Róbert Fannar Halldórsson og Rósa Jónsdóttir urðu í dag Íslandsmeistarar veggtennis í karla – og kvennaflokki. Róbert lagði Þorbjörn Jónsson í úrslitum en þetta er í fjórða sinn sem Róbert verður Íslandsmeistari. Rósa sigraði Dagnýu Ívarsdóttur í úrslitum og er þetta í 9. sinn sem Rósa verður meistari.
Halldór Magnússon varð þriðji í karlaflokknum og Hildur Ólafsdóttir í kvennaflokknum.
Jón Ingi Jónsson varð Íslandsmeistari í flokki 16 ára og yngri en hann vann Jón Inga Jónsson í úrslitum. Matthías Jónsson varð Íslandsmeistari í flokki 19 ára en hann lék gegn Bjarka Frey Aronssyni í úrslitum.
Hilmar Gunnarsson varð meistari í heldri flokki karla og í A-flokki karla sigraði Ragnar Ingvarsson.
Rósa og Róbert Íslandsmeistarar í skvassi
Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar

Mest lesið




Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens
Enski boltinn



Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda
Íslenski boltinn

„Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“
Enski boltinn

