Innlendar Einar Daði endaði í 13. sæti - náði lágmarkinu fyrir EM 22 Einar Daði Lárusson endaði í 13. sæti af alls 22 keppendum á sterku tugþrautarmóti sem fram fór í Kladno í Tékklandi. Einar bætti stöðu sína á lokadeginum og þokaði sér upp um eitt sæti en hann fékk 7587 stig og náði auðveldlega lágmarkinu fyrir Evrópumeistaramót 22 ára og yngri en lágmarkið fyrir það mót var 7.300 stig. Sport 16.6.2011 17:11 Helga var nálægt því að bæta Íslandsmetið - endaði í fimmta sæti Helga Margrét Þorsteinsdóttir frjálsíþróttakona úr Ármanni var nálægt því að bæta eigið Íslandsmet í sjöþraut á alþjóðlegu móti sem fram fór í Kladno í Tékklandi. Helga fékk samtals 5.856 stig en Íslandsmet hennar er 5.878 stig. Tatyana Chernova frá Rússlandi sigraði en hún fékk 6.773 stig en Helga endaði í fimmta sæti. Sport 16.6.2011 15:38 Einar Daði í fjórtánda sæti eftir frábæran fyrri dag ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson er í fjórtánda sæti eftir fyrri daginn á alþjóðlega sjöþrautarmótinu í Kladno í Tékklandi en hann er þarna að keppa við alla sterkustu tugþrautarmenn heims. Sport 15.6.2011 18:14 Helga Margrét í sjötta sæti eftir fyrri daginn Ármenningurinn Helga Margrét Þorsteinsdóttir er í sjötta sæti eftir fyrri daginn á alþjóðlega sjöþrautarmótinu í Kladno í Tékklandi þar sem Helga Margrét er að reyna að ná lágmarki inn á Heimsmeistaramótið í Suður-Kóreu í haust. Sport 15.6.2011 17:30 Helga Margrét í eldlínunni í Tékklandi Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni hefur hafið keppni í sjöþrautt í Kladno í Tékklandi. Helga hljóp 100 metra grindahlaup í morgun á 14.97 sekúndum og nældi sér í 846 stig. Sport 15.6.2011 10:37 Lið TBR keppir í Evrópukeppni félagsliða Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur er á meðal liða í Evrópukeppni félagsliða sem hefst í Zwolla í Hollandi í dag. Fyrsti leikur TBR er gegn franska liðinu Bordeaux Union St. Bruno sem var raðað annað inn í mótið. Sport 14.6.2011 17:10 Einar Daði mætir Seberle í Tékklandi Tugþrautarmaðurinn Einar Daði Lárusson úr ÍR keppir á miðvikudag og fimmtudag á sterku fjölþrautarmóti í Kladno í Tékklandi. Þetta er í fyrsta sinn sem Einar Daði, sem er á 21. aldursári, keppir í tugþraut í karlaflokki. Sport 14.6.2011 11:06 Helga Margrét mætt til Kladno og reynir við lágmark á HM í Daegu Ármenningurinn Helga Margrét Þorsteinsdóttir er komin til Kladno í Tékklandi þar sem að hún mun taka þátt í fyrstu sjöþrautinni sinni á þessu ári. Helga Margrét keppir þar í einni sterkustu sjöþrautarkeppni heims og það er til mikils að keppa fyrir bestu sjöþrautarkonu landsins. Sport 14.6.2011 19:13 Ragna í átta manna úrslit í Litháen Ragna Ingólfsdóttir er komin í átta manna úrslit á alþjóðlegu badmintonmóti sem fram fer í Litháen. Ragna lék gegn Rússanum Anastasia Nazarchuk í fyrstu umferð og sigraði auðveldlega, 21-9 og 21-13. Anastasia Kharlampovich frá Rússlandi var mótherju Rögnu í 2. umferð og þar sigraði Ragna með yfirburðum, 21-13 og 21-12. Sport 10.6.2011 14:02 Jón Margeir setti aftur