ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson er í fjórtánda sæti eftir fyrri daginn á alþjóðlega sjöþrautarmótinu í Kladno í Tékklandi en hann er þarna að keppa við alla sterkustu tugþrautarmenn heims.
Einar Daði endaði daginn á því að ná 847 stigum í 400 metra hlaupi og hækka sig um fjögur sæti en hann bætti sinn besta árangur í þraut í mörgum greinum í dag. Einar Daði fékk alls 3939 stig í greinunum fimm í dag.
Einar Daði náði yfir 800 stig i fjórum af fimm greinum dagsins en náði bara 629 stigum í Kúluvarpinu sem var hans langslakasta grein. Einar Daði var engu að síður að ná þar sínum besta árangri í kúluvarpi í þraut.
Einar Daði datt niður í 21. sæti eftir kúluvarpið en tókst síðan að hækka sig um sjö sæti í síðustu tveimur greinum dagsins.
Litháinn Darius Draudvila er í forystu með 4225 stig eða 286 stigum meira en Einar Daði en okkar maður er 159 stigum á undan Tékkanum Roman Sebrle sem er í 19. sætinu með 3780 stig.
Fyrri dagur Einars Daða:Árangur í greinunum:
100 metra hlaup: 11,20 sek. (817 stig)
Langstökk: 7,08 m (833 stig)
Kúluvarp: 12,38 m (629 stig)
Hástökk: 2,01 m (813 stig)
400 metra hlaup: 49,30 stig (847 stig)
Sæti Einars eftir greinarnar:
Eftir fyrstu grein: 12. sæti (817 stig)
Eftir aðra grein: 15. sæti (1650 stig)
Eftir þriðju grein: 21 sæti (2279 stig)
Eftir fjórðu grein: 18. sæti (3092 stig)
Eftir fimmtu grein: 14. sæti (3939 stig)
Einar Daði í fjórtánda sæti eftir frábæran fyrri dag
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn


Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“
Íslenski boltinn



„Er allavega engin þreyta í mér“
Fótbolti




„Bæði svekktur en líka stoltur“
Íslenski boltinn