega dónalegur. Wayne Rooney er sagður hafa svarað honum fullum hálsi. Sport 12.10.2006 19:13
Beckham hefði ekki skipt máli gegn Króötum Max Clifford, ráðgjafi enska landsliðsþjálfarans Steve McClaren, segir að þjálfarinn hafi fulla auðmýkt í að kalla David Beckham inn í enska landsliðshópinn á ný ef hann telji það liðinu fyrir bestu, en blæs á að betur hefði farið Beckham hefði notið við í tveimur síðustu leikjum liðsins. Sport 12.10.2006 19:03
Stilian Petrov hættur með landsliðinu Stilian Petrov, fyrirliði Búlgarska landsliðsins og leikmaður Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni, hefur gefið það út að hann sé hættur að spila með búlgarska landsliðinu. Sport 12.10.2006 18:56
Þrír lykilmenn Arsenal meiddir Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur nú fengið þær fregnir að þrír af lykilleikmönnum hans verði frá keppni í nokkurn tíma vegna meiðsla eftir landsleikjahlé og verður það væntanlega ekki til þess að auka hrifningu þjálfarans á hléunum sem hann hefur gagnrýnt harðlega undanfarið. Enski boltinn 12.10.2006 18:17
Þjálfari Slóvaka segir af sér Dusan Galis sagði í gærkvöld af sér sem landsliðsþjálfari Slóvaka eftir að liðið steinlá á heimavelli gegn Þjóðverjum í D-riðli undankeppni EM. Liðið hafði unnið stórsigur á Wales í leiknum á undan og því komu þessi tíðindi nokkuð á óvart. Sport 12.10.2006 17:38
Xavier að snúa aftur? Svo gæti farið að portúgalski varnarmaðurinn Abel Xavier spilaði sinn fyrsta leik með varaliði félagsins eftir helgina, en leikbannið sem hann fékk fyrir að falla á lyfjaprófi forðum rennur út á laugardag. Enski boltinn 12.10.2006 16:32