heimsmet Jón Margeir Sverrisson setti heimsmet í 200 metra skriðsundi í 25 metra laug á bikarkeppni Íþróttafélags fatlaðra um síðustu helgi. Jón Margeir synt á tímanum 2:00,74 og bætti heimsmetið um tæpa sekúndu. Sport 8.6.2011 13:44 Skúli Jón: Við Hannes áttum góða stund saman Skúli Jón Friðgeirsson leikmaður KR var í skýjunum með sigurinn á FH. Íslenski boltinn 7.6.2011 23:38 Þormóður endaði í sjöunda sæti á heimsbikarmóti í Búkarest Júdómaðurinn Þormóður Jónsson varð í sjöunda sæti á Heimsbikarmóti í Búkarest um helgina í +100 kg flokki en þangað fór hann strax að loknum Smáþjóðaleikunum ásamt Hermanni Unnarssyni sem keppti í -81 kg flokki. Sport 7.6.2011 09:21 Pistillinn: Fórnir eða forréttindi? Ég er oft spurð að því hvort ég þurfi ekki að fórna miklu fyrir íþróttirnar. Þá er oftast verið að vísa í þá staðreynd að líf mitt er töluvert frábrugðið lífi flestra jafnaldra minna. Ég drekk ekki, fer sjaldan út á lífið, ég borða ekki óhollan mat og það er ekki hlaupið að því fyrir mig að skreppa út á kvöldin að hitta vini mína þegar það er morgunæfing daginn eftir og ég þarf að fara snemma að sofa. Sport 3.6.2011 17:25 Óðinn var stjarnan á JJ-móti Ármanns í gær FH-ingurinn Óðinn Björn Þorsteinsson náði bestum árangri á JJ-móti Ármanns sem fór fram á Laugardalsvellinum í gær. Helga Margrét Þorsteinsdóttir og Ásdís Hjálmsdóttir sigruðu báðar í sínum greinum en voru aðeins frá sínu besta. Fremur kalt var í veðri sem hafði greinileg áhrif á árangur, sérstaklega í spretthlaups- og tæknigreinum. Sport 26.5.2011 09:43 Helga Margrét og Ásdís keppa á Laugardalsvellinum í kvöld Tvær fremstu frjálsíþróttakonur landsins, Ármenningarnir Helga Margrét Þorsteinsdóttir og Ásdís Hjálmsdóttir, verða báðar í eldlínunni í kvöld þegar JJ-mót Ármanns fer fram á Laugardalsvellinum. Þetta er í fyrsta sinn sem þær stöllur keppa á Íslandi á þessu ári. Sport 25.5.2011 10:24 Íris leggur skíðin á hilluna Írís Guðmundsdóttir, núverandi Íslandsmeistari í svigi og stórsvigi, hefur ákveðið að leggja skíðin á hilluna einungis 21 árs að aldri. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Íris verið í fremstu röð íslenskra skíðakvenna undanfarin ár. Sport 17.5.2011 13:26 Röng íþróttasíða fylgdi Fréttablaðinu í dag Vegna mistaka fylgdi röng íþróttasíða Fréttablaðinu í dag. Síðan sem birtist í blaðinu í gær var birt aftur í dag. Sport 11.5.2011 11:00 Jón Margeir setti heimsmet Jón Margeir Sverrisson setti í morgun heimsmet í 800 metra skriðsundi í flokki S14 þegar hann synti á tímanum 9.07,25 mín. Gamla heimsmetið var 9.07,55 mín en í þessu sama sundi á millitíma í 400 metra skriðsundi setti hann nýtt Íslandsmest á 4.32,38mín. Sport 29.4.2011 13:22 Glæsilegt Íslandsmet hjá Jóni Margeiri Jón Margeir Sverrisson setti í morgun Íslandsmet í 200 metra skriðsundi á opna þýska meistaramótinu í sundi fatlaðra. Jón Margeir, sem keppir fyrir Ösp/Fjölni, synti á 2:05,98 mínútum sem er fjórði besti tími ársins í S14 flokki þroskahamlaðra. Sport 28.4.2011 14:40 Arndís Ýr og Þórólfur Ingi unnu 96. Víðavangshlaup ÍR Arndís Ýr Hafþórsdóttir úr Fjölni og Þórólfur Ingi Þórsson úr ÍR voru sigurvegarar í 96. Víðavangshlaup ÍR sem fram fór í miðbæ Reykjavíkur á Sumardaginn fyrsta. 370 hlauparar á öllum aldri tóku þátt þrátt fyrir leiðinda veður en hlaupið er liður í Powerade mótaröðinni. Sport 21.4.2011 21:00 Rósa og Róbert Íslandsmeistarar í skvassi Róbert Fannar Halldórsson og Rósa Jónsdóttir urðu í dag Íslandsmeistarar veggtennis í karla – og kvennaflokki. Róbert lagði Þorbjörn Jónsson í úrslitum en þetta er í fjórða sinn sem Róbert verður Íslandsmeistari. Rósa sigraði Dagnýu Ívarsdóttur í úrslitum og er þetta í 9. sinn sem Rósa verður meistari. Sport 16.4.2011 19:53 Þróttur Neskaupstað Íslandsmeistari í blaki kvenna Þróttur frá Neskaupstað varð í dag Íslandsmeistari í blaki kvenna eftir að hafa lagt HK 3-2 í oddaleik í úrslitum Íslandsmótsins. Þróttur hefur unnið alla titla sem voru í boði í blakinu í vetur og oddaleikurinn í dag var æsispennandi. Sport 16.4.2011 19:27 Úrslitin á Íslandsmótinu í skvassi ráðast í dag Úrslitin á Íslandsmótinu í skvassi ráðast í dag en keppnin fer fram í húskynnum Veggsports, Stórhöfða 17. Til úrslita í karlaflokki leika þeir Róbert Fannar Halldórsson og Þorbjörn Jónsson og hefst úrslitaleikurinn kl. 16.00. Sport 16.4.2011 11:16 Pistillinn: Að skora á sjálfan sig Karolina Klüft er ein besta frjálsíþróttakona sem uppi hefur verið. Ég hef verið svo ótrúlega heppin að fá að kynnast henni og það hefur vakið mig til umhugsunar um hvað það er sem aðgreinir framúrskarandi afreksíþróttamenn frá þeim sem ná ekki jafn góðum árangri. Sport 15.4.2011 20:12 Gerpla Íslandsmeistari í hópfimleikum A-sveit Gerplu varð í kvöld Íslandsmeistari í hópfimleikum en alls tóku sex sveitir frá þremur félögum þátt í mótinu. Sport 15.4.2011 23:49 Ragna Íslandsmeistari í áttunda sinn Ragna Ingólfsdóttir varð Íslandsmeistari í einliðaleik í badminton í áttunda sinn í dag. Ragna vann þá öruggan sigur á Tinnu Helgadóttur í úrslitaleik. Sport 10.4.2011 15:57 Magnús Ingi Íslandsmeistari í badminton Magnús Ingi Helgason varð í dag Íslandsmeistari í einliðaleik í badminton. Hann lagði Atla Jóhannesson í úrslitaleik, 2-1. Sport 10.4.2011 14:53 Íslandsmet hjá Ingibjörgu Nú er undanrásum laugardags á ÍM í 50 metra laug í sundi lokið og þennan morguninn féll eitt íslandsmet, eitt drengjamet auk þess sem tvær sundkonur syntu undir HM lágmarki. Sport 9.4.2011 12:25 Viktor og Thelma Rut bæði inn á topp 50 á EM í fimleikum Íslandsmeistararnir Viktor Kristmannsson og Thelma Rut Hermannsdóttir náðu bestum árangri Íslendinga á Evrópumótinu í áhaldafimleikum í Berlín í Þýskalandi sem stendur nú yfir. Íslensku keppendurnir hafa lokið keppni en alls tóku níu þátt í mótinu í ár. Sport 8.4.2011 15:20 Eygló Ósk með Íslandsmet í 200 metra baksundi Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi setti í morgun glæsilegt Íslandsmet í 200 metra baksundi í undanrásum á Íslandsmótinu í 50 metra laug sem fram fer í Laugardalshöllinni um helgina. Sport 8.4.2011 14:58 « ‹ 15 16 17 18 19 20 21 22 23 … 75 ›
Einar Daði endaði í 13. sæti - náði lágmarkinu fyrir EM 22 Einar Daði Lárusson endaði í 13. sæti af alls 22 keppendum á sterku tugþrautarmóti sem fram fór í Kladno í Tékklandi. Einar bætti stöðu sína á lokadeginum og þokaði sér upp um eitt sæti en hann fékk 7587 stig og náði auðveldlega lágmarkinu fyrir Evrópumeistaramót 22 ára og yngri en lágmarkið fyrir það mót var 7.300 stig. Sport 16.6.2011 17:11
Helga var nálægt því að bæta Íslandsmetið - endaði í fimmta sæti Helga Margrét Þorsteinsdóttir frjálsíþróttakona úr Ármanni var nálægt því að bæta eigið Íslandsmet í sjöþraut á alþjóðlegu móti sem fram fór í Kladno í Tékklandi. Helga fékk samtals 5.856 stig en Íslandsmet hennar er 5.878 stig. Tatyana Chernova frá Rússlandi sigraði en hún fékk 6.773 stig en Helga endaði í fimmta sæti. Sport 16.6.2011 15:38
Einar Daði í fjórtánda sæti eftir frábæran fyrri dag ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson er í fjórtánda sæti eftir fyrri daginn á alþjóðlega sjöþrautarmótinu í Kladno í Tékklandi en hann er þarna að keppa við alla sterkustu tugþrautarmenn heims. Sport 15.6.2011 18:14
Helga Margrét í sjötta sæti eftir fyrri daginn Ármenningurinn Helga Margrét Þorsteinsdóttir er í sjötta sæti eftir fyrri daginn á alþjóðlega sjöþrautarmótinu í Kladno í Tékklandi þar sem Helga Margrét er að reyna að ná lágmarki inn á Heimsmeistaramótið í Suður-Kóreu í haust. Sport 15.6.2011 17:30
Helga Margrét í eldlínunni í Tékklandi Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni hefur hafið keppni í sjöþrautt í Kladno í Tékklandi. Helga hljóp 100 metra grindahlaup í morgun á 14.97 sekúndum og nældi sér í 846 stig. Sport 15.6.2011 10:37
Lið TBR keppir í Evrópukeppni félagsliða Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur er á meðal liða í Evrópukeppni félagsliða sem hefst í Zwolla í Hollandi í dag. Fyrsti leikur TBR er gegn franska liðinu Bordeaux Union St. Bruno sem var raðað annað inn í mótið. Sport 14.6.2011 17:10
Einar Daði mætir Seberle í Tékklandi Tugþrautarmaðurinn Einar Daði Lárusson úr ÍR keppir á miðvikudag og fimmtudag á sterku fjölþrautarmóti í Kladno í Tékklandi. Þetta er í fyrsta sinn sem Einar Daði, sem er á 21. aldursári, keppir í tugþraut í karlaflokki. Sport 14.6.2011 11:06
Helga Margrét mætt til Kladno og reynir við lágmark á HM í Daegu Ármenningurinn Helga Margrét Þorsteinsdóttir er komin til Kladno í Tékklandi þar sem að hún mun taka þátt í fyrstu sjöþrautinni sinni á þessu ári. Helga Margrét keppir þar í einni sterkustu sjöþrautarkeppni heims og það er til mikils að keppa fyrir bestu sjöþrautarkonu landsins. Sport 14.6.2011 19:13
Ragna í átta manna úrslit í Litháen Ragna Ingólfsdóttir er komin í átta manna úrslit á alþjóðlegu badmintonmóti sem fram fer í Litháen. Ragna lék gegn Rússanum Anastasia Nazarchuk í fyrstu umferð og sigraði auðveldlega, 21-9 og 21-13. Anastasia Kharlampovich frá Rússlandi var mótherju Rögnu í 2. umferð og þar sigraði Ragna með yfirburðum, 21-13 og 21-12. Sport 10.6.2011 14:02
Jón Margeir setti aftur heimsmet Jón Margeir Sverrisson setti heimsmet í 200 metra skriðsundi í 25 metra laug á bikarkeppni Íþróttafélags fatlaðra um síðustu helgi. Jón Margeir synt á tímanum 2:00,74 og bætti heimsmetið um tæpa sekúndu. Sport 8.6.2011 13:44
Skúli Jón: Við Hannes áttum góða stund saman Skúli Jón Friðgeirsson leikmaður KR var í skýjunum með sigurinn á FH. Íslenski boltinn 7.6.2011 23:38
Þormóður endaði í sjöunda sæti á heimsbikarmóti í Búkarest Júdómaðurinn Þormóður Jónsson varð í sjöunda sæti á Heimsbikarmóti í Búkarest um helgina í +100 kg flokki en þangað fór hann strax að loknum Smáþjóðaleikunum ásamt Hermanni Unnarssyni sem keppti í -81 kg flokki. Sport 7.6.2011 09:21
Pistillinn: Fórnir eða forréttindi? Ég er oft spurð að því hvort ég þurfi ekki að fórna miklu fyrir íþróttirnar. Þá er oftast verið að vísa í þá staðreynd að líf mitt er töluvert frábrugðið lífi flestra jafnaldra minna. Ég drekk ekki, fer sjaldan út á lífið, ég borða ekki óhollan mat og það er ekki hlaupið að því fyrir mig að skreppa út á kvöldin að hitta vini mína þegar það er morgunæfing daginn eftir og ég þarf að fara snemma að sofa. Sport 3.6.2011 17:25
Óðinn var stjarnan á JJ-móti Ármanns í gær FH-ingurinn Óðinn Björn Þorsteinsson náði bestum árangri á JJ-móti Ármanns sem fór fram á Laugardalsvellinum í gær. Helga Margrét Þorsteinsdóttir og Ásdís Hjálmsdóttir sigruðu báðar í sínum greinum en voru aðeins frá sínu besta. Fremur kalt var í veðri sem hafði greinileg áhrif á árangur, sérstaklega í spretthlaups- og tæknigreinum. Sport 26.5.2011 09:43
Helga Margrét og Ásdís keppa á Laugardalsvellinum í kvöld Tvær fremstu frjálsíþróttakonur landsins, Ármenningarnir Helga Margrét Þorsteinsdóttir og Ásdís Hjálmsdóttir, verða báðar í eldlínunni í kvöld þegar JJ-mót Ármanns fer fram á Laugardalsvellinum. Þetta er í fyrsta sinn sem þær stöllur keppa á Íslandi á þessu ári. Sport 25.5.2011 10:24
Íris leggur skíðin á hilluna Írís Guðmundsdóttir, núverandi Íslandsmeistari í svigi og stórsvigi, hefur ákveðið að leggja skíðin á hilluna einungis 21 árs að aldri. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Íris verið í fremstu röð íslenskra skíðakvenna undanfarin ár. Sport 17.5.2011 13:26
Röng íþróttasíða fylgdi Fréttablaðinu í dag Vegna mistaka fylgdi röng íþróttasíða Fréttablaðinu í dag. Síðan sem birtist í blaðinu í gær var birt aftur í dag. Sport 11.5.2011 11:00
Jón Margeir setti heimsmet Jón Margeir Sverrisson setti í morgun heimsmet í 800 metra skriðsundi í flokki S14 þegar hann synti á tímanum 9.07,25 mín. Gamla heimsmetið var 9.07,55 mín en í þessu sama sundi á millitíma í 400 metra skriðsundi setti hann nýtt Íslandsmest á 4.32,38mín. Sport 29.4.2011 13:22
Glæsilegt Íslandsmet hjá Jóni Margeiri Jón Margeir Sverrisson setti í morgun Íslandsmet í 200 metra skriðsundi á opna þýska meistaramótinu í sundi fatlaðra. Jón Margeir, sem keppir fyrir Ösp/Fjölni, synti á 2:05,98 mínútum sem er fjórði besti tími ársins í S14 flokki þroskahamlaðra. Sport 28.4.2011 14:40
Arndís Ýr og Þórólfur Ingi unnu 96. Víðavangshlaup ÍR Arndís Ýr Hafþórsdóttir úr Fjölni og Þórólfur Ingi Þórsson úr ÍR voru sigurvegarar í 96. Víðavangshlaup ÍR sem fram fór í miðbæ Reykjavíkur á Sumardaginn fyrsta. 370 hlauparar á öllum aldri tóku þátt þrátt fyrir leiðinda veður en hlaupið er liður í Powerade mótaröðinni. Sport 21.4.2011 21:00
Rósa og Róbert Íslandsmeistarar í skvassi Róbert Fannar Halldórsson og Rósa Jónsdóttir urðu í dag Íslandsmeistarar veggtennis í karla – og kvennaflokki. Róbert lagði Þorbjörn Jónsson í úrslitum en þetta er í fjórða sinn sem Róbert verður Íslandsmeistari. Rósa sigraði Dagnýu Ívarsdóttur í úrslitum og er þetta í 9. sinn sem Rósa verður meistari. Sport 16.4.2011 19:53
Þróttur Neskaupstað Íslandsmeistari í blaki kvenna Þróttur frá Neskaupstað varð í dag Íslandsmeistari í blaki kvenna eftir að hafa lagt HK 3-2 í oddaleik í úrslitum Íslandsmótsins. Þróttur hefur unnið alla titla sem voru í boði í blakinu í vetur og oddaleikurinn í dag var æsispennandi. Sport 16.4.2011 19:27
Úrslitin á Íslandsmótinu í skvassi ráðast í dag Úrslitin á Íslandsmótinu í skvassi ráðast í dag en keppnin fer fram í húskynnum Veggsports, Stórhöfða 17. Til úrslita í karlaflokki leika þeir Róbert Fannar Halldórsson og Þorbjörn Jónsson og hefst úrslitaleikurinn kl. 16.00. Sport 16.4.2011 11:16
Pistillinn: Að skora á sjálfan sig Karolina Klüft er ein besta frjálsíþróttakona sem uppi hefur verið. Ég hef verið svo ótrúlega heppin að fá að kynnast henni og það hefur vakið mig til umhugsunar um hvað það er sem aðgreinir framúrskarandi afreksíþróttamenn frá þeim sem ná ekki jafn góðum árangri. Sport 15.4.2011 20:12
Gerpla Íslandsmeistari í hópfimleikum A-sveit Gerplu varð í kvöld Íslandsmeistari í hópfimleikum en alls tóku sex sveitir frá þremur félögum þátt í mótinu. Sport 15.4.2011 23:49
Ragna Íslandsmeistari í áttunda sinn Ragna Ingólfsdóttir varð Íslandsmeistari í einliðaleik í badminton í áttunda sinn í dag. Ragna vann þá öruggan sigur á Tinnu Helgadóttur í úrslitaleik. Sport 10.4.2011 15:57
Magnús Ingi Íslandsmeistari í badminton Magnús Ingi Helgason varð í dag Íslandsmeistari í einliðaleik í badminton. Hann lagði Atla Jóhannesson í úrslitaleik, 2-1. Sport 10.4.2011 14:53
Íslandsmet hjá Ingibjörgu Nú er undanrásum laugardags á ÍM í 50 metra laug í sundi lokið og þennan morguninn féll eitt íslandsmet, eitt drengjamet auk þess sem tvær sundkonur syntu undir HM lágmarki. Sport 9.4.2011 12:25
Viktor og Thelma Rut bæði inn á topp 50 á EM í fimleikum Íslandsmeistararnir Viktor Kristmannsson og Thelma Rut Hermannsdóttir náðu bestum árangri Íslendinga á Evrópumótinu í áhaldafimleikum í Berlín í Þýskalandi sem stendur nú yfir. Íslensku keppendurnir hafa lokið keppni en alls tóku níu þátt í mótinu í ár. Sport 8.4.2011 15:20
Eygló Ósk með Íslandsmet í 200 metra baksundi Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi setti í morgun glæsilegt Íslandsmet í 200 metra baksundi í undanrásum á Íslandsmótinu í 50 metra laug sem fram fer í Laugardalshöllinni um helgina. Sport 8.4.2011 14:58